Fara í innihald

Notandi:Rosaasmunds/sandkassi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu


Trump v. Bandaríkin 2024

[breyta | breyta frumkóða]

Aðdragandi málsins

[breyta | breyta frumkóða]

Í kjölfar forsetakosninganna 2020 og ósigur Donald Trump (forsetaefni Repúblikanaflokksins) hafa ýmis mál verið höfðuð gegn honum fyrir dómstólum. Stærstu málin voru vegna ásakana um kosningasvik í Georgíu í 2020, vegna hlutverks hans í tilraunum til valdaráns (e. self-coup d'état) sem orsökuðu árás á Bandaríkjaþing árið 2021 og mál vegna stuldar á leyniskjölum.[1][2][3]

Trump bað fylkisritara Georgíu, repúblikann Ben Raffensperger, að finna atkvæði fyrir sig til að ná sigri. Raffensperger neitaði Trump um að fremja kosningasvik og var hótað í kjölfarið af stuðningsmönnum Trump. Símtal þeirra Trump var tekið upp og var notað sem sönnunargagn í RICO (e. Racketeer Influenced and Corrupt Organizations Act) máli Georgíu gegn Trump[4].

Þann 6. janúar 2021 var gerð árás á þinghús Bandaríkjanna eftir tap Donald Trumps. Þann dag átti að staðfesta niðurstöðu kosningarinnar en vegna árásar stuðningsmanna forsetans á þinghúsið var því frestað þar til lögreglan hafði náð tökum á ástandinu [5]. Ákæruvaldið í dómsmálinu gegn Trump telja hann hafa ætlað að fremja valdarán með þessu atlæti[6].

Bandaríska alríkislögreglan (e. Federal Bureau of Investigation) gerði svo húsleit á heimili Donald Trump í Mar-a-Lago í 2022 þar sem þau fundu tugi kassa með leyniskjölum Bandaríkjanna, meðal annars á salerni og í danssal hússins. Meðal þessara skjala voru einnig skjöl um njósnara gervihnetti, kjarnorku leyndarmál og önnur hernaðarleyndarmál[7]. Í þessu máli er Trump ákærður fyrir að taka leyniskjölin með sér til Flórída og fyrir að reyna að koma í veg fyrir að alríkislögreglan gæti sótt skjölin[8][9].

Samantekt á málinu

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2023 var Trump sóttur til saka fyrir afskipti af forsetakosningunum árið 2020 og fyrir stuld á leyniskjölum. Málið gegn Trump var háð af Jack Smith, sérstökum rannsakanda hjá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna (e. Special Counsel for the United States Department of Justice)[10]. Lögfræðingar Trump vildu meina að Trump ætti að njóta algjörrar friðhelgi vegna starfa sinna sem forseti (e. presidential immunity)[11].

Málið fór í gegnum nokkur dómstig og endaði hæstiréttur Bandaríkjanna á að taka upp málið. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Trump væri með friðhelgi þegar það kæmi að þeim gjörðum hans sem hann framkvæmdi sem forseti landsins. Ákvörðunin var studd af atkvæðum sex hæstaréttardómara, þar á meðal þriggja dómara sem hann skipaði sjálfur, með þremur mótatkvæðum.[12]

Viðbrögð og gagnrýni

[breyta | breyta frumkóða]
Þegar dómstóllinn tók við málinu
[breyta | breyta frumkóða]

Ákvörðun dómstólsins að taka við málinu kom mörgum á óvart en flestir fræðimenn sem tjáðu sig um dóminn bjuggust við að málinu yrði vísað frá [13][14][15]. J. Michael Luttig er einn þeirra, en hann er íhaldssamur fyrrverandi alríkisdómari, tilnefndur af Repúblikanaflokkinum, sem er meðal annars þekktur fyrir að hafa ráðlagt Mike Pence varaforseta að taka ekki þátt í að neita úrslitum kosninganna árið 2020. Luttig tók þá afstöðu að það væru engar lagalegar ástæður fyrir Hæstarétt að taka málið upp þar sem engin rök væru fyrir því í stjórnarskránni[16], afstaða sem ýmsir aðrir sérfræðingar eins og Michael Dorg, prófessor í stjórnarskrár lögfræði, voru sammála[17].

Viðbrögð við ákvörðuninni voru þó ekki einsleit. Til að mynda færði Prófessor Lee Kovarsky við University of Texas rök fyrir því að eðli málsins krefjist þess að æðsti dómstóll landsins taki afstöðu til þess. Hann sagði þó að óneitanlega væri um sigur að ræða fyrir Trump, enda gæti ákvörðunin frestað dómsmálum gegn honum þar til eftir kosningarnar.[18]

Þá mætti ákvörðunin andstöðu meðal áhrifafólks úr stjórnmálum, sérstaklega meðal þingmanna Demókrataflokksins. Jamie Raskin, þingmaður demókrata, sagði að það væri enginn konungur í bandaríkjunum og því hefði málið aldrei átt að ná þetta langt[19]. Einnig var einhver andstaða meðal repúblikana þó hún væri óalgengari. Liz Cheney, fyrrverandi þingkona repúblikana við fulltrúadeild þingsins, þótti óásættanlegt að ákvörðunin myndi fresta réttarhöldum (eða fella þau niður) sem almenningur ætti rétt á að heyra niðurstöðuna úr[16].

Við málflutning dómara
[breyta | breyta frumkóða]

Ýmsir sérfræðingar í lögfræði og sagnfræði sögðust vera undrandi yfir hversu jákvæður málflutningur hæstaréttardómara var við Trump, en þeim þóttu rök lögfræðinga hans heldur bitlaus[20][21]. Sérfræðingar bentu á að hræsni væri að geta hjá sumum hæstaréttardómurum, sem venjulega segi að ávallt skuli fylgja orðalagi stjórnarskrárinnar (svo sem við niðurfellingu Roe V Wade) en fylgdu þeirri hugsjón ekki eftir í þessu máli. Elene Kagan, frjálslyndur hæstaréttardómari (skipuð af demókrötum), benti á að það væri ekki tilviljun að stjórnarskráin hefði enga klausu sem styðji mál Trump enda hefði hún verið samin að hluta sem andsvar gegn alvalda konungi[22]. Sérfræðingar á sviði lögfræði bentu á að hér virtist stefnt að því að veita Trump völd á við konung[23][24].

Viðbrögð við dómsúrskurðinum

Frá stjórnmálamönnum
[breyta | breyta frumkóða]

Viðbrögð stjórnmálamanna skiptust að mestu leyti skarpt eftir flokkslínum. Repúblikanar fögnuðu margir dóminum. Hann væri sigur fyrir Bandaríkin og Trump, en ósigur fyrir demókrata og árásir þeirra gegn Trump á vettvangi dómstóla. Þá fengi bandaríska þjóðin nú að ráða kosningunum frekar en starfsmenn dómsmálaráðuneytis Joe Biden forseta. Demókratar sögðu hinsvegar úrskurðinn hneisu sem væri árás gegn grunnstoðum bandarísks lýðræðis, gegn þrískiptingu ríkisvalds, og gegn heiðri hæstaréttar Bandaríkjanna. Nú væri komið hættulegt fordæmi sem sæti forseta á stall við kóng sem þyrfti ekki að óttast afleiðingar gjörða sinna[25][26].

Frá lögfræðingum og öðrum sérfræðingum
[breyta | breyta frumkóða]

Úrskurðurinn kom lögfræðingum ekki endilega á óvart, enda hefði málflutningur dómara þegar bent í þessa átt, en þó gekk úrskurðinn lengra en margir bjuggust við[27]. Niðurstaðan var gagnrýnd af flestum fræðimönnum sem hafa tjáð sig um hann, úrskurðurinn væri alvarlegt bakslag fyrir lýðræði í landinu. Til dæmis sagði Michael Beschloss, sérfræðingur í sagnfræði forsetaembættisins, að hann gengi gegn hugmyndafræði landsfeðra Bandaríkjanna. Prófessorar í lögfræði bentu á að nú gætu forsetar gert hvað sem þeim þóknist (til dæmis tekið við mútum) svo lengi sem þeir geri ljóst að þeir geri það vegna stöðu sinnar sem forseti[28].

Frá almenningi
[breyta | breyta frumkóða]

Kannanir á afstöðu almennings til dómsins bentu til að stór meirihluti væri ósammála dómnum og það ætti við þvert á kyn, húðlit eða hópa kjósenda (þar með talið kjósendur repúblíkana, þó munurinn væri minni þar)[29]. Þá lýsti hluti almennings yfir vantrausti á réttarkerfinu sjálfu og tilgangi þess. Eftir dóminn sýndu kannanir að meirihluti landsmanna hefði nú verra álit á hæstarétti landsins, eitt af fáum skiptum í sögu dómstólsins sem fleiri höfðu neikvætt en jákvætt álit á honum[30].

Aðstandendur fórnarlamba árásinnar á þinghúsið 6. Janúar 2021 lýstu yfir mikilli reiði enda þætti þeim eins og verið væri að brjóta gegn þeim upp á nýtt með úrskurðinum. Þá sagði fyrrum lögregluþjónn í þinghúsinu, Aquilino Gonell, dóminn hafa sett sig í enn frekara uppnám þrátt fyrir að hann hafi ekki komið sér á óvart. Annar fyrrum lögreglumaður sagðist ekki geta treyst á hæstarétt né aðrar stofnanir til þess að bera Trump ábyrgan.[31]

Afleiðingar í stjórnsýslu
[breyta | breyta frumkóða]

Sem andsvar við dóminum lagði Chuck Schumer (leiðtogi meirihluta demókrata í efri deild þingsins) fram No Kings Act lagafrumvarpið sem ætti að girða fyrir þá hættu sem úrskurðurinn hafi leitt af sér[32]. Enn á eftir að koma í ljós hvort það verði að lokum að lögum.

Greining á dóminum

[breyta | breyta frumkóða]
Sögulegt samhengi
[breyta | breyta frumkóða]

Þótt dómurinn sé að mörgu leyti algjört einsdæmi hefur hæstiréttur þó áður höfðað mál gegn bæði sitjandi forseta og fyrrum forseta. Sambærilegasta dæmið er dómsmál árið 1974 gegn Richard Nixon, repúblikana sem var sitjandi forseti fyrir þátt sinn í Watergate hneykslinu. Málið olli miklu fjaðrafoki á sínum tíma líkt og dómsmálið gegn Trump. Nixon var dæmdur fyrir tengsl sín við innbrot inn í Watergate skrifstofurnar í Washington. Sjö menn voru handteknir fyrir þjófnað á gögnum um pólitíska andstæðinga Nixon úr skrifstofunum og reyndi forsetinn að hylma yfir málið. Niðurstaða dómsins leiddi til þess að Nixon sagði af sér en það var fyrsta skipti í sögu Bandaríkjanna sem sitjandi forseti segir sig frá völdum. Málið markaði stór vatnaskil í dómsmálasögu Bandaríkjanna og sýndi fram á að enginn væri of valdamikill til þess að hljóta dóm hæstaréttar. [33]

Áhrif dómsins á stjórnmálahefðir
[breyta | breyta frumkóða]

Stjórnmál í Bandaríkjunum hafa mikil áhrif á heimsvísu enda eru Bandaríkin bæði eitt umtalaðasta ríki heims og næst stærsta lýðræðisríki heims, á eftir Indlandi. Því breytir staða lýðræðis í Bandaríkjunum miklu máli fyrir restina af heiminum.[34]

Dómúrskurðurinn í Trump v. USA mun að öllum líkindum hafa mikið vægi á komandi árum í bandarískum stjórnmálum en áhrifin á réttarkerfi landsins eru talin töluverð, sérstaklega er kemur að friðhelgi forseta og þrískiptingu ríkisvalds. Úrskurðurinn setur fordæmi sem víkkar verulega skilgreininguna á friðhelgi forsetans, sérstaklega fyrir þær aðgerðir sem framkvæmdar eru á ,,ytri jaðar” hinnar almennu verklýsingar forsetaembættisins. [35]

Gagnrýnendur halda því fram að niðurstaða úrskurðarins muni veikja réttarríkið (e. rule of law). Hann muni grafa undan meginreglunni um aðhald og jafnvægi valds með því að verja forseta frá lagalegum afleiðingum gjörða sinna meðan þeir eru í embætti. Með öðrum orðum muni víkkun friðhelgarinnar geta hvatt forseta framtíðarinnar til að nýta vald sitt án þess að óttast ákæru, sérstaklega í málum sem varða kosningaafskipti eða misbeitingu framkvæmdavalds. Forsetavaldið losni nú við hefðbundnar takmarkanir réttarríkisins sem vekur áhyggjur af því hvernig leiðtogar í framtíðinni gætu farið með völd. [35]

Úrskurðurinn hefur einnig veruleg áhrif á valdajafnvægið milli greina ríkisvaldsins (e. Separation of Powers and Executive Privilege). Hann undirstrikar mikilvægi þess að varðveita sjálfstæði framkvæmdavaldsins með því að dómstólar veiti eftirlit með opinberum athöfnum forsetans. Án þess eftirlits verður valdaskiptingin óljósari og fylgja því ýmsar áhættur. Ein slík áhætta sé minni geta þingsins til að stöðva ofsóknir forseta, það verði erfiðara fyrir þingið að gera forseta ábyrga fyrir gjörðum sínum enda séu þær nú framkvæmdar í skjóli opinberra skyldna.[36]

Dómurinn gæti orðið einskonar leiðarvísir fyrir framtíðar forseta til að skýla sér undan lögsókn með því að flokka gjörðir sínar sem hluta af embættisskyldum sínum, sem gæti haft áhrif á hegðun forseta í framtíðar kosningum og ákvarðanatöku þeirra[35].

Í ljósi þess að dómurinn féll aðeins mánuðum fyrir forsetakosningarnar 2024, hefur úrskurðurinn bein áhrif á bandaríska stjórnmálaferlið (e. U.S. political process). Talið var að ef Trump myndi vinna forsetaembættið gæti hann mögulega stöðvað yfirstandandi rannsóknir gegn sér. Ef hann tapaði myndu aftur á móti halda ótrauðar áfram ádeilur um hvers konar aðgerðir eða framkvæmdir teljast opinberar og hverjar ekki.[36]

Áhrif dómsins á næsta kjörtímabil Donald Trump
[breyta | breyta frumkóða]

Þar sem Trump sigraði forsetakosningarnar 2024 þá er nú talið ólíklegt að Trump lendi í afleiðingum vegna dómsmálanna gegn sér. Í mörgum tilfellum muni Trump fella sjálfur niður rannsóknirnar og í öðrum verði óraunhæft að lögsækja hann meðan hann sé enn forseti. Þar að auki hljóti Trump nú að nýju valdið til að náða sjálfan sig fyrir eigin glæpum. Hann getur þó ekki náðað sjálfan sig fyrir glæpi sem falla undir lög fylkjanna, eingöngu þá sem falla undir alríkislög, svo tæknilega séð gætu málaferli í Georgíu haldið áfram en það sé ólíklegt fyrr en hann lætur af störfum að nýju.[37]

Þá bendi allt til að Trump álíti sig frjálsari til að hegða sér eins og honum sýnist á seinna kjörtímabili sínu. Ásamt því að hafa sterkt lýðræðislegt umboð eftir stórsigur sinn þá sjái Trump nú skýrt að embættisgjörðir hans muni ekki hafa afleiðingar fyrir sig. Þar sem hann virðist ekki sjálfur trúa á takmörk á völdum forseta verði því fátt í vegi fyrir honum.[38] Þegar hafa fréttamenn hafið að greina hvaða afleiðingar það gæti haft, svo sem að nota dómsvaldið gegn persónulegum óvinum sínum [39], fjöldabrottvikningu innflytjenda úr landinu[40] og fleiri slík umdeild stefnumál. Það mun þó ekki koma í ljós fyrr en með tímanum hver raunin verður með þessi stefnumál, en hvernig sem fer er ljóst að áhrif dómsins á næsta kjörtímabil verða töluverð.

  1. Smith, S. (2023, 9. júní). See pictures from Trump indictment that allegedly show boxes of classified documents in Mar-a-Lago bathroom, ballroom - CBS News. https://www.cbsnews.com/news/trump-indictment-pictures-photos-documents-boxes-mar-a-lago-bathroom/
  2. Opinion | Yes, It Was a Coup Attempt. Here’s Why. - POLITICO. (e.d.). Sótt 28. október 2024, af https://www.politico.com/news/magazine/2021/01/11/capitol-riot-self-coup-trump-fiona-hill-457549
  3. A guide to Donald Trump’s four criminal cases. (2022, 29. apríl). https://www.bbc.com/news/world-us-canada-61084161
  4. Sullivan, A. og Martina, M. (2021, 4. janúar). In recorded call, Trump pressures Georgia official to „find“ votes to overturn election. Reuters. https://www.reuters.com/article/world/in-recorded-call-trump-pressures-georgia-official-to-find-votes-to-overturn-e-idUSKBN2980MD/
  5. (5) Lotz, M. C., Avery. (2022, 10. júlí). The January 6 insurrection: Minute-by-minute | CNN Politics. CNN. https://www.cnn.com/2022/07/10/politics/jan-6-us-capitol-riot-timeline/index.html
  6. News, A. B. C. (e.d.). Judge in Trump’s Jan. 6 case rules additional evidence will be unsealed Friday. ABC News. Sótt 28. október 2024, af https://abcnews.go.com/US/trump-asks-judge-jan-6-case-delay-release/story?id=114892192
  7. How secret were the documents found at Mar-a-Lago? | Reuters. (e.d.). Sótt 28. október 2024, af https://www.reuters.com/legal/how-secret-were-documents-found-mar-a-lago-2023-06-09/
  8. Trump og ákærurnar fjórar. (e.d.). Sótt 28. október 2024, af https://www.mbl.is/frettir/erlent/2023/08/15/trump_og_akaerurnar_fjorar/
  9. Key facts from the Supreme Court’s immunity ruling and how it affects presidential power. (2024, 1. júlí). PBS News. https://www.pbs.org/newshour/politics/key-facts-from-the-supreme-courts-immunity-ruling-and-how-it-affects-presidential-power
  10. Special counsel charges Trump with conspiracy to defraud the U.S. (2023, 2. ágúst). NBC News. https://www.nbcnews.com/politics/donald-trump/trump-indicted-jan-6-grand-jury-2020-election-rcna95199
  11. „Efforts to overturn the 2020 election were part of Trump's 'official duties,' his lawyers argue“. NBC News (enska). 5. október 2023. Sótt 7. nóvember 2024.
  12. Supreme Court gives win to Trump, ruling he has immunity for some acts in election interference indictment. (2024, 2. júlí). NBC News. https://www.nbcnews.com/politics/supreme-court/supreme-court-rules-trump-may-immunity-federal-election-inter-rcna149135
  13. Opinion | Why Is Trump Getting Special Treatment From the Supreme Court? - POLITICO. (e.d.). Sótt 28. október 2024, af https://www.politico.com/news/magazine/2024/02/29/trump-special-treatment-supreme-court-00144138
  14. “Grossly partisan move”: Legal analyst spots the “tells” in Supreme Court’s Trump immunity case | Salon.com. (e.d.). Sótt 28. október 2024, af https://www.salon.com/2024/02/29/grossly-partisan-move-legal-analyst-spots-the-tells-in-courts-immunity-case/
  15. Law professors tell SCOTUS to reject Trump’s immunity claims. (e.d.). Sótt 28. október 2024, af https://lawandcrime.com/high-profile/constitutional-law-scholars-tell-supreme-court-trumps-absolute-presidential-immunity-arguments-have-no-support-in-the-constitutions-text-and-history/
  16. 16,0 16,1 The Supreme Court Just Gave Trump a Win by Agreeing to Hear His Immunity Claim | Vanity Fair. (e.d.). Sótt 28. október 2024, af https://www.vanityfair.com/news/supreme-court-to-hear-donald-trump-immunity-claim
  17. How to Know If the Supreme Court Is in the Tank for Trump - POLITICO. (e.d.). Sótt 28. október 2024, af https://www.politico.com/news/magazine/2024/04/24/trumps-crazy-argument-for-immunity-heads-to-the-high-court-00153954
  18. N, P og R. (2024, 24. apríl). Trump is arguing for immunity in his criminal case. Will the Supreme Court agree? NPR. https://www.npr.org/2024/04/24/1198911321/trump-immunity-supreme-court-case-trial
  19. Garrity, K. (2024, 3. mars). ‘We don’t have a king here’: Raskin slams SCOTUS decision to take up Trump immunity claim. POLITICO. https://www.politico.com/news/2024/03/03/jamie-raskin-slams-scotus-trump-immunity-case-00144595
  20. News, A. B. C. (e.d.). „Surprising“ and „disturbing“: Legal experts react to Supreme Court arguments on Trump’s immunity claim. ABC News. Sótt 28. október 2024, af https://abcnews.go.com/Politics/surprising-disturbing-legal-experts-react-supreme-court-arguments/story?id=109748598
  21. Historian says Trump lawyer „deliberatively misleading“ SCOTUS: Ben Franklin „would be horrified“ | Salon.com. (e.d.). Sótt 28. október 2024, af https://www.salon.com/2024/04/30/historian-says-lawyer-deliberatively-misleading-scotus-ben-franklin-would-be-horrified/
  22. Trump immunity fight turns Supreme Court textualists topsy-turvy - POLITICO. (e.d.). Sótt 28. október 2024, af https://www.politico.com/news/2024/04/27/supreme-court-trump-immunity-00154744
  23. James D. Zirin, opinion contributor. (2024, 27. apríl). Will the Supreme Court crown King Donald? [Text]. The Hill. https://thehill.com/opinion/judiciary/4625455-will-the-conservative-justices-crown-king-donald/
  24. Glasser, S. B. (2024, 25. apríl). King Donald’s Day at the Supreme Court. The New Yorker. https://www.newyorker.com/news/letter-from-bidens-washington/king-donalds-day-at-the-supreme-court
  25. ‘Simply Frightening’ v. a ‘Massive Win’: Congress Reacts to Presidential Immunity Ruling. (e.d.). US News & World Report. Sótt 28. október 2024, af https://www.usnews.com/news/national-news/articles/2024-07-01/simply-frightening-v-a-massive-win-congress-reacts-to-presidential-immunity-ruling
  26. Greve, J. E. (2024, 1. júlí). Republicans hail Trump immunity ruling as Democrats warn ‘we will not have a democracy’. The Guardian. https://www.theguardian.com/us-news/article/2024/jul/01/trump-immunity-ruling-republicans-democrats
  27. Bartlam, T. (2024, 1. júlí). Legal expert reacts to today’s Supreme Court ruling on presidential immunity. NPR. https://www.npr.org/2024/07/01/nx-s1-5025068/legal-expert-reacts-to-todays-supreme-court-ruling-on-presidential-immunity
  28. Tarinelli, R. (2024, 1. júlí). Historians, legal experts express dismay at Trump immunity ruling. Roll Call. https://rollcall.com/2024/07/01/historians-legal-experts-express-dismay-at-trump-immunity-ruling/
  29. Jotzke, A. (2024, 30. júlí). Most Americans Oppose the Supreme Court Presidential Immunity Decision. Navigator. https://navigatorresearch.org/most-americans-oppose-the-supreme-court-presidential-immunity-decision/
  30. Copeland, J. (2024, 8. ágúst). Favorable views of Supreme Court remain near historic low. Pew Research Center. https://www.pewresearch.org/short-reads/2024/08/08/favorable-views-of-supreme-court-remain-near-historic-low/
  31. MacFarlane, S. (2024, 3. júlí). In letters, texts and posts, Jan. 6 victims react to Supreme Court ruling on Trump immunity - CBS News. https://www.cbsnews.com/news/supreme-court-january-6-victims-reaction/
  32. Schumer introduces „No Kings Act“ in response to Supreme Court’s presidential immunity ruling. (2024, 1. ágúst). PBS News. https://www.pbs.org/newshour/politics/schumer-introduces-no-kings-act-in-response-to-supreme-courts-presidential-immunity-ruling
  33. United States v. Nixon, 418 U.S. 683 (1974). (e.d.). Justia Law. Sótt 28. október 2024, af https://supreme.justia.com/cases/federal/us/418/683/
  34. Infographic: The World’s Biggest Democracies. (2024, 14. febrúar). Statista Daily Data. https://www.statista.com/chart/31744/biggest-democracies
  35. 35,0 35,1 35,2 Trump v. U.S.: Has the Supreme Court Made the Presidency More Dangerous? | Council on Foreign Relations. (e.d.). Sótt 28. október 2024, af https://www.cfr.org/expert-brief/trump-v-us-has-supreme-court-made-presidency-more-dangerous
  36. 36,0 36,1 Supreme Court Grants Immunity in Trump’s 2020 Election Interference Case — Justia News — July 3, 2024. (2024, 3. júlí). https://news.justia.com/supreme-court-grants-immunity-in-trumps-2020-election-interference-case/
  37. Trump has won the election. What happens to his legal cases? (e.d.). Sótt 7. nóvember 2024, af https://www.bbc.com/news/articles/cj0jr5ypqedo
  38. Collinson, S. (2024, 7. nóvember). Analysis: Trump thinks presidents have near-total power: there will be little to stop him in his second term | CNN Politics. CNN. https://www.cnn.com/2024/11/07/politics/trump-total-power-second-term-analysis/index.html
  39. Gerstein, J. (2024, 6. nóvember). Trump promised to get revenge. Here are his targets. POLITICO. https://www.politico.com/news/2024/11/06/trump-retribution-enemy-list-00187725
  40. Murray, A., Fischler, J., November 6, W. S. S., og 2024. (e.d.). Trump in second administration promises mass deportations, tariffs and spending cuts • Washington State Standard. Washington State Standard. Sótt 7. nóvember 2024, af https://washingtonstatestandard.com/2024/11/06/dc/trump-in-second-administration-promises-mass-deportations-tariffs-and-spending-cuts/