Fara í innihald

Pankynhneigð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu


Pankynhneigð manneskja hrífst af fólki af öllum kynjum, konum, körlum og fólki af öðrum kynjum. Það þýðir þó ekki endilega að pankynhneigðir hrífist jafn mikið af öllu fólki. Pankynhneigt fólk getur haft sterkari tilhneigingu til að hrífast af fólki af tilteknu kyni fremur en öðru. Sumir kjósa að skilgreina pankynhneigð sem svo að fólk hrífist af persónuleika fólks óháð kyni. Til marks um það er pankynhneigð stundum kölluð persónuhrifning. Aðrir tengja ekki við þá skilgreiningu og segja kynið vissulega skipta sig máli þótt þeir hafi þann hæfileika að geta hrifist af öllum kynjum.[1]


  1. „Pankynhneigð - persónuhrifning“. Hinsegin frá Ö til A. Sótt 27. febrúar 2022.