Páfuglinn
Útlit
Páfuglinn (latína: Pavo) er stjörnumerki á suðurhimni sem birtist fyrst á stjörnukorti eftir Petrus Plancius og Jodocus Hondius árið 1598. Páfuglinn er einn af „suðurfuglunum“, ásamt Trönunni, Fönix og Túkananum.
Bjartasta stjarna merkisins, Alfa Pavonis, er líka þekkt sem „Páfuglinn“. Sex sólkerfi með reikistjörnum hafa uppgötvast í Páfuglinum, þar á meðal HD 181433 með ofurjörð. Þar eru líka fjórða bjartasta kúluþyrpingin á næturhimninum, NGC 6752, og þyrilþokan NGC 6744 sem líkist Vetrarbrautinni, en er tvöfalt stærri.