Fara í innihald

Garðasól

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Papaver nudicaule)
Garðasól

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Sóleyjabálkur (Ranunculales)
Ætt: Draumsóleyjaætt (Papaveraceae)
Ættkvísl: Papaver
Tegund:
P. nudicaule

Tvínefni
Papaver nudicaule
L.[1]
Samheiti

Papaver croceum
P. miyabeanum [2] [3]
P. amurense
P. macounii [4]

Garðasól, erlendis kennd við ísland; Iceland poppy, Isländischer Mohn vex frá norðurhluta Evrópu, norðurhluta Asíu og yfir til Norður Ameríku, einnig í fjöllum Asíu[5] en eingöngu sem slæðingur á Íslandi og Grænlandi.Garðasól er skammlífur fjölæringur, stundum ræktuð sem tvíær, með stórum, létt ilmandi blómum á enda loðins stönguls uppúr hvirfingu mjórra, fjaðurskiftra grænna blaða. Hún blómstrar mest allt sumarið og getur sáð sér allnokkuð. Henni var fyrst lýst af grasafræðingum 1759. Villt blómstrar hún hvítum eða gulum blómum. Allir hlutar plöntunnar eru líklega eitraðir,[6] en eins og allir valmúar er hún með eitraða alkalíóða. Einmitt í garðasól (P. nudicaule) hefur fundist alkalíóðinn benzophenanthidine alkaloid, chelidonine.[7] Hún inniheldur einnig (+)-amurine, (-)-amurensinine, (-)-O-methylthalisopavine, (-)-flavinantine og (-)-amurensine.[8]

Undirtegundir

[breyta | breyta frumkóða]

Tegundin skiftist í eftirfarandi undirtegundir:[9]

  • P. n. americanum
  • P. n. nudicaule
  • P. n. aquilegioides
  • P. n. microcarpum
Hvít
Gul
Rauðgul
Rauð
Bleik
Blómhlífin enn á blóminu

Garðasól kann best við léttann, vel framræstann jarðveg og sól. Garðasól eins og flestir valmúar er með mjög smá fræ og langa stólparót sem þolir illa flutning. Hún hentar ekki í beð með lágvaxnari tegundum, en er góð í blómaengjum.[10]

Garðasól er einn af betri valmúum til afskurðar, en blómin endast í nokkra daga

Erfðir garðaafbrigða garðasólar (P. nudicaule) hafa verið rannsakaðar, sérstaklega í sambandi við blómlit.[11] Hvítur litur er ríkjandi yfir gulum. Aðrir litir, svo sem gulbrúnn og rauðgulur eru víkjandi.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Linne, Carl von (1753). Species Plantarum. Holmiae :Impensis Laurentii Salvii. bls. 507.
  2. ''Papaver nudicaule'' - Flora of Pakistan“. Efloras.org. Sótt 27. apríl 2014.
  3. John H. Wiersema (22. febrúar 2005). „Genus ''Papaver'' - GRIN taxonomy“. Ars-grin.gov. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. september 2015. Sótt 27. apríl 2014.
  4. „BSBI List 2007“. Botanical Society of Britain and Ireland. Afrit af upprunalegu (xls) geymt þann 25. janúar 2015. Sótt 17. október 2014.
  5. John H. Wiersema. ''Papaver nudicaule'' - GRIN taxonomy“. Ars-grin.gov. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. desember 2013. Sótt 27. apríl 2014.
  6. Kingsbury, J. M. (1964) Poisonous plants of the United States and Canada. Prentice-Hall Inc., Englewood Cliffs, N.J., USA. pp. 626
  7. Zhang, Y., Pan, H., Chen, S., Meng, Y., Kang, S. (1997). [Minor alkaloids from the capsule of Papaver nudicaule L.] Zhongguo Zhong Yao Za Zhi 22: 550-1, 576. Á kínversku.
  8. Philipov, S; Istatkova, R; Yadamsurenghiin, GO; Samdan, J; Dangaa, S (2007). „A new 8,14-dihydropromorphinane alkaloid from Papaver nudicaule L“. Natural product research. 21 (9): 852–6. doi:10.1080/14786410701494777. PMID 17763104.
  9. http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/16717162%7Ctitill= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|sótt= 26 May 2014 |höfundar= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|dags= 2014|verk= |útgefandi=Species 2000: Reading, UK.
  10. Hólmfríður Á. Sigurðardóttir (1995) Garðblómabókin (Íslenska Bókaútgáfan; ISBN 9979-877-03-0)
  11. Fabergé, A.C. (1942) Genetics of the scapiflora section of Papaver 1. The Garden Iceland Poppy. Journal of Genetics 44: 169-193.
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.