Fara í innihald

Deplasól

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Deplasól

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Sóleyjabálkur (Ranunculales)
Ætt: Draumsóleyjaætt (Papaveraceae)
Ættkvísl: Papaver
Tegund:
P. rhoeas

Tvínefni
Papaver rhoeas
L.

Deplasól (fræðiheiti: Papaver rhoeas) vex ökrum í Evrasíu og víðar.[1] Hún er einær, með stórum rauðum blómum á enda loðins stönguls uppúr hvirfingu mjórra, fjaðurskiftra grænna blaða. Hún blómstrar mest allt sumarið og getur sáð sér allnokkuð.

Ræktun[breyta | breyta frumkóða]

Deplasól kann best við léttann, vel framræstan jarðveg og sól. Deplasól eins og flestir valmúar er með mjög smá fræ og langa stólparót sem þolir illa flutning.[2] Hún er oft notuð í svonefndar villiblómablöndur, en afbrigði með ýmsan blómalit eru einnig ræktuð í görðum.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Papaver rhoeas L. | Plants of the World Online | Kew Science“. Plants of the World Online (enska). Sótt 4. janúar 2024.
  2. Hólmfríður Á. Sigurðardóttir (1995) Garðblómabókin (Íslenska Bókaútgáfan; ISBN 9979-877-03-0) bls 123
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.