Fara í innihald

NCIS (2. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Önnur þáttaröðin af NCIS var frumsýnd 28.september 2004 og sýndir voru 23 þættir.

Nýir aðalleikarar bætast við: Sean Murray sem Timothy McGee og Brian Dietzen sem Jimmy Palmer.

Aðalleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Þættir[breyta | breyta frumkóða]

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
See No Evil Chris Crowe Thomas J. Wright 28.09.2004 1 - 24
NCIS liðið rannsakar mannrán á mæðgum en verið er að kúga faðirinn sem er kapteinn í sjóhernum til þess að borga lausnargjald þeirra með peningum hersins.
The Good Wives Club Gil Grant Dennis Smith 05.10.2004 2 - 25
Kona í múmíulíki finnst í neðanjarðarbyrgi undir tómu húsi á herstöð. Svo virðist sem um raðmorðingja er að ræða en fleiri fórnarlömb finnast þegar líður á rannsóknina. Lendir liðið í kapphlaupi við tímann þegar enn ein konan hverfur.
Vanished Frank Cardea og George Schenck James Whitemore Jr. 12.10.2004 3 - 26
Tóm herþyrla finnst á miðri plantekru. Fljótlega þá uppgvötar NCIS liðið að annar flugmannanna tengist svæðinu og aldagömlum nágrannaerjum.
Lt. Jane Doe Donald Bellisario, Gil Grant, Steven Mitchell og Craig Van Sickle Dan Lerner 19.10.2004 4 - 27
Lík konu finnst klædd í sjóliðabúning. Ducky uppgvötar tengsl hennar við óleystmál sem hann vann að 10 árum áður.
The Bone Yard John Kelley Terrence O´Hara 26.10.2004 5 - 28
NCIS liðið rannsakar beinafund á æfingasvæði hersins. Frekari rannsókn leiðir í ljós að beinin eru af starfsmanni alríkislögreglunnar sem tók þátt í leyniaðgerð gegn mafíunni. Alríkislögreglan grunar að njósnari sé innan hennar og kemst liðið að því að sá grunaði er enginn annar en Fornell.
Terminal Leave Roger Director Jeff Woolnough 16.11.2004 6 - 29
Þegar sjóliðsforingi er næstum því drepinn af bílasprengju þá þarf NCIS liðið að vernda hana og fjölskyldu. Svo virðist sem foringjinn var nýlega sýknaður af því að hafa drepið borgara í Írak. Þarf NCIS liðið að finna út hvort um hryðjuverkaárás eða persónulegárás sé gegn foringjann.
Call of Silence Roger Director Thomas J. Wright 23.11.2004 7 - 30
Fyrrverandi sjóliði og heiðurhafi hæsta heiðursmerkis hersins sem barðist í seinni heimstyrjöldinni, kemur á skrifstofu NCIS og játar að drepið besta vin sinn í miðjum bardaga.
Heart Break Frank Cardea og George Schenck Dennis Smith 30.11.2004 8 - 31
Sjóliðsforingji deyr eftir velheppnaða aðgerð úr að því virðist sjálfvöknum bruna.
Forced Entry John Kelley og Jesse Stern Dennis Smith 07.12.2004 9 - 32
Eiginkona sjóliða skýtur árásarmann í sjálfsvörn á heimili sínu. Við fyrstu sýn virðist allt vera í felldu þangað til NCIS liðið kemst að því að eiginkonan lifði tvöföldu lífi.
Chained Frank Military Thomas J. Wright 14.12.2004 10 - 33
Tony tekur þátt í leyniaðgerð sem fangi á flótta. Er honum ætlað að fá upplýsingar frá meðfanga sínum um stolna listmuni frá Írak.
Black Water Juan Carlos Coto og John Kelly Terrence O´Hara 11.01.2005 11 - 34
Lík sjóliðsforingja finnst í bíl sínum á botni stöðuvatns en hafði hann verið týndur í tvö ár. Í fyrstu virðist sem um slys er að ræða en málið breytist í morðrannsókn þegar göt eftir byssukúlur finnast á bílnum.
Doppelgänger Jack Bernstein Terrence O´Hara 18.01.2005 12 - 35
Símasölumaður verður vitni að morði gegnum síma. NCIS liðið er sett í málið ásamt lögregluliði sem líkist mjög NCIS liðinu í alla staði.
The Meat Puzzle Frank Military Thomas J. Wright 08.02.2005 13 – 36
Eftir að hafa unnið við líkamspartana í nokkra mánuði þá geta Ducky og Jimmy loksins byrjað að komast að því hverjir þetta eru. Ducky uppgvötar að eitt af líkunum er af saksóknara sem vann að morðmáli með Ducky. Frekari rannsókn leiðir í ljós að öll líkin eru af mönnum sem unnu að málinu og kemst NCIS liðið að því að Ducky er í lífshættu.
Witness Frank Cardea og George Schenck James Whitmore Jr. 15.02.2005 14 - 37
Ung kona verður vitni að morði á sjóliða. Lögreglan sjálf trúir henni ekki en McGee telur að hún hafi verið vitni að morðinu og ákveður að rannsaka málið. Þegar lík af sjóliða finnst á öðrum stað þá ýtir það frekar undir sögu konunnar.
Caught on Tape Chris Crowe, Gil Grant og John Kelley Jeff Woolnough 22.02.2005 15 - 38
Sjóliði fellur til dauða ofan af kletti á meðan upptökuvél hans heldur áfram að taka upp eftir fallið.
Pop Life Frank Military Thomas J. Wright 01.03.2005 16 - 39
Barþjónn vaknar upp við hliðina á látnum kvennsjóliða og staðhæfir að þetta sé ekki konan sem hann fór heim með. DNA niðurstöður sýna að hann er að segja sannleikann og verður NCIS liðið að komast að því hver myrti konuna.
An Eye for an Eye Steven Kane Dennis Smith 22.03.2005 17 - 40
Þegar sjóliði sem vinnur hjá njósnadeildinni fær augu send í póstinum, þá þarf NCIS liðið að komast að því hverjum augun tilheyra. Leiðir rannsóknin þau að Suður-Amerískri stúlku með tengsl við kennara. Kate og Tony ferðast til Paragvæ í leit sinni að sannleikanum.
Bikini Wax David North Stephen Cragg 29.03.2005 18 - 41
Bikiníkeppandi finnst drukknuð á almenningsklósetti. NCIS liðið kemst að því að hún hafði verið fyrirsæta fyrir tímarit og að hún hafi verið ólétt. Tony uppgvötar bitastætt leyndarmál úr fortíð Kates.
Conspiarcy Theory Frank Military Jeff Woolnough 12.04.2005 19 - 42
NCIS liðið rannsakar hugsanlegt sjálfsmorð og er talið að fórnarlambið hafi orðið fyrir áfalli en Ducky telur að hún hafi verið myrt. Fornell aðstoðar liðið við rannsókn málsins.
Red Cell Christopher Silber Dennis Smith 26.04.2005 20 - 43
Sjóliði finnst myrtur á lóð menntaskóla og NCIS liðið finnur fljótlega sökudólg sem breytist fljótlega þegar hann finnst myrtur.
Hometown Hero Frank Cardea og George Schenck James Whitmore Jr. 03.05.2005 21 - 44
Lík af ungri stúlku finnst í geymslu látins sjóliða sem á að vera verðlaunaður Silfur stjörnuna fyrir afrek sín. Verður NCIS liðið að komast að hvort sjóliðinn hafi drepið stúlkuna eður ei.
SWAK Donald Bellisario Dennis Smith 10.05.2005 22 - 45
Allt verður vitlaus á NCIS skrifstofunni þegar Tony opnar umslag með hvítu dufti.
Twilight John Kelley Thomas J. Wright 24.05.2005 23 - 46
NCIS liðið er að rannsaka tvöfalt morð, þegar Kate sparkar Tony í jörðina sem uppgvötar sprengju undir bílnum sem nær að bjarga Todd og McGee frá dauða. Þegar Gibbs skreppur út í kaffi þá hittir hann erkióvin sinn Ari Haswari en á samatíma þá mætir Fornell með lið sitt á NCIS skrifstofuna og tilkynnir Kate, Tony og McGee að Ari Haswari er á landinu og ætlar persónulega að hefna sín á Gibbs.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]