Mexíkó (fylki)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort.

Mexíkó-fylki (spænska: Estado de México) er eitt af fylkjum Mexíkó. Íbúar eru um 17 milljónir (2020) og er stærð 22.351 km2. Fylkið umkringir Mexíkóborg í miðhluta landsins. Höfuðborgin er Toluca. Astekar voru með kjarna ríkis síns þar sem Mexíkófylki er.

Eldfjöllin Popocatépetl og Iztaccíhuatl eru í austurhluta fylkisins í fjallgarðinum Sierra Nevada. Fjallið Xinantécatl er rétt suður af Toluca.