Fara í innihald

Citlaltépetl

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Citlaltépetl.

Citlaltépetl eða Pico de Orizaba á spænsku, er hæsta fjall Mexíkó og það þriðja hæsta í Norður-Ameríku (á eftir Denali og Mount Logan) í 5.636 metrum yfir sjávarmáli. Það er á mörkum Veracruz- og Puebla-fylkjanna. Fjallið er eldkeila sem gaus síðast á 19. öld. Það er þakið jöklum efst.

Á nahúatl-tungumálinu þýðir það stjörnufjall.