Papaver

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Draumsól
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Sóleyjabálkur (Ranunculales)
Ætt: Draumsóleyjaætt (Papaveraceae)
Ættkvísl: Papaver
L.
Einkennistegund
Papaver somniferum
L.[1]
Hvít garðasól
Papaver rhoeas

Papaver er ættkvísl 70 til 100 tegunda jurta, ein, tví eða fjölær frá tempruðum og svölum svæðum norðurhvels. Einungis ein tegund finnst á suðurhveli: Papaver aculeatum í suðurhluta Afríku.

Sumar tegundirnar hafa verið mikilvægar lækningajurtir öldum saman, en einungis ópíumvalmúi er enn ræktuð til þess. Margar tegundirnar eru ræktaðar til skrauts og er það helst tyrkjasól, garðasól, draumsól og deplasól. Er garðasól einnig ræktuð til afskurðar.

Með erfðagreiningu hefur komið í ljós að valmúum þurfti að skifta nokkuð upp og er nokkur hluti (Papaver sect. Argemonidium) nú kominn undir Roemeria[2] og Oreomecon (Papaver sect. Meconella).[3] Hinsvegar stendur líklega til að leggja blásólir undir venjulega valmúa (Papaver), en ekki er allt komið á land með það.[4]

Tegundir[breyta | breyta frumkóða]

Tegundirnar eru 70–100, þar á meðal:

Papaver californicum

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Robert W. Kiger (1973). „Sectional nomenclature in Papaver L.“. Taxon. 22 (5/6): 579–582. doi:10.2307/1218633. JSTOR 1218633.
  2. Carolan, James C.; Hook, Ingrid L. I.; Chase, Mark W.; Kadereit, Joachim W.; Hodkinson, Trevor R. (2006). „Phylogenetics of Papaver and Related Genera Based on DNA Sequences from ITS Nuclear Ribosomal DNA and Plastid TRNL Intron and TRNL–F Intergenic Spacers“. Annals of Botany. 98 (1): 141–155. doi:10.1093/aob/mcl079. PMC 2803553. PMID 16675606.
  3. Banfi, Enrico; Bartolucci, Fabrizio; Tison, Jean-Marc & Galasso, Gabriele (2022), „A new genus for Papaver sect. Meconella and new combinations in Roemeria (Papaveraceae) in Europe and the Mediterranean area“, Natural History Sciences, 9 (1): 67–72, doi:10.4081/nhs.2022.556
  4. Grey-Wilson, Christopher (2012). „Proposal to conserve the name Meconopsis (Papaveraceae) with a conserved type“. Taxon. 61 (2): 473–474. doi:10.1002/tax.612026.
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.