Óttar M. Norðfjörð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Óttar M. Norðfjörð (f. 29. janúar 1980) er íslenskur rithöfundur og ljóðskáld.

Bækur Óttars hafa margar vakið mikið umtal og sumar selst vel. Ævisagan Hannes: nóttin er blá, mamma sat í margar vikur í efsta sæti metsölulista Eymundsson og varð jafnframt ein mest selda bók ársins 2006 [1]. Þá var skáldsagan Hnífur Abrahams 15. mest selda bókin á íslensku árið 2007 [2]. Bækur hans hafa verið þýddar á hollensku[3], þýsku[4], frönsku[5] og spænsku[6].

Óttar var tilnefndur til Blóðdropans, hinna íslensku glæpasagnaverðlauna árið 2012 fyrir skáldsöguna Lygarann[7]. Hann hlaut Tindabikkju Glæpafélags Vestfjarða árið 2013 fyrir Blóð hraustra manna[8].

Ævi og störf[breyta]

Óttar fæddist í Reykjavík og ólst upp í Norðurmýri. Hann er sonur arkitektanna og hjónanna Alenu Anderlovu og Sverris Norðfjörð. Sverrir lést árið 2008[9].

Óttar gekk í æfingaskóla Kennaraháskóla Íslands, þar sem hann var m.a. hluti sveitar skólans á skólaskákmóti Reykjavíkur[10]. Þaðan fór Óttar í Menntaskólann við Hamrahlíð og útskrifaðist sem einingadúx af eðlisfræði- og náttúrufræðibraut vorið 2000[11].

Hann er með meistaragráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands.

Sumar bækur Óttars bera þess merki að hann stundaði myndlistarnám frá unga aldri[12], en árið 2004 hélt hann sýningu á málverkum sínum í Gallerí Tukt[13].

Stjórnmálaþátttaka og samfélagsmál[breyta]

Óttar skipaði 9. sæti á framboðslista Nýs afls í Reykjavíkurkjördæmi norður í Alþingiskosningunum 2003.[14].

Óttar hefur verið virkur í starfi Torfusamtakanna. Veturinn 2007-2008 skipulagði hann mótmælafund[15] og herferð[16] til að verja hús við Laugaveg niðurrifi. Úr varð að Reykjavíkurborg keypti húsin sem um ræddi af verktökunum sem ætluðu að rífa þau[17] og hefur síðan látið gera þau upp.

Óttar var eitt þeirra skálda sem vöktu athygli fyrir vasklega framgöngu í búsáhaldabyltingunni[18].

Verk[breyta]

Óttar hefur gefið út ljóðabækur, teiknimyndasögur og klippiverk hjá Nýhil[19]. Fyrsta skáldsaga hans, Barnagælur, kom út hjá Máli og menningu árið 2005[20] og síðan þá hafa komið út Hnífur Abrahams (2007), Sólkross (2008), Paradísarborgin (2009), Áttablaðarósin (2010), Lygarinn (2011) og Una (2012) hjá Sögum útgáfu[21]. Blóð hraustra manna, sem Forlagið gaf út 2013, er sjálfstætt framhald spennumyndarinnar Borgríkis. Hún var samin samhliða handriti kvikmyndarinnar Borgríki 2: Blóð hraustra manna, sem til stendur að frumsýna haustið 2014[22].

Ljóðabækur[breyta]

 • Grillveður í október (2004)
 • Sirkus (2005)
 • Gleði og glötun (2005)
 • A-Ö (2006)
 • Spegill sálarinnar, tár hugans (2009, tileinkuð Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni)

Skáldsögur[breyta]

 • Barnagælur (2005)
 • Hnífur Abrahams (2007)
 • Sólkross (2008)
 • Paradísarborgin (2009)
 • Örvitinn eða hugsjónamaðurinn (2010)
 • Áttablaðarósin (2010)
 • Lygarinn: sönn saga (2011)
 • Una (2012)
 • Blóð hraustra manna (2013)

Æviþættir og sagnfræðirit[breyta]

 • Hannes: nóttin er blá, mamma (2006)
 • Hólmsteinn: holaðu mig, dropi, holaðu mig (2007)
 • Íslam með afslætti (2008, ritstjóri ásamt Auði Jónsdóttur)
 • Gissursson: hver er orginal? (2008)
 • Snillingurinn: ævisaga Hannesar Hólmsteinars (2009)
 • Arkitektinn með alpahúfuna: ævisaga Sverris Norðfjörð (2010)
 • Teflt fyrir augað: 12 bestu skákir Sverris Norðfjörð (2010)
 • Íslenskir kapítalistar 1918-1998 (2011)
 • Jóhannesarguðspjall (2014)

Teiknimyndasögur[breyta]

 • Jón Ásgeir og afmælisveislan (2007)
 • Tíu litlir bankastrákar (2008)

Neðanmálsgreinar[breyta]

 1. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1144414/
 2. 24 stundir, 4. janúar 2008, s. 16. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3623486
 3. http://www.verbumcrime.nl/pages/nl/boeken/abrahams-mes
 4. http://www.aufbau-verlag.de/index.php/autoren/ottar-martin-norofjoro-a01
 5. „Frakkar gefa út Sólkross og vilja kvikmynda bókina“, Fréttablaðið, 28. ágúst 2012
 6. http://www.duomoediciones.com/autor/58/ottar-martin-nordfjord/
 7. http://bokmenntir.is/desktopdefault.aspx/tabid-4780/8282_view-5633/
 8. „Blóð hraustra manna hlaut Tindabikkjuna“, bb.is, 3. febrúar 2014
 9. Sverrir Norðfjörð: minning. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1225091/
 10. „Karpov, Kamsky og Adams jafnir“, Morgunblaðið, 6. maí 1995, s. 40. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=127374&pageId=1829249
 11. „158 brautskráðir frá MH“, Morgunblaðið, 30. maí 2000, s. 13. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=132922&pageId=1969102
 12. „Læra mest á því að skoða“, Morgunblaðið, 22. nóvember 1987, s. 56. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=121502&pageId=1668746
 13. „Listopnanir“, Fréttablaðið, 31. janúar 2004, s. 43. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=264002&pageId=3713904
 14. „Auglýsing landskjörstjórnar“, Fréttablaðið, 30. apríl 2003. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=263625&pageId=3702133
 15. „Húsavinir blása til sóknar“, Morgunblaðið, 19. desember 2007, s. 2. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=286080&pageId=4178111
 16. „Lítil viðbrögð til varnar niðurrifi húsa“, Morgunblaðið, 18. janúar 2008, s. 10. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=286239&pageId=4181490
 17. „Borgin kaupir Laugaveg 4 og 6“, mbl.is, 25. janúar 2008. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2008/01/25/borgin_kaupir_laugaveg_4_og_6/
 18. „Skáld í fremstu röð“, Fréttablaðið, 24. janúar 2009, s. 52. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=278834&pageId=4020022
 19. http://nyhil.org/m/
 20. http://www.forlagid.is/?p=6084
 21. http://sogurutgafa.is/islensk-skaldverk.html
 22. Fréttablaðið, 20. júní 2012: Samdi nýja skáldsögu sem er framhald Borgríkis

Tenglar[breyta]