Massachusetts Institute of Technology
Útlit
(Endurbeint frá MIT)
Tækniháskólinn í Massachusetts eða Massachusetts Institute of Technology, þekktur sem MIT, er einkarekinn háskóli í Cambridge í Massachusetts í Bandaríkjunum. MIT leggur mikla áherslu á raunvísinda- og verkfræðigreinar.
William Barton Rogers stofnaði skólann árið 1861. Skólinn byggði á fyrirmyndum frá Þýskalandi og Frakklandi. Eftir seinni heimsstyrjöldina hóf MIT einnig kennslu í félagsvísindum, þ.á m. hagfræði, málvísindum og stjórnmálafræði.
Kennarar við skólann eru tæplega 1 þúsund talsins en á 5. þúsund nemendur eru í grunnámi við skólann og á 7. þúsund nemar stunda þar framhaldsnám. Einkunnarorð skólans eru mens et manus sem þýðir „hugur og hönd“.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Massachusetts Institute of Technology.