NCIS (7. þáttaröð)
Útlit
Sjöunda þáttaröðin af NCIS var frumsýnd 22. september 2009 og sýndir voru 24 þættir.
Aðalleikarar
[breyta | breyta frumkóða]- Mark Harmon sem Leroy Jethro Gibbs
- Michael Weatherly sem Anthony Tony DiNozzo
- Cote de Pablo sem Ziva David
- Pauley Perrette sem Abby Sciuto
- David McCallum sem Donald Ducky Mallard
- Sean Murray sem Timothy McGee
- Brian Dietzen sem Jimmy Palmer
- Rocky Carroll sem Leon Vance
Aukaleikarar
[breyta | breyta frumkóða]- Muse Watson sem Mike Franks
- Liza Lapira sem Michelle Lee
- Joe Spano sem Tobias Fornell
- Ralph Waite sem Jackson Gibbs
- Michael Nouri sem Eli David
- Rena Sofer sem Allison Hart
- Robert Wagner sem Anthony DiNozzo Sr.
- Diane Neal sem Abigail Borin
- Marco Sanchez sem Alejandro Rivera
- Jacqueline Obradors sem Paloma Reynosa
Þættir
[breyta | breyta frumkóða]Titill | Höfundur | Leikstjóri | Sýnt í U.S.A. | Þáttur nr. |
---|---|---|---|---|
Truth or Consequences | Jesse Stern | Dennis Smith | 22.09.2009 | 1 - 139 |
DiNozzo og McGee eru teknir sem gíslar af hryðjuverkamönnum í leit sinni að Zivu. | ||||
Reunion | Steven Binder | Tony Wharmby | 29.09.2009 | 2 - 140 |
Steggjapartý endar illa þegar þrír sjóliðar finnast myrtir á móteli. Rannsóknin leiðir NCIS liðið að gömlum bekkjarfélaga fórnarlambanna. | ||||
The Indside Man | Frank Cardea og George Schenck | Tony Wharmby | 06.10.2009 | 3 - 141 |
Stjórnmálabloggarinn Matt Burns finnst myrtur en hann hafði gagnrýnt NCIS fyrir rannsókn sína á andláti sjóliðans Rod Arnett. Hafði Burns sakað Arnett um innherjarsvik. Þarf því NCIS liðið að enduropna mál Arnetts eftir andlát Burns. | ||||
Good Cop, Bad Cop | David North og Jesse Stern | Lesie Libman | 13.10.2009 | 4 - 142 |
Ziva er yfirheyrð af Gibbs og Vance eftir að sjóliði finnst látinn út fyrir strönd Tansaníu en hann hafði verið um borð í sama skipi og Ziva þegar það sökk. | ||||
Code of Conduct | Reed Steiner og Chrisopher Waild | Terrence O´Hara | 20.10.2009 | 5 - 143 |
Sjóliði sem er mikill hrekkjalómur finnst myrtur á sjálfri hrekkjavökunni. Frekari rannsókn leiðir NCIS liðið að ýmsum sakborningum þar á meðal meðlimir hans í hernum, eiginkona hans og fósturdóttir en öll höfðu þau ástæðu til þess að drepa hann. | ||||
Outlaws and In-Laws | Jesse Stern | Tony Wharmby | 03.11.2009 | 6 - 144 |
Mike Franks kemur til Gibbs með barnabarn sitt og tengadóttur sína í eftirdragi. Gæti heimsókn þeirra verið tengd mönnunum sem fundust látnir um borð í báti Gibbs? | ||||
Endgame | Gary Glasberg | James Whitmore Jr. | 10.11.2009 | 7 - 145 |
Þegar læknir finnst myrtur þá mætir Vance á svæðið og segist vita hver morðingjinn er. Er það Norður-Kóreski launmorðingjinn Lee Wuan Kai sem kom fyrst fram í NCIS: Los Angeles þættinum Killshot. | ||||
Power Down | Steven Binder og David North | Thomas J. Wright | 17.11.2009 | 8 - 146 |
Eftir skotbardaga í hátæknifyrirtæki þá dettur rafmagnið út í allri Washington og nágrenni hennar. Verður NCIS liðið að notast við gamlar rannsóknaraðferðir við rannsókn sína á málinu. | ||||
Child´s Play | Reed Steiner | William Webb | 24.11.2009 | 9 - 147 |
Lík af sjóliða finnst á miðjum kornakri. Frekari rannsókn leiðir NCIS liðið að hernaðarfyrirtæki sem notar gáfuð börn við rannsóknir sínar fyrir herinn. | ||||
Faith | Gary Glasberg | Arwin Brown | 15.12.2009 | 10 - 148 |
Sjóliði finnst myrtur í skógi og uppgvötar NCIS liðið að hann hafi nýlega gerst múslimi. Telja þau að um hatusglæp sé að ræða. | ||||
Ignition | Jesse Stern | Dennis Smith | 05.01.2010 | 11 - 149 |
Lík af flugmanni finnst eftir skógarbruna og frekari rannsókn leiðir í ljós að honum hafi verið byrlað eitur. Gibbs lendir í vandræðum með lögfræðing sem leyfir honum ekki að tala við skjólstæðinga sína. | ||||
Flesh and Blood | Frank Cardea og George Schenck | Arvin Brown | 12.01.2010 | 12 - 150 |
Þegar lífvörður arabísks prins deyr eftir tilraun til manndráps þá er NCIS liðinu skipað að sjá um öryggisgæsluna fyrir prinsinn. Á samatíma kemur faðir Tonys í heimsókn. | ||||
Jet Lag | Christopher Waild | Tony Wharmby | 26.01.2010 | 13 – 151 |
Tony og Ziva hafa það verkefni að flytja ríkisvitni frá París til Washington. Á samatíma þá rannsaka Gibbs og McGee dauða sjóliða með tengsl við flugvélina sem Tony og Ziva eru í. | ||||
Masquerade | Steven Binder | James Whitmore Jr. | 02.02.2010 | 14 - 152 |
NCIS liðið finnur sjálfan sig í eltingarleik við hryðjuverkahóp sem hótar að sprengja upp margar sprengjur í Washington. | ||||
Jack-Knife | Jesse Stern | Dennis Smith | 09.02.2010 | 15 - 153 |
NCIS liðið og alríkislögreglan vinna saman við rannsókn á flutningi á ólöglegum flutningabílum. | ||||
Mother´s Day | Gary Glasberg og Reed Steiner | Tony Wharmby | 02.03.2010 | 16 - 154 |
Gibbs verður hissa þegar hann uppgvötar að vitni að morði sem hann er að rannsaka er fyrrverandi tengdamóðir hans. | ||||
Double Identity | Frank Cardea og George Schenck | Mark Horowitz | 09.03.2010 | 17 - 155 |
Þegar fyrrverandi sjóliði finnst myrtur í þjóðgarði, þá verður NCIS liðið hissa þegar þau uppgvöta að hann hafði verið talinn af í Afghanistan. | ||||
Jurisdiction | Lee David Zlotoff | Terrence O´Hara | 16.03.2010 | 18 - 156 |
Við rannsókn á andláti sjókafara þá rekst Gibbs á við alríkisfulltrúann Abigail Borin frá landhelgisgæslunni. | ||||
Guilty Pleasure | Reed Steiner og Christopher Waild | James Whitmore Jr. | 06.04.2010 | 19 - 157 |
Þegar vændiskona er sökuð um morð, þá biður Gibbs fyrrverandi maddömuna Holly Snow um aðstoð í leit sinni að morðingjanum. | ||||
Moonlighting | Steven Binder og Jesse Stern | 27.04.2010 | 20 - 158 | |
NCIS liðið og alríkislögreglan vinna saman þegar undirliðsforingji og heimildarmaður alríkislögreglunnar finnast myrtir. Tengjast morðin fyrirtæki sem sérhæfir sig í lygaprófum. | ||||
Obsession | Frank Cardea og George Schneck | Tony Wharmby | 04.05.2010 | 21 - 159 |
DiNozzo finnur sjálfan sig hugfanginn að konu sem hann hefur aldrei hitt við rannsókn á dauða bróður hennar. Konan er þekkt sjónvarpskona að nafni Dana Hutton sem hverfur stuttu eftir andlát bróður síns. | ||||
Borderland | Steven Binder | Terrence O´Hara | 11.05.2010 | 22 - 160 |
McGee fylgir Abby til Mexíkó þar sem hún á að kenna námskeið í réttarrannsóknarfræði. Ferðin breytist fljótlega í morðrannsókn þegar þau komast í kynni við mexíkönsk glæpasamtök. Á samatíma þá eltist NCIS liðið við raðmorðingja sem sker fæturna af fórnarlömbum sínum. | ||||
Patriot Down | Gary Glasberg | Dennis Smith | 18.05.2010 | 23 - 161 |
Þegar NCIS fulltrúi finnst myrtur þá telur Gibbs að þetta sé hefndaraðgerð gegn honum. Á samatíma þá reynir Abby að fá Gibbs til að opna sig varðandi hvað gerðist í Mexíkó á sínum tíma. | ||||
Rule Fifty-One | Jesse Stern | Dennis Smith | 25.05.2010 | 24 - 162 |
Gibbs ferðast til Mexíkó í leit sinni að Franks en er tekinn sem gísl af yfirmanni eiturlyfjasamtaka með tengsl við fortíð hans. | ||||
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „NCIS (season 7)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 22. apríl 2011.
- NCIS: Naval Criminal Investigative Service á Internet Movie Database
- http://www.cbs.com/primetime/ncis/ Heimasíða NCIS á CBS