Ljóðlist

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Ferskeytla sem eignuð er Gaozong keisara Songveldisins í Kína.

Ljóðlist er listgrein þar sem megináhersla er lögð á uppsetningu og hrynjandi tungumál, heldur en efnislegt innihald textans og fegurð tungumálsins getur fengið að njóta sín. Verk sem samin eru af ljóðskáldum nefnast ljóð.

Ljóðlist á sér langa sögu og eldri tilraunir til skilgreiningar (t.d. í verkum Aristótelesar) fjölluðu aðallega um framburð í leikritum, sem oft voru flutt í bundnu máli. Áhersla á hrynjandi og rím óx og var mikilvægur þáttur í skilgreiningu ljóðlistar á miðöldum. Frá miðri 20. öldinni hefur skilgreiningin verið útvíkkuð talsvert og skáldskapur í óbundnu máli getur fallið undir skilgreininguna að því gefnu að áhersla sé lögð á fagurfræði málsins.

Þótt skilgreiningin á ljóðum og ljóðlist hafi verið útvíkkuð í seinni tíð eru þó enn til afbrigði ljóðlistar sem lúta mjög ströngum bragfræðilegum reglum. Dæmi um það eru íslenska ferskeytlan og japanska ljóðformið haiku.

Tenglar[breyta]

Einkennismerki Wikiorðabókar
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.