Fara í innihald

Michael Weatherly

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Michael Weatherly
Michael Weatherly á verðlaunafhendingu Hollywood Walk of Fame 2012.
Michael Weatherly á verðlaunafhendingu Hollywood Walk of Fame 2012.
Upplýsingar
FæddurMichael Manning Weatherly Jr.
8. júlí 1968 (1968-07-08) (56 ára)
Ár virkur1991 -
Vefsíðahttps://www.michaelweatherly.com/
Helstu hlutverk
Anthony DiNozzo í NCIS
Logan Cale í Dark Angel

Michael Weatherly (fæddur Michael Manning Weatherly Jr., 8. júlí 1968) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í NCIS og Dark Angel.

Weatherly fæddist í New York-borg en er alinn upp í Fairfield í Connecticut í Bandaríkjunum. Hann stunaði nám við Boston-háskólann, American University í Washington, American University í París og Menlo University áður en hann ákvað að hætta námi og gerast leikari.[1] Var giftur leikkonunni Amelia Heinle en saman eiga þau einn son. Weatherly var trúlofaður leikkonunni Jessicu Alba frá 2001 – 2003. Giftist Bojönu Jankovic í september 2009.[2]

Fyrsta hlutverk hans var í sjónvarpsþættinum The Cosby Show frá 1991. Var árið 2000 boðið hlutverk í Dark Angel sem Logan Cale sem hann lék til ársins 2002. Weatherly hefur síðan 2003 leikið NCIS alríkisfulltrúann Anthony DiNozzo í sjónvarpsþættinum NCIS. Leikstýrði NCIS-þættinum One Last Score sem var frumsýndur 1. Mars 2011 í áttundu þáttaröðinni.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1998 Meet Wally Sparks Dean Sparks
1998 The Last Days of Disco Hap
2000 Gun Shy Dave Juniper
2000 The Specials Kviðdómur
2001 Venus and Mars Cody Battle Vandermeer
2001 Trigger Happy Bill
2005 Her Minor Thing Tom
2009 Charlie Valentine Danny Valentine
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1991 The Cosby Show Herbergisfélagi Theo Þáttur: Theo´s Final Final
1992-1995 Loving Cooper Alden ónefndir þættir
1995-1996 The City Cooper Alden ónefndir þættir
1996 Pier 66 Decker Monroe Sjónvarpsmynd
1997 Asteroid Dr. Matthew Rogers Sjónvarpsmynd
1997 Spy Game James Cash Þáttur: What Family Doesn´t Have Its Ups and Downs?
1998 The Advanced Guard Kevin Sjónvarpsmynd
1998 Significant Others Ben Chasen 6 þættir
1998 Jesse Roy 6 þættir
199 Charmed Brendan Rowe Þáttur: When Bad Warlocks Turn Good
1999 The Crow: Stairway to Heaven James Horton Þáttur: A Gathering Storm
1999 Winding Roads Mick Simons Sjónvarpsmynd
2000 Cabin by the Lake Boone Sjónvarpsmynd
2000 Grapevine Jack Vallone Þáttur: Jack
2000 Ally McBeal Wayne Keebler Þáttur: Sex, Lies and Second Thoughts
2000-2002 Dark Angel Logan Cale 42 þættir
2003 JAG NCIS fulltrúinn Anthony DiNozzo 2 þættir
2004 The Myrstery of Natalie Wood Robert Wagner Sjónvarpsmynd
2003-til dags NCIS NCIS fulltrúinn Anthony DiNozzo 186 þættir

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

Academy of Science Fiction, Fantasy & Horror Films verðlaunin

  • 2002: Tilnefndur sem besti aukaleikari í sjónvarpsseríu fyrir Dark Angel.
  • 2001: Tilnefndur sem besti aukaleikari í sjónvarpsseríu fyrir Dark Angel.

Soap Opera Digest verðlaunin

  • 1995: Tilnefndur sem besti ungi aðalleikar fyrir Loving.
  • 1994: Tilnefndur sem heitasta karlstjarnan fyrir Loving.

Teen Choice verðlaunin

  • 2001: Tilnefndur sem besti sjónvarpsleikari fyrir Dark Angel.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Adam Bryant (9. nóvember 2010). „In Focus: NCIS' Michael Weatherly is happy being the second banana“. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. apríl 2011. Sótt 25. apríl 2011.
  2. Cynthia Wang. „NCIS Star Michael Weatherly Happily Closes the Book on His Single Days“. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. mars 2011. Sótt 25. apríl 2011.