Fara í innihald

NCIS

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
NCIS
Kynningarmynd NCIS í seríum 1-2
Einnig þekkt semNCIS
TegundLögreglurannsóknir, Drama, Bandaríski sjóherinn
ÞróunDonal P. Bellisario
Don McGill
LeikararMark Harmon
Sasha Alexander
Michael Weatherly
Cote de Pablo
Pauley Perrette
Sean Murray
Lauren Holly
Rocky Carroll
David McCallum
Brian Dietzen
UpprunalandBandaríkin
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða22
Fjöldi þátta475
Framleiðsla
StaðsetningWashington
Lengd þáttar42-44 mín
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðCBS
Myndframsetning480i (SDTV)
1081i (HDTV)
Sýnt23. september 2003- –
Tenglar
Vefsíða
IMDb tengill

NCIS (NCIS: Naval Criminal Investigative Service) er bandarískur sjónvarpsþáttur sem fjallar um rannsóknardeild innan bandaríska sjóhersins. Höfundarnir að þættinum eru Donald P. Bellisario og Don McGill.

Fyrstu þættirnir voru sýndir 22. Apríl og 29. Apríl 2002 í tveggja parta söguþráði í JAG.

Árið 2009 eignaðist NCIS systraþáttinn, NCIS: Los Angeles.

Til þessa hafa verið gerðar tíu þáttaraðir og var ellefta þáttaröðin frumsýnd 24. september 2013.

Framleiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Framleiðendur

[breyta | breyta frumkóða]

Þátturinn er framleiddur af Belisarius Productions í samvinnu við Paramount Television (2003-06), CBS Paramount Television (2006-09) og CBS Television Studios (2009-til dags).

NCIS var upprunalega kallað Navy NCIS í seríu 1; en Navy var tekið úr titlinum þar sem það var talið óþarfi.

Tilkynnt var í maí 2007 að Donald Bellisario mynda stíga niður frá þættinum vegna deila við Mark Harmon[1]. Starf Bellisario sem framleiðslustjóri/yfirhöfundur fór til Chas. Floyd Johnson og Shane Brennan. Bellisario hélt samt titlinum sem meðframleiðandi. [2]

Tökustaðir

[breyta | breyta frumkóða]

NCIS er aðallega tekinn upp í Bandaríkjunum. Innitökur eru teknar upp í Santa Clarita, Kaliforníu. Margar útisenur eru teknar upp meðfram ströndum suður Kaliforníu. [3]

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

NCIS fylgir eftir liði alríkisfulltrúa innan rannsóknardeildar bandaríska sjóhersins sem staðsett er í Washington[4]. NCIS liðið er stýrt af Leroy Jethro Gibbs (Mark Harmon). Lið Gibbs inniheldur Anthony Tony DiNozzo (Michael Weatherly), Timothy McGee (Sean Murray) og NSA sérfræðingurinn Eleanor Bishop (Emily Wickersham). Fyrrverandi meðlimir liðsins eru Mossad fulltrúinn Ziva David (Cote de Pablo) en hún yfirgaf liði í byrjun seríu 11 og Caitlin Kate Todd (Sasha Alexander) sem var skotin til bana í enda seríu 2. Aðstoðarmenn liðsins eru yfirréttarlæknirinn Donald Ducky Mallard (David McCallum) og aðstoðarmaður hans Jimmy Palmer (Brian Dietzen) sem kom í staðinn fyrir Gerald Jackson (Pancho Demmings) og réttartæknisérfræðingurinn Abigail Abby Sciuto (Pauley Perrette).

Söguþráðs skipti

[breyta | breyta frumkóða]

NCIS var gerður út frá tveimur þáttum í áttundu þáttaröð af JAG titlaðir "Ice Queen" og "Meltdown" sem voru frumsýndir 22-29.apríl 2003. Í þeim þáttum þá kynnumst við Gibbs, Tony, Abby og Ducky.

NCIS hafði önnur söguþráðs skipti í seríu sex í þáttunum, "Legend (Part 1)" og "Legend (Part 2)" sem voru frumsýndir 28.apríl og 5. Maí 2009. Gibbs og McGee fara til Los Angeles í leit sinni að morðingja. Kynnast þeir nýja NCIS liðinu sem staðsett er í Los Angeles.

Leikaraskipti

[breyta | breyta frumkóða]

Þann 10. júlí 2013, tilkynnti CBS að leikkonan Cote de Pablo myndi yfirgefa NCIS. Myndi persóna hennar koma fram í byrjun elleftu þáttaraðarinnar til að klára söguþráð hennar.[5]

Persóna Leikin af Starf Sería
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11
Leroy Jethro Gibbs Mark Harmon NCIS Alríkisfulltrúi/Yfirmaður liðsins Aðal
Caitlin "Kate" Todd Sasha Alexander NCIS Alríkisfulltrúi/Fyrrverandi lífvörður Aðal Gesta Talaði inn Sérstakt gestahlutverk
Anthony "Tony" DiNozzo Michael Weatherly NCIS Alríkisfulltrúi/Aðstoðaryfirmaður liðsins Aðal
Ziva David Cote de Pablo NCIS Alríkisfulltrúi/Fyrrverandi Mossad fulltrúi Aðal Aðal
Abigail "Abby" Sciuto Pauley Perrette Réttartæknisérfræðingur Aðal
Timothy McGee Sean Murray NCIS Alríkisfulltrúi Auka Aðal
Jenny Shepard Lauren Holly Yfirmaður NCIS Aðal Sérstakt gestahlutverk
Jimmy Palmer Brian Dietzen Aðstoðarréttarlæknir Auka Sérstakt gestahlutverk Aðal
Leon Vance Rocky Carroll Yfirmaður NCIS Auka Aðal
Dr. Donald "Ducky" Mallard David McCallum Yfirréttarlæknir Aðal
Eleanor Ellie Bishop Emily Wickersham NSA sérfræðingur - alríkisfullfrúi Aðal


Aðalpersónur

[breyta | breyta frumkóða]
  • NCIS alríkisfulltrúi: Leroy Jetrho Gibbs var stórskotaliðsmaður í sjóhernum til ársins 1991, þangað til kona hans Shannon og dóttir Kelly voru myrtar af mexíkönskum eiturlyfjasala. En Shannon hafði verið vitni að morði á öðrum eiturlyfjasala. Eftir að hafa drepið eiturlyfjasalann sem drap konu hans og dóttur, þá gekk Gibbs í liðs við NIS (nú NCIS).
  • NCIS alríkisfulltrúi: Anthony Tony DiNozzo er fyrrverandi rannsóknarfulltrúi og lögreglumaður í Peoría, Fíladelfíu og Baltimore áður en hann gerðist NCIS fulltrúi. Gibbs lítur á DiNozzo sem yngri útgáfuna af sjálfum sér, þar sem hann notar innsæi sitt við lausn rannsóknarmála.
  • NCIS alríkisfulltrúi: Timothy McGee er með gráðu í tölvurannsóknum frá MIT og gráðu í lífverkfræði frá Johns Hopkins háskólanum. Sér oftast um tæknileguhliðina að rannsóknarmálunum ásamt Abby Sciuto. Var fyrst staðsettur á Norfolk herstöðinni áður en hann var gerður að meðlimi liðsins í lok seríu 2. Skrifar spennusögur undir dulnefninu Thom E. Gemcity.
  • NSA sérfræðingur:Eleanor Ellie Bishop er NSA sérfræðingur sem gengur til liðs NCIS. Hafði áður sótt um hjá NCIS en ekki fengið starfið áður en hún gekk til liðs við NSA. Er frá Oklahóma, á þrjá bræður og er gift.
  • Yfirréttarlæknir: Donald Ducky Mallard er yfirréttarlæknirinn hjá NCIS. Vann hann áður sem réttarlæknir í Víetnam, Bosníu og Afghanistan.
  • Réttartæknisérfræðingur: Abigail Abby Sciuto er réttartæknisérfræðingurinn sem vinnur hjá NCIS. Abby er mikið fyrir gotneskan stíl og er uppáhald Gibbs.
  • Yfirmaður NCIS: Leon Vance var fyrrverandi aðstoðaryfirmaður NCIS og hægri hönd Jenny Shepard; varð yfirmaður NCIS í seríu 6 eftir andlát Shepard í lok seríu 5.
  • Aðstoðarréttarlæknir: Jimmy Palmer er aðstoðarmaður Duckys. Átti í ástarsambandi við Michelle Lee.

Aukapersónur

[breyta | breyta frumkóða]
  • FBI Alríkisfulltrúi: Tobias Fornell (Joe Spano) er sérstakur alríkisfulltrúi Alríkislögreglunnar. Hann og Gibbs giftust báðir sömu konunni.
  • Fulltrúi Landhelgisgæslunnar: Abigail Borin (Diane Neal) er rannsóknarfulltrúi hjá Landhelgisgæslunni.
  • Anthony DiNozzo Sr (Robert Wagner) er faðir Tony Dinozzo. Hafði lítið samband við son sinn en þeir hafa byrjað að styrkja það í seríu 8.
  • Jackson Gibbs (Ralph Waite) er faðir Jethro Gibbs. Var hermaður í seinni heimstyrjöldinni og rekur verslun í heimabæ Jethros.
  • Dr. Samantha Ryan(Jamie Lee Curtis) er yfirmaður DoD PsyOps Deildarinnar og átti í ástarsambandi við Gibbs í seríu 9.

Fyrrverandi persónur

[breyta | breyta frumkóða]
  • NCIS alríkisfulltrúi: Ziva David (Cote de Pablo) er fyrrverandi Mossad fulltrúi. Var samskiptafulltrúi NCIS og Mossad fyrstu fjögur árin hjá NCIS. Kom í staðinn fyrir Kate Todd sem var drepin af Ari sem var hálfbróðir Zivu. Ziva bjargar lífi Gibbs með því að drepa Ari. Í byrjun seríu sjö, er Zivu bjargað frá Sómalíu af Gibbs, DiNozzo, og McGee, en henni hafði verið haldið sem gísl eftir misheppnaða leyniaðgerð á vegum Mossad. Snýr hún aftur til Bandaríkjanna og hættir hjá Mossad. Hún gerist fullgildur alríkisfulltrúi NCIS og að auki Bandarískur ríkisborgari. Þátturinn Past, Present, Future í seríu 11 er seinasti þátturinn sem leikkonan Cote de Pablo kemur fram í.
  • Lögfræðingur: M.Allison Hart (Rena Sofer) er lögfræðingur og hugsanlegt hugarefni Gibbs í seríu 7.
  • Fyrrverandi yfirmaður NCIS: Thomas Morrow (Alan Dale) var fyrsti yfrmaður NCIS í seríunni en hætti í seríu 2 þegar honum var boðið starf hjá Homeland Security.
  • Fyrrverandi aðstoðarréttarlæknir: Gerald Jackson (Pancho Demmings) var aðstoðarmaður Duckys í seríu 1, var skotinn af Ari Haswari í Bête Noire.
  • Undirofursti: Hollis Mann (Susanna Thompson) er undirofursti í bandaríska hernum sem settist í helgan stein. Átti í ástarsambandi við Gibbs í seríu 4-5.
  • Læknir: Jeanne Benoit (Scottie Thompson) er læknir við Monroe háskólasjúkrahúsið og dóttir vopnasmyglarans René Benoit (La Grenouille). Var hún hluti af leynilegri aðgerð þar sem DiNozzo var kærasti hennar í seríu 4-5.

Látnar persónur

[breyta | breyta frumkóða]
  • NCIS alríkisfulltrúi : Caitlin Kate Todd (Sasha Alexander) er fyrrverandi lífvörður fyrir forseta bandaríkjanna. Hætti hún hjá leyniþjónustunni og var síðan boðið starf hjá NCIS af Gibbs. Var skotin til bana í enda seríu 2 af Ari Haswari.
  • Yfirmaður NCIS: Jenny Shepard (Lauren Holly) var yfirmaður NCIS og fyrrverandi ástkona Gibbs. Var skotin til bana í enda seríu 5.
  • NCIS alríkisfulltrúi: Paula Cassidy (Jessica Steen) var sett í lið Gibbs stuttu eftir að Kate lést, áður en hún fékk sitt eigið lið. Var drepin af sjálfmorðssprengjumanni í seríu 4.
  • NCIS alríkisfulltrúi: Michelle Lee (Liza Lapira) var sett í lið DiNozzo þegar Gibbs hætti í seríu 4 þó að hún væri lögfræðingur. Var sett aftur í lið Gibbs þegar Vance leysti upp liðið. Var njósnari innan NCIS því verið var að kúga hana en systir hennar hafði verið rænt. Var skotin til bana af Gibbs í seríu 4.
  • Fyrrverandi NCIS alríkisfulltrúi: Mike Franks (Muse Watson) var leiðbeinandi Gibbs þegar Gibbs byrjaði í NIS (nú NCIS). Missti fingur í þættinum Rule Fifty-One. Í þættinum "Swan Song", er Franks drepinn af "Port to Port" morðingjanum.
  • Yfirmaður Mossad: Eli David (Michael Nouri) er yfirmaður Mossad. Faðir Zivu og Ari Haswari. Er drepinn ásamt Jackie Vance í skotárás sem gerð var á hús Vance í seríu 10.
  • Yfirmaður sjóhersins: Clayton Jarvis (Matt Craven) er yfirmaður sjóhersins (SECNAV). Er drepinn í bílasprengingju í þættinum Whiskey Tango Foxtrot í byrjun seríu 11.

Þáttaraðir

[breyta | breyta frumkóða]

Inngangs þættir

[breyta | breyta frumkóða]

NCIS og persónur hans voru kynntar í áttundu þáttaröðinni af JAG í þáttunum "Ice Queen" og "Meltdown". Persónan Vivian Blackadder kemur ekki fram í seríunni þar sem framleiðandinn Donald Bellisario taldi að leikonan væri "of lin fyrir þetta hlutverk".[6] Þættirnir voru klipptir saman og sýndir sem "Navy NCIS: The Beginning".[7]

Titill= Ice Queen
Höfundur= Donald Bellisario og Don McGill
Leikstjóri= Donald Bellisario
Dagur= 22. apríl 2003
Þáttur nr= 20
Framl. nr.= 178

NCIS liðið er kallað til þess að rannsaka morðið á Liðþjálfanum Loren Singer og er því ætlað að komast að því hver morðingjinn er. Í lok þáttarins þá sést Gibbs lesa réttindin yfir Harmon Rabb sem hinn grunaði í málinu.

Titill= Meltdown
Höfundur= Don McGill
Leikstjóri= Scott Brazil
Dagur= 29. apríl 2003
Þáttur nr= 21
Framl. nr.= 179

Harmon Rabb er stefnt fyrir herrétti fyrir morðið á Liðþjálfanum Singer en svo virðist sem hann hafi enga fjarvistarsönnun. Fljótlega þá uppgvötar DiNozzo að málið er einum of einfalt og byrjar að leita að öðrum sökudólgi, einhverjum sem hefur hefnd að hefna gegn Rabb. Á samatíma þá reynir Gibbs að finna upplýsingar um hryðjuverkamanninn Amad Bin Atwa, áður en önnur árás er gerð á bandarísk herskip.

Fyrsta þáttaröð

[breyta | breyta frumkóða]

Önnur þáttaröð

[breyta | breyta frumkóða]

Þriðja þáttaröð

[breyta | breyta frumkóða]

Fjórða þáttaröð

[breyta | breyta frumkóða]

Fimmta þáttaröð

[breyta | breyta frumkóða]

Sjötta þáttaröð

[breyta | breyta frumkóða]

Sjöunda þáttaröð

[breyta | breyta frumkóða]

Áttunda þáttaröð

[breyta | breyta frumkóða]

Níunda þáttaröð

[breyta | breyta frumkóða]

Tíunda þáttaröð

[breyta | breyta frumkóða]

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]

DVD útgáfa

[breyta | breyta frumkóða]

Í fyrstu seríunni á svæði 1 má finna fyrstu þættina í áttundu seríu af JAG.

DVD nafn Svæði 1 Svæði 2 Svæði 4
Sería 1 6. júní, 2006 24. júlí, 2006 10. ágúst, 2006
Sería 2 14. nóvember, 2006 02. október, 2006 12. október, 2006
Sería 3 24. apríl, 2007 25. júní, 2007 15. mars, 2007
Sería 4 23. október, 2007 19. maí, 2008 10. júlí, 2008
Sería 5 26. ágúst, 2008 22. júní, 2009 7. maí, 2009
Sería 6 25. ágúst, 2009 23. júní, 2010 3. júní, 2010
Sería 7 24. ágúst, 2010 13. júní, 2011 7. júlí, 2011
Sería 8 23. ágúst, 2011 6. október, 2011 1. september, 2011
Sería 9 21. ágúst, 2012 24. júní, 2013 1. ágúst, 2012
Sería 10 20. ágúst, 2013 NA 21. ágúst, 2013

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

ALMA verðlaunin

  • 2011: Verðlaun sem besta leikkona í drama seríu - Cote de Pablo.
  • 2008: Tilnefnd sem besta leikkona í drama seríu – Cote de Pablo.

ASCAP verðlaunin

  • 2009: Verðlaun sem besta sjónvarpsserían – Matt Hawkins, Maurice Jackson, Neil Martin.
  • 2008: Verðlaun sem besta sjónvarpsserían – Matt Hawkins, Maurice Jackson, Neil Martin.
  • 2007: Verðlaun sem besta sjónvarpsserían – Matt Hawkins, Maurice Jackson, Neil Martin.
  • 2006: Verðlaun sem besta sjónvarpsserían – Matt Hawkins, Maurice Jackson, Neil Martin.
  • 2004: Verðlaun sem besta sjónvarpsserían – Matt Hawkins, Maurice Jackson, Neil Martin.
  • 2004: Verðlaun sem besta sjónvarpsserían – Steven Bramson.

BMI Film & TV verðlaunin

  • 2009: Verðlaun fyrir bestu tónlistina – Brian Kirk.
  • 2008: Verðlaun fyrir bestu tónlstina – Brian Kirk.
  • 2005: Verðlaun fyrir bestu tónlistina – Joseph Conlan.

California on Location verðlaunin

  • 2008: Verðlaun sem besta Location Team ársins í sjónvarpi – Emily Kirylo, Jim McClafferty, Joel Sinderman, Michael Soleau.

Emmy verðlaunin

  • 2008: Tilnefnd fyrir bestu áhættu samhæfingu – Diamond Farnsworth, "Requiem".
  • 2005: Tilnefnd sem besti gestaleikari í dramaseríu – Charles Durning.

NAACP Image verðlaunin

  • 2010: Tilnefndur sem bestu leikari í aukahlutverki í drama seríu – Rocky Carroll.

People's Choice verðlaunin

  • 2009: Tilnefnd sem uppáhalds dramaþátturinn
  • 2009: Tilnefndur sem besti leikari í drama seríu – Mark Harmon.

Image verðlaunin

  • 2010: Tilnefnd sem besti aukaleikari í drama seríu - Rocky Carroll.

Imagen Foundation verðlaunin

  • 2011: Tilnefnd sem besta leikkona í sjónvarpi - Cote de Pablo.
  • 2009: Tilnefnd sem besta aukaleikkona í sjónvarpi – Cote de Pablo.
  • 2006: Verðlaun sem besta aukaleikkona í sjónvarpi – Cote de Pablo.

Young Artist verðlaunin

  • 2008: Tilnefnd sem besti ungi gestaleikari – Dominic Scott Kay, fyrir "Lost & Found".

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 'NCIS' Loses Producer“. New York Post. 7. maí 2007. Afrit af upprunalegu geymt þann maí 30, 2012. Sótt 25. febrúar 2009.
  2. Ausiello, Michael (5. maí 2007). „Exclusive: NCIS Boss Exits!“. TV Guide. Sótt 25. febrúar 2009.
  3. "Navy NCIS: Naval Criminal Investigative Service" (2003) – Filming locations“. Imdb.com. Sótt 16. nóvember 2008.
  4. „Explore the world of NCIS“. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. júní 2011. Sótt 18. apríl 2011.
  5. „Greinin Cote de Pablo Exiting NCIS á TVGuide.com síðunni, 10.júlí 2013“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. október 2013. Sótt 8. október 2013.
  6. Daniel R. Coleridge (6. ágúst 2003). „JAG Spinoff Secrets“. TV Guide. Afrit af upprunalegu geymt þann júní 23, 2012. Sótt 22. mars 2009.
  7. „JAG Episodes“. TV Guide. Sótt 22. mars 2009.