Fara í innihald

Pauley Perrette

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pauley Perrette
Pauley Perrette
Pauley Perrette
Upplýsingar
FæddPauley Perrette
27. mars 1969 (1969-03-27) (55 ára)
Ár virk1994 -
Helstu hlutverk
Abby Sciuto í NCIS

Pauley Perrette (fædd 27. mars 1969) er bandarísk leikkona, rithöfundur og talsmaður borgararéttinda, sem er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Abby Sciuto í NCIS.

Perrette fæddist í New Orleans, Louisiana í Bandaríkjunum og fluttist mikið um þegar hún var yngri vegna vinnu föðurs hennar. Hún stundaði nám við Valdosta State háskólann í Valdosta, Georgíu þar sem hún lærði félagsfræði, sálfræði og afbrotafræði.[1]

Perrette styður mörg góðgerðarsamtök, þar á meðal dýrasamtök, Rauða krossinn, borgararéttindi og réttindi samkynhneigða. Perrette var gift leikaranum og tónlistarmanninum Coyote Shivers í þrjú ár. Hún giftist kvikmyndatökumanninn Michael Bosman í febrúar 2009.[2][3]

Perrette er lagahöfundur og söngvari sem hefur spilað í mörgum hljómsveitum og hefur gefið út nokkra geisladiska. Tók hún upp lagið Fear meðsamið af Tom Polce undir nafninu Stop Making Friends. Lagið var gefið út á NCIS: The Official TV geisladisknum sem var gefinn út 10. febrúar 2009.[4] Hún var einnig aðalsöngvari hljómsveitarinnar Lo-Ball sem Pauley P[5]. Lagið Can't Get Me Down eftir hljómsveitina má heyra í kvikmyndinni Legally Blonde. Perrette kom fram í tónlistasmyndbandinu The Unnamed Feeling með Metallicu.

Perrette hefur komið fram í mörgum kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, auglýsingum, tónlistamyndböndum og stuttmyndum gegnum árin. Fyrsta hlutverk hennar var í sjónvarpsþættinum ABC Afterschool Specials frá 1994. Hefur kom fram sem gestaleikari í sjónvarpsþáttum á borð við: Frasier, The Drew Carey Show, Philly, 24 og CSI: Crime Scene Investigation. Perrette hefur síðan 2003 leikið réttarrannsóknarsérfræðinginn Abby Sciuto í sjónvarpsþættinum NCIS.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1997 The Price of Kissing Renee sem Pauley P.
1998 Hand on the Pump Hi-Girl
1998 Hoofboy ónefnt hlutverk
2000 Civility Carolyn
2000 Almost Famous Alice Wisom
2001 My First Mister Bebe
2002 The Ring Beth
2002 Hungry Hearts Cokie Conner
2003 Ash Tuesday Gina Mascara
2003 Brother Bear Ástfanginn kvennbjörn Talaði inn á
2004 Cut and Run Jolene
2004 A Moment of Grace Dr. Grace Peters
2005 Potheads: The Movie LuLu
2009 To Comfort You Theresa
2010 Satan Hates You Marie Flowers
2010 The Singularity Is Near Ramona
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1994 ABC Afterschool Specials Shannon Þáttur: Magical Make-Over
1996 Moloney Samantha Þáttur: Pilot
1996-1997 Murder One Gwen 10 þættir
sem Pauley P.
1997 Early Edition Theresa LaParko Þáttur: Mob Wife
sem Pauley P.
1996-1997 Frasier Rebecca 2 þættir
sem Pauley P.
1998 That´s Life Lisa 6 þættir
1998 The Naked Truth Ilana Þáttur: The Seer and the Sucker
1998 The Drew Carey Show Darcy 4 þættir
1999 Batman Beyond: The Movie Lögreglumaður Sjónvarpsmynd
Talaði inn á
1999 Batman Beyond Lögreglumaður Þáttur: Golem
Talaði inn á
1999 Jesse Gwen 3 þættir
1999 Veronica´s Closet Nicole Þáttur: Veronica´s Little Ruse
2001 Smash Charley ónefndir þættir
1999-2001 Cecilia Wisnarski 19 þættir
2001 Dead Last Erica Þáttur: Death Is in the Air
2001 Philly Angela Þáttur: Light My Fire
2001 Dawson´s Creek Rachel Weir, Ph.D. 2 þættir
2001-2002 Special Unit 2 Alice Cramer 4 þættir
2002 24 Tanya 2 þættir
2002 Red Skies Patty Peirson Sjónvarpsmynd
2002 Haunted Nadine Þáttur: Fidelity
2003 CSI: Crime Scene Investigation Candeece / Pink Þáttur: Lady Heather´s Box
2003 JAG Abby Sciuto 2 þættir
2009 NCIS: Los Angeles Abby Sciuto 2 þættir
2010 FCU: Fact Checkers Unit Pauley 8 þættir
2003-til dags NCIS Abby Sciuto 186 þættir

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

Beverly Hills kvikmyndahátíðin

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. http://www.tvguide.com/celebrities/pauley-perrette/bio/190740
  2. Heldman, Breanne L. „NCIS Star Pauley Perrette Engaged“. E Online. Sótt 27. janúar 2009.
  3. „NCIS star Pauley Perrette gets candid about her wedding“. ET Online. 17. mars 2007. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. júlí 2010. Sótt 25. apríl 2011.
  4. „NCIS: The Official TV Soundtrack“. Ncismusic.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. desember 2008. Sótt 27. júní 2009.
  5. Ridge, Carla (júlí 2000). „I Love the Nightlife“. Mash Magazine.