Kynhneigð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Kynhneigð segir til um aðlöðun fólks á rómantískan eða kynferðislegan hátt (eða samblöndu af því tvennu) gagnvart fólki af gagnstæðu kyni, sama kyni, báðum kynjum, öllum kynjum eða fleiri en einu kyni. Almennt eru þessar aðlaðanir flokkaðar í gagnkynhneigð, samkynhneigð og tvíkynhneigð, meðan eikynhneigð (skortur á kynferðislegri aðlöðun) er stundum talin til fjórðu kynhneigðarinnar.[1]

Kynhneigðir[breyta | breyta frumkóða]

Almennt[breyta | breyta frumkóða]

Kynhneigð er almennt talin til gagnkynhneigðar, samkynhneigðar og tvíkynhneigðar.

Gagnkynhneið lýsir almennt aðlöðun einstaklinga af gagnstæðu líffræðilegu kyni, konu og karli.[2]

Samkynhneigð lýsir almennt aðlöðun einstaklinga af sama líffræðilega kyni, karli og karli eða konu og konu.[3]

Tvíkynhneigð lýsir almennt aðlöðun einstaklinga af gagnstæðu og/eða sama líffræðilega kyni.[4]

Fleiri kynhneigðir[breyta | breyta frumkóða]

Á undanförnum árum hafa fleiri kynhneigðir skotið upp kollinum eftir því sem samfélagið hefur opnast gagnvart hinsegin fólki. Sumum finnst þessar hefðbundnu kynhneigðir ekki eiga við um sig og hafa því reynt að koma upp með ný orð yfir þeirra skilgreiningu á kynhneigð sinni.

Karlkynhneigð lýsir þeim sem laðast að karlmennsku óháð líffræðilegu kyni.[5]

Kvenkynhneigð lýsir þeim sem laðast að kvenmennsku óháð líffræðilegu kyni.[6]

Pankynhneigð – persónuhrifning lýsir þeim sem laðast að persónuleikum óháð kyntjáningu og líffræðilegu kyni.[7]

Fjölkynhneigð lýsir bæði þeim sem laðast að fleiri en tveimur kynjum, en þó ekki öllum kynjum líkt og pankynhneigð, sem og sem regnhlífarhugtak yfir þá sem laðast að fleiri en einu kyni. Tvíkynhneigð telst því undir þetta hugtak.[8]

Einkynhneigð er regnhlífarhugtak yfir kynhneigðir sem lýsa aðlöðun á einu kyni, t.d. gagnkynhneigð og samkynhneigð.[9]

Eikynhneigð lýsir þeim sem laðast ekki eða mjög sjaldan kynferðislega að öðrum. Eikynhneigðir geta bæði verið án kynhvatar eða með kynhvöt og þá ekki með áhuga á að fullnægja henni með öðrum.[10]

Kynseginhneigð lýsir þeim sem laðast einkum að kynsegin fólki.[11]

Rómantísk hrifning almennt segja kynhneiðgir til um kynferðislega aðlöðun, rómantísk hrifning segir til um að viðkomandi hafi rómantískan áhuga en ekki endilega kynferðislegan. Góð orð eru til yfir þetta á ensku sem erfitt getur reynst að þýða. Dæmi um rómantíska hrifningu eru heteroromantic (gagnrómantísk hrifning), homoromantic (samrómantísk hrifning), biromantic (tvírómantísk hrifning) og panromantic (pan-/persónurómantísk hrinfning). Þeir sem eru aromantic (eirómantísk hrifning) laðast ekki rómantískt að öðrum.[12]

Sveigjanleg kynhneigð lýsir þeim sem skilgreina kynhneigð sína á einn hátt en eru opin fyrir öðrum kynhneigðum. T.d. sveigjanlega gagnkynhneigt eða sveigjanlega samkynhneigt.[13]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Sexual Orientation“, Wikipedia, 19. febrúar 2018
 2. „Gagnkynhneigð“, Hinsegin frá Ö til A, 19. febrúar 2018
 3. „Samkynhneigð“, Hinsegin frá Ö til A, 19. febrúar 2018
 4. „Tvíkynhneigð“, Hinsegin frá Ö til A, 19. febrúar 2018
 5. „Karlkynhneigð“, Hinsegin frá Ö til A, 19. febrúar 2018
 6. „Kvenkynhneigð“, Hinsegin frá Ö til A, 19. febrúar 2018
 7. „Pankynhneigð-persónuhrifning“, Hinsegin frá Ö til A, 19. febrúar 2018
 8. „Fjölkynhneigð“, Hinsegin frá Ö til A, 19. febrúar 2018
 9. „Einkynhneigð“, Hinsegin frá Ö til A, 19. febrúar 2018
 10. „Eikynhneigð“, Hinsegin frá Ö til A, 19. febrúar 2018
 11. „Kynseginhneigð“, Hinsegin frá Ö til A, 19. febrúar 2018
 12. „Rómantísk hrifning“, Hinsegin frá Ö til A, 19. febrúar 2018
 13. „Sveigjanleg kynhneigð“, Hinsegin frá Ö til A, 19. febrúar 2018

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]