Tyrkjasól

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Papaver paucifoliatum)
Tyrkjasól

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Sóleyjabálkur (Ranunculales)
Ætt: Draumsóleyjaætt (Papaveraceae)
Ættkvísl: Papaver
Geiri: Macrantha Elk
Tegund:
P. orientale

Tvínefni
Papaver orientale
(L.[1] )
Samheiti

Papaver spectabile Salisb.
Papaver grandiflorum Moench
Papaver dzeghamicum Medw.
Calomecon orientale (L.) Spach

Tyrkjasól, stundum kölluð risavalmúi, (fræðiheiti: Papaver orientale[2]) er ættuð frá austur Tyrklandi til NV-Íran og Kákasusfjalla.[3] Hún er fjölær, með stórum, yfirleitt rauðleitum blómum með svörtum depli á enda loðins stönguls uppúr hvirfingu mjórra, fjaðurskiftra grænna blaða. Hún líkist mjög risasól en lægri og með minni blóm. Þeim er oft ruglað saman eins og nafnið bendir til, og eru í ræktun fjöldi blendinga þeirra og skyldra tegunda undir tyrkjasólar nafninu.

Ræktun[breyta | breyta frumkóða]

Tyrkjasól kann best við djúpan og frjóan jarðveg og sól. Tyrkjasól eins og flestir valmúar er með mjög smá fræ og langa stólparót. Henni er oft fjölgað með rótargræðlingum og skiftingu og ef hún er flutt, þá getur komið upp fjöldi smáplantna af rótarbútum sem verða eftir.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Linne, Carl von (1753). Species Plantarum. 1. árgangur. Holmiae :Impensis Laurentii Salvii. bls. 508.
  2. „Papaver orientale L. | COL“. www.catalogueoflife.org. Sótt 6. janúar 2024.
  3. „Papaver orientale L. | Plants of the World Online | Kew Science“. Plants of the World Online (enska). Sótt 6. janúar 2024.
  4. Hólmfríður Á. Sigurðardóttir (1995) Garðblómabókin (Íslenska Bókaútgáfan; ISBN 9979-877-03-0) bls 124
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.