Forlagið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Forlagið er stærsta bókaforlag á Íslandi.[1][2] Það gefur út um 150 titla á ári[3] undir merkjum JPV, Máls og menningar, Vöku-Helgafells, Iðunnar, og Ókeibóka[4].

Það varð til árið 2007 þegar Mál og menning keypti útgáfuhluta Eddu og sameinaði hann við JPV.[1] Félagið sameinaðist svo Vegamótum árið 2008.[5] Mál og menning á helmingshlut í Forlaginu og fer með stjórnarformennsku.[1]

Árið 2017 var Forlagið með nærri 50% markaðshlutdeild í almennri bókaútgáfu á Íslandi,[6] fjórum sinnum meira en næststærsti útgefandinn, Bjartur-Veröld.[6]

Árlegur hagnaður er um 50 milljónir.[1]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 „Forlagið hefur alltaf skilað hagnaði“. Morgunblaðið . 4 August 2016. Sótt 28 March 2020.
  2. „Forlagið hættir að selja bækur í plasti“. Morgunblaðið . Sótt 28 March 2020.
  3. Hauksdottir, Kristrun (1 September 2016). „About Forlagid“. Forlagið bókabúð . Sótt 28 March 2020.
  4. „Um útgáfuna“. Forlagið . 6 November 2015. Sótt 28 March 2020.
  5. „Forlagið sektað um 25 milljónir“. Morgunblaðið . Sótt 28 March 2020.
  6. 6,0 6,1 „Forlagið skal enn lúta skilyrðum Samkeppniseftirlitsins“. Vísir.is. Sótt 28 March 2020.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.