Húsfriðunarnefnd ríkisins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Húsfriðunarnefnd ríkisins er íslensk nefnd sem vinnur að friðun húsa með menningarsögulegt eða listrænt gildi. Menntamálaráðherra ákveður friðun eða brottfall friðunar að fengnum tillögum húsafriðunarnefndar ríkisins.

Í húsafriðunarnefnd eiga sæti fimm men. Menntamálaráðherra skipar fjóra menn til fimm ára í senn, tvo samkvæmt tilnefningu þjóðminjaráðs, einn samkvæmt tilnefninugu Arkitektafélags Íslands og einn samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga, en auk þeirra á þjóðminjavörður sæti í nefndinni. Menntamálaráðherra skipar formann úr hópi nefndarmanna.

Hlutverk húsfriðunarnefndar ríkisins er að stuðla að varðveislu byggingararfs þjóðarinnar í umboði þjóðminjaráðs, að meta hvaða hús sé ráðlegt að friða hverju sinni og gera um það tillögur til ráðherra. Nefndin skal hafa samráð við minjavörð þegar fjallað er um hús eða mannvirki a því svæði sem hann hefur umsjón með. Einnig úthlutar húsfriðunarnefnd ríkisins styrkjum úr húsfriðunarsjóði.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.