Dimma (útgáfa)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Merki Dimmu

Dimma er íslensk bóka- og tónlistarútgáfa sem var stofnuð árið 1992 af Aðalsteini Ásberg Sigurðssyni rithöfundi og tónlistarmanni. Fyrsta áratuginn var aðallega um að ræða útgáfu á tónlist, en líka fáeinar bækur. Frá og með árinu 2005 óx útgáfunni ásmegin og var jazztónlist áberandi þáttur í starfseminni, en allt frá árinu 2010 hefur útgáfan lagt aukna áherslu á innlendar og erlendar fagurbókmenntir, ekki síst ljóð og ljóðaþýðingar.