NCIS (4. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fjórða þáttaröðin af NCIS var frumsýnd 19. september 2006 og sýndir voru 24 þættir.

Aðalleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Aukaleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Þættir[breyta | breyta frumkóða]

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Shalom Donald Bellisario og John Kelley William Webb 19.09.2006 1 - 71
Ziva verður vitni að tilraun manndráps og verður eftirsótt af alríkislögreglunni sem morðingjinn. Er hún neydd til þess að biðja Gibbs um aðstoð.
Escaped Steven Binder og Christopher Silber Dennis Smith 26.09.2006 2 - 72
Gibbs aðstoðar Fornell þegar eftirlýstur morðingji hótar Fornell. Biður Gibbs um starf sitt aftur tímabundið til þess að geta enduropnað mál morðingjans.
Singled Out David North Terrence O´Hara 03.10.2006 3 - 73
Blóðugur bíll liðsforingja finnst tómur, leiðir rannsóknin NCIS liðið að stefnumótastað fyrir einhleypa.
Faking It Shane Brennan Thomas J. Wright 10.10.2006 4 - 74
Undirforingji finnst látinn í bíl sínum þar sem NCIS er skrifað í blóði á sætið. Rannsóknin verður flóknari þegar heimavarnarskrifstofan segir að rússneski njósnari sem er grunaður um morðið vinnur fyrir þá.
Dead and Unburied Nell Scovell Colin Bucksey 17.10.2006 5 - 75
Þegar týndur sjóliði finnst myrtur í tómu húsi, þá uppgvötar NCIS liðið að hann hafi verið grafinn í bakgarðinum og síðan grafinn upp aftur.
Witch Hunt Steven Kriozere James Whitmore Jr. 31.10.2006 6 - 76
NCIS liðið rannsakar mannrán á dóttur sjóliða sem finnst myrtur á heimili sínu. Rannsóknin leiðir í ljós að foreldrarnir bjuggu ekki saman og að stelpan gæti verið dóttir fyrrverandi kærasta konunnar.
Sandblast Robert Palm Dennis Smith 07.11.2006 7 - 77
Þegar ofursti deyr í sprengingu á golfvelli, þá verður NCIS liðið að rannsaka málið í samstarfi við ofurstann Hollis Mann frá herrannsóknardeildinni (CID).
Once a Hero Shane Brennan Thomas J. Wright 14.11.2006 8 - 78
Fyrrverandi sjóliði fellur til dauða á hóteli. Við rannsókn málsins þá kemst NCIS liðið að því að hann var heimilislaus og hafði verið heiðraður fyrir afrek sín hjá sjóhernum.
Twisted Sister Steven Binder Terrence O´Hara 21.11.2006 9 - 79
McGee brýtur allar reglur og stofnar starfi sínu í hættu þegar yngri systir hans kemur til hans öll blóðug og minnislaus.
Smoked John Kelley og Robert Palm Dennis Smith 28.11.2006 10 - 80
Í samstarfi við alríkislögregluna þá eltir NCIS liðið raðmorðingja eftir að maður finnst látinn í reykháfi á herstöð.
Driven Richard Arthur, John Kelley og Nell Scovell Dennis Smith 12.12.2006 11 - 81
Kona finnst látin í tölvustýrðum jeppa sem hún var að vinna að. Við fyrstu sýn virðist um skemmdarverk sé að ræða, en þegar Abby gerir tilraunir á bílnum þá dlætur hún næstum því lífið við það.
Suspicion Shane Brennan Colin Bucksey 16.01.2007 12 - 82
Þegar sjóliði finnst myrtur á móteli í litlum smábæ, þá er NCIS liðið kallað til. Sem uppgvötar sér til mikillar skelfingar að búið er að hreinsa glæpavettvanginn og að krufning hefur þegar verið gerð.
Sharif Returns Steven Binder Terrence O´Hara 23.01.2007 13 – 83
NCIS liðið kemst að því að 10 kílógrömm af hættulegu efnavopni er nú í höndunum á Mamoun Sharif, eftirlýstum hryðjuverkamanni. Reynir liðið að nota alla sína krafta að finna Sharif áður en hann planar næstu árás.
Blowback Shane Brennan, David North og Christopher Silber Thomas J. Wright 06.02.2007 14 - 84
Ducky tekur þátt í leyniaðgerð sem vopnasali eftir að alþjóðlegur vopnasali að nafni Goliath sem NCIS liðið hafði handtekið lætur lífið.
Friends and Lovers John Kelley Dennis Smith 13.02.2007 15 - 85
NCIS liðið rannsakar andlát sjóliða sem er talinn hafa látist úr ofstórum lyfjaskammti, þangað til Abby uppgvötar blóðug skilaboð.
Dead Man Walking Nell Scovell Colin Bucksey 20.02.2007 16 - 86
Liðsforingi kemur á skrifstofu NCIS og segist hafa verið byrlað eitur. NCIS liðið reynir að komast að því hver myndi vilja myrða liðsforingjann og Ziva bindist tilfinningalegum böndum við hann.
Skeletons Jesse Stern James Whitmore Jr. 27.02.2007 17 - 87
Sprenging verður í hergrafhýsi með þeim afleiðingum að nokkrir líkamspartar finnast. Svo virðist sem NCIS liðið er að eltast við raðmorðingja. Gibbs verður hissa á loka útkomunni í málinu.
Iceman Shane Brennan Thomas J. Wright 20.03.2007 18 - 88
Maður lifnar við í miðri krufningu hjá Ducky. NCIS liðið reynir að rekja ferðir hans áður en hann lenti hjá Ducky. Uppgvötar liðið tengingu á milli mannsins og fortíðar Gibbs.
Grace Period John Kelley James Whitmore Jr. 03.04.2007 19 - 89
Ónafngreint símtal til NCIS um hugsanlegan hryðjuverkamann leiðir tvo NCIS fulltrúa í gildru sem endar með dauða þeirra.
Cover Story David North Dennis Smith 10.04.2007 20 - 90
Við rannsókn á dauða undirforingja þá kemst McGee að því að einhver er að endurskapa glæpavettvanga úr nýjustu bókinni sem hann er að skrifa.
Brothers In Arms Steven Binder Martha Mitchell 24.04.2007 21 - 91
Heimildarmaður sem Shepard er að hitta er drepinn fyrir framan hana.
In The Dark Steven Binder Thomas J. Wright 01.05.2007 22 - 92
Aðstoðarmaður blinds ljósmyndara sér látinn sjóliða á einni af myndunum hans.
Trojan Horse Donald Bellisario og Shane Brennan Terrence O´Hara 08.05.2007 23 - 93
Maður finnst látinn í leigubíl fyrir utan skrifstofur NCIS, á samatíma er Gibbs tímabundið yfir NCIS á meðan Shepard er erlendis.
Angel of Death Donald Bellisario Dennis Smith 22.05.2007 24 - 94
Dýpstu leyndarmál allra hjá NCIS liðinu er í hættu þegar heimavarnarskrifstofan lætur þau taka lygapróf. Á sama tíma þá eru Tony og kærasta hans Jeanne tekin gíslar af eiturlyfjasala.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]