Fara í innihald

Hvalsnes

Hnit: 63°59′41″N 22°44′06″V / 63.994633°N 22.735047°V / 63.994633; -22.735047
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Hvalsneskirkja)

63°59′41″N 22°44′06″V / 63.994633°N 22.735047°V / 63.994633; -22.735047

Hvalsnes og Hvalsneskirkja árið 2024

Hvalsnes er kirkjustaður sunnan við Sandgerði á Miðnesi. Þar var lengi prestsetur og þjónaði Hvalsnesprestur þá að jafnaði einnig í Kirkjuvogi (Höfnum) og í Innri-Njarðvík. Prestakallið var lagt niður árið 1811 og síðan hefur Hvalsnessókn tilheyrt Útskálaprestakalli.

Hvalsneskirkja

[breyta | breyta frumkóða]

Núverandi kirkja á Hvalsnesi er hlaðin steinkirkja úr höggnu grágrýti úr Miðnesheiði. Kirkjusmiður var Magnús Magnússon, steinsmiður í Garði. Hann fórst 1887 áður en smíðinni lauk og tók þá við Stefán Egilsson. Stórbóndinn Ketill Ketilsson í Kotvogi í Höfnum var þá eigandi Hvalsnesjarðarinnar og kostaði hann kirkjubygginguna. Kirkjan var vígð á jóladag 1887. Hún á marga góða gripi, meðal annars er þar geymdur legsteinn Steinunnar, dóttur Hallgríms Péturssonar sálmaskálds, en hann var þar prestur frá 1644 til 1651. Hann er sagður hafa höggvið legsteininn sjálfur.

Hvalsnesprestar

[breyta | breyta frumkóða]