Kynvitund
![]() | Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
---|
Kynvitund er ein af grunnstoðum persónuleikans og vísar til þess hvort einstaklingurinn upplifir sig sem karlkyns, kvenkyns eða utan þeirra tveggja eða þar á milli. Hugtakið vísar til þess hvernig einstaklingur upplifir sig og hvernig viðkomandi kýs að tjá kyn sitt. Börn geta orðið meðvituð um það á unga aldri hvaða kyni þau tilheyra.
Kynvitund ræðst af mörgu. Það sem hefur áhrif á hana er sennilega líkamlegur þroski, félagslegt umhverfi og hormónar sem hafa áhrif á líkamann.[heimild vantar]