Fara í innihald

Tvíkynhneigð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni tvíkynhneigðra

Tvíkynhneigð er kynhneigð sem felst í því að laðast að konum og körlum, eða fleiri kynjum.[1][2] Hugtakið á oftast við um fólk sem laðast að konum og körlum en það getur einnig náð til þeirra sem laðast að öðrum eða fleiri kynjum en konum og körlum, svo sem einstaklingum sem skilgreina sig utan kynjatvíhyggjunnar.[2] Algengur misskilningur varðandi tvíkynhneigð er að einstaklingar sem laðast að fleiri en einu kyni laðist jafnt að öllum kynjum. Þetta getur vissulega átt við suma tvíkynhneigða einstaklinga en margir tvíkynhneigðir einstaklingar upplifa meiri eða tíðari hrifningu af einu kyni umfram annað, en halda engu að síður tvíkynhneigð sinni.[2]

Fáni tvíkynhneigðra er bleikur að ofan, fjólublár í miðjunni og blár að neðan. Bleiki liturinn merkir að laðast að því sem er ekki andstæða kynið, fjólublái merkir margkynhneigð og blái liturinn merkir að laðast að andstæða kyninu. Svo eru líka tákn sem merkja tvíkynhneigð, eins og þríhyrningarnir tveir og tunglin tvö. Þríhyrningarnir tveir er tvíkynhneigða útgáfan af bleika þríhyrningnum, sem merkir samkynhneigð. Ekki er samt oft notað þríhyrningamerkið vegna uppruna táknsins. Tunglin tvö eru eitt af þekktustu táknunum sem merkja tvíkynhneigð, merkið var skapað árið 1998 af Vivian Wagner í þeim tilgangi að vera notað í staðinn fyrir þríhyrningana.

Tunglin Tvö
Þríhyrningarnir Tveir

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Kynhneigð“. Heilsuvera. Sótt 7 júní 2025.
  2. 2,0 2,1 2,2 „Hinsegin frá Ö til A“.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.