Lappasól
Útlit
(Endurbeint frá Papaver lapponicum)
| Lappasól | ||||||||||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
| Tvínefni | ||||||||||||||
| Papaver lapponicum (Tolm.) Nordh. | ||||||||||||||
| Samheiti | ||||||||||||||
|
Papaver hultenii var. salmonicolor Hulten |
Lappasól (fræðiheiti: Papaver lapponicum) vex á melum og áreyrum nyrst á norðurhveli.[1] Áhöld eru um það hvað telst til hennar og hvort útbreiðslusvæðið er bara Lappland,[2] eða hvort það sé mestallt heimskautasvæði norðurhvels.[1] Hún er fjölær, með stórum gulum blómum á enda loðins stönguls uppúr hvirfingu mjórra, fjaðurskiftra grænna blaða. Hún líkist mjög melasól en með minni blóm og loðnari blöð.[3] Stundum hefur hún verið talin til melasólar.
Ræktun
[breyta | breyta frumkóða]Lappasól kann best við léttann, vel framræstan jarðveg og sól. Lappasól eins og flestir valmúar er með mjög smá fræ og langa stólparót sem þolir illa flutning.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- 1 2 „Papaver lapponicum Nordh. | Plants of the World Online | Kew Science“. Plants of the World Online (enska). Sótt 4 janúar 2024.
- ↑ „Nordaflora“ (norska). Sótt 5 janúar 2023.
- ↑ Hólmfríður Á. Sigurðardóttir (1995) Garðblómabókin (Íslenska Bókaútgáfan; ISBN 9979-877-03-0) bls 123
Wikilífverur eru með efni sem tengist Papaver lapponicum.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Lappasól.