Kyngervi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Kyngervi er ein af grunnstoðum persónuleikans og vísar til þess hvort einstaklingurinn upplifir sig sem karlkyns eða kvenkyns. Hugtakið vísar þannig yfirleitt til þeirrar skoðunar sem og hegðunar sem fólk sýnir og sem er einkennandi fyrir annað hvort kynið. Börn verða meðvituð um það á unga aldri hvoru kyninu þau tilheyra og eftir það er afskaplega erfitt að breyta kyngervi þeirra. Það er nauðsynlegt að átta sig á því að kyngervi hefur ekkert að gera með kynhneigð þar sem kynhneigð vísar til þess hvoru kyninu einstaklingurinn laðast að en kyngervi hvoru kyninu einstaklingurinn telur sig tilheyra.

Kyngervi ræðst af mörgu. Það sem hefur áhrif á hana er sennilega líkamlegur þroski, félagslegt umhverfi og hormónar sem hafa áhrif á líkamann. Kyngervi tengist líkamlegu útliti, löngunum og því hvoru kyninu viðkomandi telur sig tilheyra.

Kyngervisröskun í börnum[breyta | breyta frumkóða]

Börn sem ekki hafa náð kynþroska geta hæglega verið óörugg með það hvoru kyninu þau tilheyra. Stúlkur geta haldið því fram að þau séu, eða vilji vera, strákar og öfugt. Börn geta haldið því fram að kynfæri þeirra eigi eftir að breytast síðar á ævinni og jafnvel sýnt fyrirlitningu á eigin kynfærum. Fæstir foreldrar líta á þetta sem vandamál í upphafi, svo sem ef stúlka heimtar að hár hennar sé klippt stutt. Með tímanum geta foreldrar hins vegar farið að hafa áhyggjur og leitað til sérfræðinga með þá spurningu hvort eitthvað sé að barninu þeirra. Það þarf þó alls ekki að vera að barn sem sýnir hegðun sem er dæmigerð fyrir hitt kynið sé haldið kyngervisröskun og verður að sjálfsögðu að skoðast í hverju tilfelli fyrir sig. Rannsakendur greinir á um það hvort barn sem sýni hegðun dæmigerða fyrir hitt kynið sé líklegt til að „verða“ samkynhneigt þegar fram líður. Þessi spurning leiðir hins vegar aftur að spurningunni um það hvort samkynhneigð sé ásköpuð eða áunnin. Og þrátt fyrir að líklegra sé að barn sem sýnir hegðun sem er dæmigert fyrir hitt kynið verði samkynhneigður einstaklingur stendur eftir spurningin um orsök og afleiðingu. Sýnir barnið dæmigerða hegðun hins kynsins af því að það er samkynhneigt eða verður það samkynhneigt af því að það sýnir hegðunina.

Kynímyndunarröskun í fullorðnum[breyta | breyta frumkóða]

Áður fyrr var það talið að upplifa sig í röngum líkama geðsjúkdómur, en í dag er ekkert samfélag geðlækna sem viðurkenna það sem geðrænan kvilla, heldur líkamlegan fæðingargalla. Transsexual einstaklingar upplifa mikla þörf til að leiðrétta kyn sitt til að samsvara kynímynd sinni. Tölur um transfólk eru lágar. Þær benda til þess að einn af hverjum 30.000 körlum og ein af hverjum 100.000 konum í sumum löndum Evrópu óski eftir kynleiðréttingu. Hins vegar er mikill ágreiningur um það hvort þessar tölur séu réttar.[heimild vantar]

Transsexual einstaklingur er sá sem lætur leiðrétta kyn sitt, með hormónameðferð og skurðaðgerð á kynfærum. Transkonur (einstaklingar sem fæðast líffræðilega karlkyns og láta leiðrétta kyn sitt í kvenkyn taka inn estrógen sem m.a. veldur því að brjóstin stækka og breyting verður á líkamsfitu. Transmenn (einstaklingar sem fæðst líffræðilega kvenkyns og láta leiðrétta kyn sitt í karlkyn) taka[testósterón]] sem veldur minnkun brjósta, stækkun snípsins, auknum vexti líkams- og andlitshára og breytingu á líkamsfitu. Með skurðaðgerð er líffræðilegt kyn leiðrétt.