HIN – Hinsegin Norðurland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

HIN – Hinsegin Norðurland eru samtök sem beita sér fyrir réttindum og sýnileika hinsegin fólks á landsbyggðinni, einkum á Norðurlandi. Þau voru stofnuð árið 2011. Samtökin standa reglulega fyrir fræðsluviðburðum og sinna félagsstarfi fyrir hinsegin fólk á Akureyri. Þau hafa einnig staðið fyrir gleðigöngu á Akureyri og dragkeppnum.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „HIN - Hinsegin Norðurland“. Hinsegin frá Ö til A . Sótt 11. apríl 2019.
  Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.