NCIS (3. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þriðja þáttaröðin af NCIS var frumsýnd 20. september 2005 og sýndir voru 24 þættir. Leikkonan Sasha Alexander hættir sem Kate Todd en nýjar leikkonur koma í staðinn, Cote de Pablo sem Ziva David og Lauren Holly sem Jennifer Shepard.

Aðalleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Þættir[breyta | breyta frumkóða]

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Kill Ari (Part 1) Donald Bellisario Dennis Smith 20.09.2005 1 - 47
NCIS liðið reynir að komast yfir það að Kate sé látin. Gibbs rekst á við nýjan yfirmann NCIS, Jenny Shepard. Ziva David yfirmaður Aris hjá Mossad ýtir undir vandræði með komu sinni á skrifstofuna. Gibbs treystir henni ekki og biður Tony að elta hana. Ari skýtur upp kollinum þegar hann tekur Gerald Jackson sem gísl og rænir Ducky til þess að draga athyglina frá Zivu.
Kill Ari (Part 2) Donald Bellisario James Whitmore Jr. 27.09.2005 2 - 48
Ákveðni Gibbs að drepa Ari verður meiri þegar hann rekst á við liðsmenn sína. Ziva byrjar að efast um sakleysi Aris og samþykkir að aðstoða Gibbs í því að ná Ari. Það er ekki fyrr en eftir að Ari er látinn að Gibbs kemst að því að Ziva og Ari eru hálfsystkini og faðir þeirra er Eli David yfirmaður Mossad.
Mind Games Jeffrey Kirkpatrick og John Kelley William Webb 04.10.2005 3 - 49
Dauðafanginn Kyle Boone er raðmorðingji sem Gibbs handtók fyrir tíu árum. Boone segir að hann muni gefa upp staðsetningu týndra fórnarlamba sinna aðeins til Gibbs, sem vill ekki hitta Boone en er neyddur af Shepard að gera það. Þegar NCIS liðið kemur á staðinn þá finnur það lík þriggja kvenna sem hafa verið myrtar seinustu þrjú árin sem þýðir að Boone er með vitorðsmann.
Silver War John Kelley og Joshua Lurie Terrence O´Hara 11.10.2005 4 - 50
Látinn sjóliði finnst í steinkistu úr borgarastríðinu. Ziva David gerist meðlimur NCIS liðsins sem samskiptafulltrúi á milli NCIS og Mossad í óþökk Gibbs. NCIS liðið kemst að því að sjóliðinn tengist gömlum fjársjóði úr borgarastríðinu.
Switch Gil Grant Thomas J. Wright 18.10.2005 5 - 51
NCIS liðið rannsakar morð á sjóliða sem var skotinn niður við akstur. Þegar liðið er að láta yfirmann sjóliðans vita um andlát hans þá komast þau að því að annar maður segist vera sjóliðinn.
The Voyeur´s Web David North Dennis Smith 25.11.2005 6 - 52
NCIS liðið rannsakar morð á eiginkonu sjóliða sem var sýnt beint á netinu.
Honor Code Christopher Silber Colin Bucksey 01.11.2005 7 - 53
NCIS liðið rannsakar mannrán á sjóliðsforingja sem sonur hans er vitni að.
Under Covers Lee David Zlotoff Aaron Lipstadt 08.11.2005 8 - 54
Tony og Ziva taka þátt í leyniaðgerð sem launmorðingjar sem eru gift.
Frame-Up Laurence Walsh Thomas J. Wright 22.11.2005 9 - 55
Partur af fæti finnst á herstöð og NCIS verður hissa þegar þau komast að því að öll sönnungargögnin benda á Tony.
Probie Frank Cardea og George Schenck Terrence O´Hara 29.11.2005 10 - 56
Þega NCIS liðið er við öryggisgæslu þá lendir McGee í skotbardaga sem endar með dauða leynilögreglumanns. Svo virðist sem McGee hafi skotið óvopnaða mann til bana.
Model Behavior David North Stephen Cragg 13.12.2005 11 - 57
Fyrirsæta finnst myrt á herstöð þar sem hún er að taka þátt í raunveruleikaþætti. Fyrrverandi kærasti hennar finnst einnig látinn á nálægu móteli.
Boxed In Dana Coen Dennis Smith 10.01.2006 12 - 58
Við skoðun á gámasvæði þá lenda Tony og Ziva í skotbardaga sem endar með því að þau festast inn í gámi sem er fullur af fölsuðum peningum.
Deception Jack Bernstein Leslie Libman 17.01.2006 13 – 59
Sjóliðsforingi sem er yfir kjarnorkulest hverfur og verður NCIS liðið að nota alla sína krafta til þess að finna hana.
Light Sleeper Christopher Silber Colin Bucksey 24.01.2006 14 - 60
Tvær kóreskar eiginkonur sjóðliða finnast myrtar og þarf NCIS liðið að komast að því hvað nákvæmlega gerðist.
Head Case Frank Cardea og George Schenck Dennis Smith 07.02.2006 15 - 61
Í áhlaupi á ólöglegt bílaverkstæði þá finnst afskorið höfuð í einum af bílnum. Höfuðið tilheyrir kapteini sem átti að hafa verið brenndur. Leiðir rannsóknin NCIS liðið að ólöglegum mannsalshring sem selur líkamsparta á svartamarkaðnum.
Family Secret Steven Binder James Whitmore Jr. 28.02.2006 16 - 62
Sjúkrabíll springur í loft með lík af sjóliðanum William Danforth í. DNA rannsókn leiðir í ljós að líkið var ekki af Danforth. Grunar NCIS liðið að besti vinur Danforths sem er sprengjusérfræðingur hafi hjálpað Danforth að falsa dauða sinn til þess að geta yfirgefið sjóherinn.
Ravenous Richard Arthur Thomas J. Wright 07.03.2006 17 - 63
Raðmorðingji er grunaður um morð á sjóliða sem finnst myrtur í þjóðgarði.
Bait Laurence Walsh Terrence O´Hara 14.03.2006 18 - 64
Unglingssonur sjóliða tekur bekkjarfélaga sína í gíslingu og hótar að sprengja þá upp. Eina skilyrði hans er að fá að sjá móður sína en þegar NCIS liðið fer í málið þá komast þau að því að móðir stráksins er látin.
Iced Dana Coen Dennis Smith 04.04.2006 19 - 65
Sjóliði finnst látinn í frosnu vatni og frekari rannsókn leiðir í ljós þrjú önnur lík sem eru meðlimir alþjóðlegrarklíku. NCIS liðið finnur tengsl við ársgamalt mál þar sem sjóliði var skotinn til bana af slysni af klíkunni.
Untouchable Frank Cardea og George Schenck Leslie Libman 18.04.2006 20 - 66
Vegna gruns um njósnara innan Pentagons, þá er NCIS liðinu ætlað að yfirheyra starfsmenn dulmálsdeildarinnar. Þegar einn af starfsmönnunum finnst látinn á heimili sínu þá rannsakar liðið hugsanlegt sjálfmorð hans. Á samatíma er deildinni lokað og kemst Abby að því að starfsmaðurinn hafi verður myrtur sem breytir rannsókn málsins.
Bloodbath Steven Binder Dennis Smith 25.04.2006 21 - 67
Þegar mótelherbergi finnst útatað í blóðslettum og líkamsleifum þá er NCIS liðið kallað til þess að rannsaka málið. Á samatíma á Abby að bera vitni í fjárdráttarmáli sem tekur nýja stefnu þegar sprenging verður á rannsóknarstofu hennar.
Jeopardy David North James Whitmore Jr. 02.05.2006 22 - 68
NCIS liðið rannsakar dauða sakbornings sem lést í vörslu Zivu en rannsóknin breytist til hins verra þegar bróðir mannsins rænir Shepard og hótar að drepa hana nema að hann fái bróður sinn aftur.
Hiatus (Part 1) Donald Bellisario Dennis Smith 09.05.2006 23 - 69
Gibbs særist alvarlega eftir sprengju. Á meðan hann er á spítalanum þá rifjast upp fyrir honum sársukarfullar minningar úr fortíðinni. Tony er settur yfir liðinu sem fer ekki vel í liðið.
Hiatus (Part 2) Donald Bellisario Dennis Smith 16.05.2006 24 - 70
Gibbs á erfitt með að pússla saman minningar sínar síðustu 15 ár eftir sprengjuna. Á samatíma þá reynir NCIS liðið að koma í veg fyrir hryðjuverkaárás.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]