Fara í innihald

Pressa (1. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fyrsta þáttaröðin af Pressa var frumsýnd 30. desember 2007 og sýndir voru alls sex þættir.

Aðalleikarar

[breyta | breyta frumkóða]

Aukaleikarar

[breyta | breyta frumkóða]

Gestaleikarar

[breyta | breyta frumkóða]
Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt
Gul pressa Sigurjón Kjartansson Óskar Jónassson 30. desember 2007
Einstæð móðir, Lára Karlsdóttir, ræður sig í vinnu hjá Póstinum án nokkurar reynslu í blaðamennsku. Þegar lýst er eftir Mána Magnússyni verkfræðingi, sem hvarf upp úr þurru, tekur Lára tekur viðtal við Esther Gunnarsdóttur, eiginkonu Mána.
Að eyðileggja líf Sigurjón Kjartansson Óskar Jónasson 6. janúar 2008
Lögregluna grunar Esther um að hafa átt þátt í hvarfi Mána og fer Lára að rannsaka bakgrunn hennar. Rannsóknin leiðir hana að verktakanum Grétari Jónssyni sem Lára grunar um að hafa átt í ástarsambandi við Esther. Dóttir Láru, Alda, verður fyrir einelti í skólanum þegar skólasystur hennar brjóta síma hennar. Grétar samþykkir að hitta Láru á kaffihúsi en hann lætur ekki sjá sig. Þegar Lára sér bílinn hans í nágrenninu fer hún að leita að honum og kemur að honum þar sem lítur út fyrir að hann hafi hengt sig.
Morðingjar Sigurjón Kjartansson Óskar Jónasson 13. janúar 2008
Lára kennir sjálfri sér um meint sjálfsmorð Grétars. Alda verður fyrir meira einelti í skólanum eftir að umfjöllun í samfélaginu ásakar starfsfólk Póstsins um óhappið og er hún ásökuð um að vera dóttir morðingja. Lára kemst í samband við fyrrverandi bekkjarfélaga sinn, Davíð Ólafsson, fjármálastjóra Verkmats, og spyr hann um samband Grétars og Mána og leitar upplýsinga um Halldór sem Máni átti að vera í veiðiferð með. Stefán leitar til mannsins sem hann ásakaði um að hafa verið barnaníðingur og biður hann afsökunar um að hafa ráðist á hann. Í ljós kemur að Grétar hafi verið myrtur en ekki framið sjálfsmorð og reynir lögreglan sitt besta til að halda því leyndur frá fjölmiðlum. Lára hefur uppi á Esther og tekur viðtal við hana þar sem hún segir henni sannleikann um dauðsfall Grétars og reynir Esther þá að fremja sjálfsmorð.
„Gúrkutíð” Sigurjón Kjartansson Óskar Jónasson 20. janúar 2008
Gúrkutíð skellur á í máli Grétars og Mána en Lára heldur sjálfsmorðstilraun Estherar leyndri frá samstarfsmönnum sínum. Ágúst ákveður að taka Öldu, Rakel og Sjöfn saman í sumarbústaðaferð til þess að koma í veg fyrir meira einelti á milli þeirra. Stefán fer að rannsaka bloggsíðu unglingsstelpu sem lýsir ofbeldisfullri móður sinni á netinu. Lára heldur áfram að tala við Davíð um mögulegar millifærslur frá Verkmati yfir á reikninga á Caymaneyjum. Lára fer heim til Mána til þess að leita að reikning sem Esther sagði að væri í einum jakkavasa hans en finnur í stað þess spólu úr öryggismyndavél Verkmats merkta dagsetningu tveimur dögum eftir hvarf hans þar sem Máni sjálfur sést gera millifærslu frá tölvu Halldórs.
5. þáttur Sigurjón Kjartansson Óskar Jónasson 27. janúar 2008
.
6. þáttur Sigurjón Kjartansson Óskar Jónasson 3. febrúar 2008
.