Nesstofa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Nesstofa á Seltjarnarnesi

Nesstofa er safnahús á Seltjarnarnesi. Húsið var byggð á árunum 1761 til 1767 eftir teikningum Jacobs Fortling hirðhúsameistara. Í húsið var notað grágrýti fengið úr fálkahúsi konungs á Valhúsahæð. Á jarðhæð var apótek og húsakynni landlæknisembættisins en í risi voru íbúðarherbergi og yfir því var hanabjálkaloft. Húsið var í landi jarðarinnar Ness við Seltjörn.

Bjarni Pálsson sem var fyrsti landlæknirinn settist að í Nesi með fjölskyldu sína árið 1763 og bjó þar til dauðadags. Frá árinu 1772 skiptu landlæknir og apótekari með sér ábúðarréttindum í Nesi. Síðustu ábúendur í Nesi voru Ólöf Gunnsteinsdóttir (1910-1997) og Jóhann Ólafsson (1908-1989). Ólöf bjó í vesturhluta Nesstofu til ársins 1997 er hún lést en í eystri hluta hússins var lækningaminjasafns á níunda áratugnum. Árið 2009 lauk umfangsmiklum endurbótum á húsinu sem fóru fram á vegum Þjóðminjasafns Íslands og Húsafriðunarnefndar undir stjórn Þorsteins Gunnarssonar arkitekts. Við endurbæturnar var mikil áhersla lögð á að endurgera húsið í upphaflegri mynd og gera upprunalega bygginarhluta sýnilega á nýjan leik.

Nesstofa er á lista yfir friðuð hús á Íslandi. Hún er í umsjá Lækningaminjasafns Íslands og opin almenningi á auglýstum tímum. Búið að leggja niður Lækningaminjasafn Íslands[heimild vantar]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.