Kyngervi
Kyngervi er hið félagslega mótaða kyn en ekki hið líffræðilega kyn (kynferði). Þessi mótun tekur til dæmis til þeirra væntinga sem samfélagið gerir til karla og kvenna, þeirra verksviða sem hvort kyn er talið geta eða eiga að tileinka sér og þess hvaða áhugamál og klæðaburður er talinn við hæfi. Þau skilaboð sem karlar og konur fá geta verið mótsagnakennd og tekið breytingum, bæði á mismunandi tímum og milli menningarsvæða. Þau eru einnig ólík eftir aldri, stétt, stöðu, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum, holdafari, fötlun og annarri stöðu viðkomandi. Það er þessi mótun sem átt er við þegar rætt er um kyngervi.[1][2]
Í hinseginfræðum og kynjafræðum er mikilvægt að skilja muninn á tveimur lykilhugtökum. Kynferði (eða einfaldlega nefnt kyn) vísar til líffræðilegs kyns, þess kyns sem við fæðumst með. Kyngervi vísar til félagslega mótaðs kyns, sem snýst um þau hlutverk, væntingar og hegðun sem samfélagið tengir við karlmennsku og kvenleika. Í daglegu tali er orðið „kyn“ oft notað yfir bæði kynferði og kyngervi.[1]
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „Kyn og kyngervi“. Hinsegin frá Ö til A. Sótt 11 apríl 2019.
- ↑ Kolbrún Anna Björnsdóttir; Fatima Hossaini (2021). Ég, þú og við öll: Sögur og staðreyndir um jafnrétti. Menntamálastofnun.