Baja California (fylki)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort.

Baja California er nyrsta og vestasta fylki Mexíkó. Það er staðsett á nyrðri helmingi Baja California-skaga og er 70.113 ferkílómetrar að stærð og með 3,8 milljónir íbúa (2020). Mexicali er höfuðborgin en Tijuana er stærsta borgin. Loftslagið er þurrt en landbúnaður og vínrækt er stundaður í fjalladölum fylkisins. Ýmsar eyjar tilheyra fylkinu, þar á meðal Guadalupe-eyja.

Baja California Sur er fylkið á syðri helmingi skagans.