Muse Watson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Muse Watson
Muse Watson
Muse Watson
Upplýsingar
FæddurMuse Watson
20. júlí 1948 (1948-07-20) (75 ára)
Ár virkur1989 -
Helstu hlutverk
Charles Westmoreland í Prison Break
Mike Franks í NCIS
Benjamin Willis í I Know What You Did Last Summer og I Still Know What You Did Last Summer

Muse Watson (fæddur, 20. júlí 1948) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í NCIS, Prison Break og I Know What You Did Last Summer.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Watson er fæddur og uppalinn í Alexandria, Louisiana. Watson stundaði nám við Louisiana Tech háskólann á tónlistarstyrk en skipti um skóla og færði sig yfir til Berea College í Berea, Kentucky. Þar kom hann fyrst fram á leiksviði sem Petruchio í Shakespeare uppfærslunni af The Taming of the Shrew.[1] Meðfram náminu þá kom Watson fram í útileikhúsum, kvöldleikhúsum og litlum leikhúsum.[2]

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Leikhús[breyta | breyta frumkóða]

Watson kom fram í Man of LaMancha og Humbug and Holly sem voru leikstýrð af Jay Hugeley sem átti eftir að framleiða Magnum P.I. Einnig kom hann fram í Cat on a Hot Tin Roof sem Brick við Summer Arena Theater og sem Stanley í A Streetcar Named Desire á sviði Berea College.[3] Önnur leikrit sem Watson hefur leikið í eru: Wizard of Oz, Romeo & Julia, Guys & Dolls, Hamlet, Lonestar og Fiddler on the Roof.

Sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Watson kom fyrst fram í sjónvarpi árið 1990 í sjónvarpsmyndinni Blind Vengeance. Hann endurtók hlutverk sitt sem Benjamin Willis á móti Jennifer Love Hewitt í Saturday Night Live árið 1998. Árið 2005 var Watson boðið gestahlutverk í Prison Break sem Charles Westmoreland sem hann lék til ársins 2008. Watson lék einnig gestahlutverk í NCIS sem Mike Franks frá 2006-2011. Hefur Watson komið fram sem gestaleikari í sjónvarpsþáttum á borð við: Matlock, Criminal Minds, CSI: Crime Scene Investigation, The Mentalist og Castle.

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta kvikmyndahlutverk Watson var árið 1989 í Black Rainbow. Lék á móti Jennifer Love Hewitt, Sarah Michelle Gellar, Ryan Phillippe og Freddie Prinze Jr. í I Know What You Did Last Summer sem illmennið Benjamin Willis frá árinu 1997. Endurtók hann síðan hlutverkið í I Still Know What You Did Last Summer síðan 1998. Aðrar kvikmyndir sem Watson hefur leikið í eru: Lolita, Rosewood, American Outlaws, House of Grimm, The Steamroom og A Christmas Snow.

Kvikmyndir og sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1989 Black Rainbow Lögreglumaður
1990 The Handmaid´s Tale Verndari
1993 Sommersby Flakkari nr. 1
1995 Something to Talk About Hank Corrigan
1995 The Journey of August King Zimmer
1995 Assassins Ketcham
1997 Rosewood Henry Andrews
1997 Lolita Búðarstarfsmaður
1997 I Know What You Did Last Summer Benjamin Willis
1997 Acts of Betrayal Trenton Fraser/Mars
1998 If I Die Before I Wake Daryl
1998 Heartwood Fulltrúinn Jim Keller
1998 Shadrach Kapteinn
1998 Break Up Lögreglumaður nr. 1
1998 I Still Know What You Did Last Summer Ben Willis
1999 The Art of a Bullet Kapteinn Walters
1999 Austin Powers: The Spy Who Shagged Me Klansman
1999 All the Rage Cleaner
2000 Songcatcher Parley Gentry
2001 Morgan´s Ferry Fógetinn
2001 American Outlaws Rannsóknarfulltrúinn Burly
2002 Hollywood Vampyr Prófessorinn Fulton
2003 Season of the Hunted Frank
2003 Wild Turkey ónefnt hlutverk
2004 The Last Summer Jerimiah Shuman
2004 A Day Without a Mexican Louis McClaire
2004 The Dark Agent and the Passing of the Torch Chapter 7 Lester King
2004 Dead Birds Faðir
2005 House of Grimm ónefnt hlutverk
2005 Iowa Fógetinn Walker
2005 End of the Spear Adolfo
2008 Between the Sand and the Sky Yfirmaður
2008 Christmas Child Jimmy-James
2009 The Haircut Muse
2009 White Lightning D. Ray White
2009 Stellina Blue Peter
2009 TiMER Rick O´Leary
2010 Piece Lewis
2010 The Steamroom Pat
2010 Small Town Saturday Night Charlie Carson
2010 The Presence Mr. Browman
2010 A Christmas Snow Sam
2011 Of Silence Danny
2011 The Lamp Sam
2011 Dear Shane Pabbi Shanes
2011 The Dead Ones Gus Í eftirvinnslu
2011 Meeting Evil Frank Í eftirvinnslu
2011 The Story of Bonnie and Clyde Mr. Pritchard Í frumvinnslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1990 Blind Vengeance Varsac Sjónvarpsmynd
1994 Leave of Absence Guy Sjónvarpsmynd
1994 Justice in a Small Town D.A. Robet Stubbs Sjónvarpsmynd
1993-1994 Matlock Götulögreglumaður /Öryggismaður 2 þættir
1995 Tad Tom Pendel Sjónvarpsmynd
1995 Gramps Prestur (Faðir) Sjónvarpsmynd
1995 Tecumseh: The Last Warrior Whitley Sjónvarpsmynd
1995 American Gothic Wash Sutpen Þáttur: Damned If You Don´t
1996 The Lazarus Man Dawkins Þáttur: Quality of the Enemy
1998 JAG Admírálinn Arthur Fessenden Þáttur: Innocence
1998 Saturday Night Live Ben Willis Þáttur: Jennifer Love Hewitt/Beastie Boys
1999 You Know My Name Kúrekaleikari Sjónvarpsmynd
óskráður á lista
1999 Walker, Texas Ranger Freddy Forbes 2 þættir
2003 The Last Cowboy Otis Bertram Sjónvarpsmynd
2004 Frankenfish Elmer Sjónvarpsmynd
2006 Jane Doe: The Harder They Fall Kapteinn Barnes Sjónvarpsmynd
2006 Close to Home Bob Peters Þáttur: A Father´s Story
2007 Criminal Minds Mickey Bates Þáttur: Revelations
2007 Ghost Whisperer Milt Charles Þáttur: Delia´s First Ghost
2007 CSI: Crime Scene Investigation Station Yard controller Þáttur: Who and What
2005-2008 Prison Break Charles Westmoreland 19 þættir
2008 A Kiss at Midnight Ben Wiatt Sjónvarpsmynd
2009 Cop House Stubbs Sjónvarpsmynd
2009 The Mentalist Jake Cooby Þáttur: Carnelian, Inc.
2009 Cold Case John Norwood árið 2009 Þáttur: November 22
2009 iCarly Bucky Þáttur: iHave My Principals
2010 Castle Ivan Podofski Þáttur: Punked
2006-2011 NCIS Mike Franks 13 þættir
2011 Franklin & Bash Lögreglumaðurinn Tom Werth Þáttur: Go Tell It on the Mountain

Leikhús[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Heimasíða Muse Watson“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. ágúst 2011. Sótt 19. ágúst 2011.
  2. Muse Watson á IMDB
  3. „Heimasíða Muse Watson“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. ágúst 2011. Sótt 19. ágúst 2011.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]