Fara í innihald

Meginregla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Meginregla er almenna reglan eða viðmiðið sem oftast er beitt við aðstæður hverju sinni. Hugtakið gefur til kynna að undantekningar séu á hverri meginreglu samanber hið þekkta orðtak „undantekningin sem sannar regluna“.

Lögfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Meginreglur í lögfræði byggjast að meginstefnunni til á túlkun handhafa dómsvalds á lagasafninu í heild, ákveðnum réttarsviðum, tilteknum lagabálki, eða jafnvel framkvæmdinni sjálfri. Samkvæmt hinni lagalegu aðferð er túlkunarkostur sem sé í samræmi við meginreglur veitt meira vægi en túlkunarkostur sem er það ekki.

Algengt er að flokka þær sem sígildar eða tímabundnar. Sígildar meginreglur eru þær meginreglur sem eru taldar það rótfastar í samfélaginu að mikil röskun á þeim gæti valdið upplausn. Þær tímabundnu eru þær sem hafa ekki (enn) sannað sig sem slíkar og/eða ekki taldar (enn) vera nógu traustar.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.