Nýhil

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nýhil var íslensk jaðarbókaútgáfa og félag ungra ljóðskálda, stofnað árið 2004,[1] sem vakti athygli með nýstárlegum ljóðaupplestrum. Fagurfræði hópsins markaðist ýmist af samfélagslegri gagnrýni eða framúrstefnutilraunum í ljóðlist.

Alþjóðleg ljóðahátíð Nýhils fór fram í sjötta sinn Norræna húsinu haustið 2010.[2] Þá rak forlagið um tíma ljóðabókabúð í Kjörgarði við Laugaveg.[3]

Norrænar bókmenntir[breyta | breyta frumkóða]

Nýhil gerði árið 2006 samning við Landsbankann þess efnis að bankinn keypti 130 áskriftir á níu bóka röðinni Norrænar bókmenntir sem forlagið var með í vinnslu. Ætlunin var að dreifa bókunum til bókasafna um allt land.[4] Eftirfarandi titlar voru í bókaröðinni:

Höfundur Bók Ár
Eiríkur Örn Norðdahl Blandarabrandarar (die Mixerwitze) 2005
Haukur Már Helgason Rispa jeppa 2005
Kristín Eiríksdóttir Húðlit auðnin 2006
Ófeigur Sigurðsson Roði 2006
Óttar M. Norðfjörð Gleði & glötun 2005
Steinar Bragi Litli kall strikes again 2006
Valur Brynjar Antonsson Eðalog: drög að vísindaljóðlist 21. aldar 2006
Þórdís Björnsdóttir Og svo kom nóttin 2006
Örvar Þóreyjarson Smárason Gamall þrjótur, nýir tímar 2005

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. http://www.rochester.edu/College/translation/threepercent/index.php?id=3659
  2. „Sjötta alþjóðlega ljóðahátíð Nýhils“. Sótt 15. júlí 2013.
  3. Nýhil opnar ljóðabókabúð“, Morgunblaðið, 20. maí 2006, skoðað þann 15. júlí 2013.
  4. Bókhneigður banki“, Morgunblaðið, 3. mars 2006, skoðað þann 15. júlí 2013.
  Þessi dægurmenningagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.