Fara í innihald

Gagnrýni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gagnrýni er mat eða dómur á einhverju svo sem listaverki, hugsun eða framleiðslu og getur verið allt frá einni athugasemd eða stuttri blaðagrein upp í heila bók. Íslenska orðið gagnrýni er myndað af forliðnum gagn-, sem merkir í gegn og nafnorðinu rýni sem merkir nákvæm athugun. Orðið kemur fyrst fram á prenti í Eimreiðinni árið 1896, þar sem Valtýr Guðmundsson leggur það til sem þýðingu á orðinu krítík. Sá sem gagnrýnir er nefndur gagnrýnandi.

Alþýðuskýringin um að orðið merki að rýna til gagns, þ.e. að eitthvað sé skoðað nytsamlega, hefur í seinni tíð náð nokkurri fótfestu, en sú skýring er í engu samræmi við merkingu og tilurð orðsins.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Ásgeir Blöndal Magnússon (3. prentun mars 2008). Íslensk orðsifjabók. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. ISBN 978-9979-654-01-8. á blaðsíðu 224 undir „gagn-“.
  • Ásgeir Blöndal Magnússon (3. prentun mars 2008). Íslensk orðsifjabók. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. ISBN 978-9979-654-01-8. á blaðsíðu 783 undir „rýni“.
  • Valtýr Guðmundsson, „Gagnrýni.“ Eimreiðin, 2. árg., 3. tbl. (01.09.1896), bls. 161–5.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.