NCIS (9. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Níunda þáttaröðin af NCIS var frumsýnd 20. september 2011 og sýndir voru 24 þættir.

Aðalleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Aukaleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Þættir[breyta | breyta frumkóða]

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Nature of the Beast Gary Glasberg Tony Wharmby 20.09.2011 1 - 187
Tony lendir í skotárás í miðju leynilegu verkefni fyrir yfirmann sjóhersins. Reynir hann með aðstoð Gibbs að muna hvað gerðist nákvæmlega.
Restless Steven D. Binder James Whitmore, Jr. 27.09.2011 2 - 188
NCIS liðið rannsakar dauða sjóliða sem hnígur dauður niður í heimkomuveislu fyrir hann eftir að hafa verið stunginn og byrlað lyfi.
The Penelope Papers Nicole Mirante-Matthews Arvin Brown 04.10.2011 3 - 189
NCIS liðið rannsakar dauða flotaliðsforingja sem finnst með nafnspjald McGees. Rannsóknin leiðir liðið að hernaðarverkefni sem amma McGee vann að.
Enemy on the Hill George Schenck og Frank Cardea Dennis Smith 11.10.2011 4 - 190
NCIS liðið verður að vernda yfirlautinant eftir að þau komast að því að einhver er að reyna að drepa hann. Abby ákveður að gefa nýra sitt.
Safe Harbor Reed Steiner og Christopher J. Waild Terrence O´Hara 18.10.2011 5 - 191
NCIS liðið rannsakar skotárás um borð í skipi og nýtur aðstoðar Abigail Borin frá landhelgisgæslunni.
Thirst Scott Williams Tom Wright 25.10.2011 6 – 192
NCIS liðið rannsakar hugsanlegt morð á sjóliðsforingja sem hafði dáið úr ofvötnun en honum hafði verið byrlað alsælu.
Devil´s Triangle Steven D. Binder og Reed Steiner Leslie Libman 01.11.2011 7 - 193
Gibbs og Fornell aðstoða fyrrverandi eiginkonu sína þegar hún biður þá um aðstoð þegar núverandi eiginmaður hennar hverfur við sérstakar aðstæður.
Engaged (Part I) Gina Lucita Monreal James Whitmore, Jr. 08.11.2011 8 – 194
Flugvél sem inniheldur lík sjóliða sem dóu í Afghanistan hrapar til jarðar. NCIS liðið hefur 24 tíma til að bera kennsl á líkin áður en þeim er skilað til fjölskyldna þeirra.
Engaged (Part II) Gary Glasberg Tony Wharmby 15.11.2011 9 - 195
Gibbs og Ziva ferðast til Afghanistan í leit sinni að Gabriellu Flores sem hvarf eftir árás Talibana á skóla fyrir ungar stúlkur.
Sins of the Father George Schenck og Frank Cardea Arvin Brown 22.11.2011 10 - 196
Faðir Tonys er sakaður um morð og verður hann að stíga til hliðar á meðan rannsóknin stendur yfir. Á meðan reynir NCIS liðið að komast að því hver sé að koma sökinni á föður Tonys.
Newborn King Christopher J. Waild Dennis Smith 13.12.2011 11 - 197
NCIS liðið rannsakar morð kapteins á hótelherbergi. Rannsóknin leiðir í ljós að hann var að vernda ólétta konu gegn ónefndum aðilum.
Housekeeping Scott Williams Terrence O´Hara 03.01.2012 12 - 198
NCIS liðið rannsakar morð á sjóliðsforingja og leiðir rannsóknin liðið að E.J. Barrett og hinum dularfulla alríkisfulltrúa Casey Stratton.
A Desperate Man Nicole Mirante-Matthews Leslie Libman 10.01.2012 13 - 199
NCIS liðið rannsakar dauða liðsforingja sem finnst á framkvæmdasvæði.
Life Before His Eyes Gary Glasberg Tony Wharmby 07.02.2012 14 - 200
Við venjulegt kaffistopp á matsölustað, þá verður Gibbs fyrir skoti. Finnur hann sjálfan sig í öðruvísi heimi þar sem bæði lifandi og dauðar persónur úr lífi hans koma í heimsókn.
Secrets Steven D. Binder Leslie Libman 14.02.2012 15 – 201
NCIS liðið rannsakar dauða kapteins sem finnst í óvenjulegum búningi undir einkennisbúningi sínum.
Psych Out Gary Glasberg og Reed Steiner Dennis Smith 21.02.2012 16 - 202
NCIS liðið rannsakar hugsanlegt sjálfsmorð Robert Banks, virts sálfræðings hjá sjóhernum.
Need to Know George Schenck og Frank Cardea Michelle MacLaren 28.02.2012 17 - 203
Undirforinginn Wiley er myrtur áður en hann getur gefið upp mikilvægar upplýsingar um vopnasalann Agah Bayar.
The Tell Gina Lucita Monreal Tom Wright 20.03.2012 18 - 204
Gibbs verður að vinna með yfirmanni sjóhersins og Dr. Samantha Ryan til þess að finna út hver er að leka út leynilegum upplýsingum.
The Good Son Nicol Mirante-Matthews og Scott Williams Terrence O´Hara 27.03.2012 19 – 205
Rannsókn NCIS liðsins á dauða undirforingja leiðir liðið að mági Vance forsjóra NCIS.
The Missionary Position Allison Abner Arvin Brown 10.04.2012 20 - 206
Lík af liðsforingja fellur af himnum ofan. Tony og Ziva ferðast til Kólumbíu til aðstoða Monique gamla leiðbeinanda Ziva við leitina að presti.
Rekindled Christopher J. Waild og Reed Steiner Mark Horowitz 17.04.2012 21 - 207
NCIS liðið rannsakar brennuvarg sem dularfull tengsl við Watcher Fleet.
Playing With Fire George Schenck og Frank Cardea Dennis Smith 01.05.2012 22 - 208
Eftir árásina á herskipið U.S.S. Brewer þá reynir NCIS liðið að finna út hver sökudólgurinn er. Frekari rannsókn leiðir í ljós tengsl við brennuvarginn úr þættinum Rekindled.
Up in Smoke Steven D. Binder James Whitmore, Jr. 08.05.2012 23 - 209
Þegar hlustunarbúnaður finnst í tönn fulltrúans Ned Dorneget, þá fer NCIS liðið á fullt í leit sinni að Harper Dearing manninum á bakvið sprengingarnar í herskipunum.
Till Death Do Us Part Gary Glasberg Tony Wharmby 15.05.2012 24 - 210
Yfirvofandi hryðjuverkárás setur skuggann á brúðkaup Jimmy Palmers.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]