Fara í innihald

Martin Sheen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Martin Sheen
Martin Sheen árið 2008
Martin Sheen árið 2008
Upplýsingar
FæddurRamón Antonio Gerard Estévez
3. ágúst 1940 (1940-08-03) (83 ára)
Ár virkur1961 -
Helstu hlutverk
Josiah Bartlet í The West Wing
Benjamin L. Willard í Apocalypse Now
Kit í Badlands
Carl Fox í Wall Street
Robert E. Lee í Gettysburg
Queenan í The Departed

Martin Sheen (fæddur Ramón Antonio Gerardo Estévez þann 3. ágúst 1940) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í The West Wing, Apocalypse Now, Wall Street, Badlands og The Departed.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Sheen er fæddur og uppalinn í Dayton, Ohio en ólst einnig upp í Bermúda og er af spænskum og írskum uppruna en báðir foreldrar hans voru innflytjendur. Martin er sjöundi í röðinni af tíu systkinum.[1]

Sheen vildi ungur verða leikari en faðir hans var á móti því og gegn vilja föður síns fékk hann lánaða peninga frá kaþólskum presti og fluttist til New York-borgar um tvítugt til að gerast leikari.[2]

Þann 22. ágúst 1989 var Sheen heiðraður með stjörnu á Hollywood Walk of Fame göngugötunni sem er staðsett við 1500 Vine Street.

Nafnabreyting[breyta | breyta frumkóða]

Leiklistarnafn hans Martin Sheen er samsett af tveimur eftinöfnum manna sem höfðu áhrif á hann, Robert Dale Martin, leikaravalsleikstjóra sem gaf honum fyrsta hlutverkið og sjónvarpserkibiskupnum Fulton J. Sheen.[3] Árið 2003 í viðtali í sjónvarpsþættinum Inside the Actors Studio útskýrði Sheen nafnabreytinguna sína og sagði hann: Í hvert skipti sem hann hringdi til að panta tíma vegna vinnu eða íbúðar og gaf upp nafn sitt, þá kom alltaf hik og þegar ég kom á staðinn þá var alltaf starfið eða íbúðin farin. Ég hugsaði að ég ætti nógu erfitt með að fá leikarahutverk, svo ég bjó til Martin Sheen. Opinberlega er nafnið enn Estevez. Ég hef aldrei breytt því opinberlega. Ég mun aldrei gera það. Það stendur á ökuskírteininu mínu og vegabréfi og öðru. Ég byrjaði að nota Sheen, ég ákvað að prófa það, og áður en ég vissi af var ég farinn að fá vinnu og þá var það of seint. Staðreyndin er sú að eitt af því sem ég sé eftir er að halda ekki nafninu mínu sem mér var gefið. Ég veit að það angraði föður minn.[4][2][5]

Fjölskylda[breyta | breyta frumkóða]

Sheen giftist Janet Templeton árið 1961 og saman eiga þau fjögur börn, þrjá syni og eina dóttur, sem eru öll leikarar: Emilio, Ramón, Carlos og Renée. Öll ákváðu þeir að nota upprunalegu nöfnin sín, fyrir utan Carlos sem ákvað að nota leiklistarnafn föður síns og er þekktur undir nafninu Charlie Sheen.[4][1]

Hefur hann leikið föður sona sinna Emilio Estevez og Charlie Sheen í ýmsum verkefnum: lék hann föður Emilios í The War at Home, In the Custody of Strangers og The Way, og föður Charlies í Wall Street, No Code of Conduct og tveimur þáttum af Spin City. Kom hann einnig fram sem gestaleikari í þætti af Two and a Half Men þar sem hann lék föður nágranna Charlies. Martin lék einnig „framtíðar“ útgáfu Charlie í VISA sjónvarpsauglýsingu. Martin hefur einnig leikið aðrar persónur með sonum sínum og dóttur. Lék hann í kvikmyndinni Bobby, sem var leikstýrt af Emilio. Dóttir hans Renée var með aukahlutverk í The West Wing, sem einn af riturum forsetans.

Sheen (hægri) með syni sínum Emilio Estevez í Febrúar 2011
Charlie Sheen er yngsti sonur Martins.

Pólitísk málefni[breyta | breyta frumkóða]

Þó Sheen hafi ekki stundað nám við háskóla, þá segir hann að samfélag Maríanista við háskólann í Dayton hafi haft sterk áhrif á opinberu aðgerðarstefnu hans. Sheen er þekktur fyrir hversu opinskár hann er í stuðningi við frjálslynd málefni, eins og gagnvart bandaríska hernum og eiturefnaúrgangs brennsluofninu í East Liverpool, Ohio. Sheen er talsmaður hugtaksins „consistent life ethic“, sem vinnur gegn fóstureyðingum, dauðrefsingum og stríði.[6] Styður hann einnig lögin Pregnant Women Support Act sem innleidd voru af Democrats for Life of America.[7] Árið 2004, ásamt Rob Reiner, studdi Sheen Howard Dean, hugsanlegt forsetaefni Demókrataflokksins, og síðan meir John Kerry.

Þann 16. maí 1995, áttu Sheen og Paul Watson frá umhverfissamtökunum Sea Shepherd, í umræðum við kanadíska selaveiðimenn á hóteli á Magdalen-eyjum vegna fyrri árása Sea Shepherd á selaveiðimenn og hvalveiðiskip. Sheen samdi við veiðmennina á meðan Watson var fylgt út á flugvöll af lögreglunni.[8] Í byrjun árs 2003 skrifaði Sheen undir yfirlýsinguna „Not in My Name“ vegna andstöðunnar við innrásina í Írak (ásamt Noam Chomsky og Susan Sarandon). Yfirlýsingin birtist í tímaritinu The Nation. Þann 28. ágúst 2005 heimsótti hann hernaðarandstæðinginn Cindy Sheehan við Camp Casey í Crawford í Texas. Bað hann með henni og talaði við stuðningsmenn hennar. Byrjaði hann ummæli sín á því að segja, „að minnsta kosti hafið þið núverandi forseta Bandaríkjanna.“ Átti hann við hlutverk sitt sem forsetinn Josiah Bartlet í sjónvarpsþættinum The West Wing.[9] En Cindy Sheehan hafði beðið um annan fund með George W. Bush forseta bandaríkjanna.[10]

Sheen hefur einnig mætt á fundi hjá umhverfissamtökunum Earth First![11] og komið fram á samkomum We Day fyrir ungt fólk.[12] Sheen hefur einnig styrkt samtökin Help Darfur Now sem eru nemendasamtök sem hjálpa fórnarlömbum þjóðarmorðanna í Darfur í vesturhluta Súdan.

Í mars 2012 kom Sheen fram ásamt George Clooney í uppfærslu Dustin Lance Black á leikritinu 8 sem fjallar um hjónabönd samkynhneigða.[13] Sýningin var haldin við Wilshire Ebell Theatre í Los Angeles og var sýnd á YouTube til að safna fjárframlögum fyrir samtökin American Foundation for Equal Rights.[14][15]

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Leikhús[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta leikhúshlutverk Sheen var árið 1964 í leikritinu Never Live Over a Pretzel Factory. Hefur hann síðan þá komið fram í leikritum á borð við Death of a Salesman, The Subject Was Roses, The Wicked Cooks, Rómeó og Júlía og Júlíus Caesar.

Sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta sjónvarpshlutverk Sheen var árið 1961 í þættinum Route 66. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Armstrong Circle Theatre, The Outer Limits, The Nurses, Camera Three, Hawaii Five-O, The Mod Squad, Columbo, Captain Planet and the Planeteers, Simpsonfjölskyldan, Spin City og Studio 60 on the Sunset Strip.

Sheen hefur einnig komið fram í sjónvarpsmyndum á borð við Ten Blocks on the Camino Real, Welcome Home, Johnny Bristol, Pursuit, Crime Club, Message to My Daughter, Choices of the Heart, Touch and Die, Guns of Honor, Hostile Waters og Forget Me Never.

Árin 1999 – 2006 lék Sheen forseta Bandaríkjanna, Joshiah Bartlet, í bandaríska dramaþættinum The West Wing.

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta kvikmyndahlutverk Sheen var árið 1967 í The Incident. Árið eftir endurtók hann hlutverk sitt í The Subject Was Roses en hann hafði leikið leikritinu. Lék á móti Sissy Spacek í glæpamyndinni Badlands árið 1973.

Árið 1976 var honum boðið hlutverk Benjamin L. Willard af Francis Ford Coppola fyrir kvikmyndina Apocalypse Now. Fyrir hlutverk sitt í myndinn jókst hróður hans sem leikari. Kvikmyndatökur fóru fram í frumskógum Filippseyja. Sheen hefur sagt að hann hafi ekki verið í sínu besta líkamslegaformi og drakk mikið.[4] Fyrir opnunarsenuna á hótelinu þurfti Sheen ekkert að leika mikið þar sem hann átti afmæli og var mjög drukkinn.[16] Eftir tólf mánuði við tökur náði Sheen líkamlegum þolmörkum sínum sem endaði með smávægilegu hjartaáfalli og þurfti hann að skríða út á veg til að fá hjálp.[4] Eftir hjartaáfallið tók yngri bróðir hans Joe Estevez við hlutverkinu í víðskotum og talsetningu.[17] Sheen kom aftur til starfa eftir nokkrar vikur.[16]

Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Gandhi, The Dead Zone, Wall Street, Hot Shots! Part Deux, Trigger Fast, The American President, Gunfighter, Catch Me If You Can, Bobby, The Departed og The Way.

Kvikmyndir og sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1967 The Incident Artie Connors
1968 The Subject Was Roses Timmy Cleary
1970 Catch-22 1st Lt. Dobbs
1972 No Drums, No Bugles Ashby Gatrell
1972 Pickup on 101 Les
1972 Rage Maj. Holliford
1973 When the Line Goes Through Bluff Jackson
1973 Conflict Father Kinsella
1973 Badlands Kit
1974 The Legend of Earl Durand Luther Sykes
1976 The Cassandra Crossing Robby Navarro
1976 The Little Girl Who Lives Down the Lane Frank Hallet
1979 Apocalypse Now Kapteinn Benjamin L. Willard
1979 Eagle´s Wing Pike
1980 The Final Countdown Warren Lasky
1981 Loophole Stephen Booker
1982 No Place to Hide Kynnir Talaði inn á
1982 Gandhi Walker
1982 That Chamionship Season Tom Daley
1983 Nobody´s Heroes Faðir
1983 Enigma Alex Holbeck
1983 In the King of Prussia Dómarinn Samuel Salus II
1983 Man, Woman, and Child Robert Beckwith
1983 The Dead Zone Greg Stillson
1984 Firestarter Kapteinn Hollister
1986 A Life in the Say Kynnir
1986 A State of Emergency Dr. Alex Carmody
1987 The Believers Cal Jamison
1987 Siesta Del
1987 Wall Street Carl Fox
1988 Da Charlie
1988 Judgment in Berlin Herbert J Stern
1989 Beverly Hills Brats Dr. Jeffrey Miller
1989 Beyond the Stars Paul Andrews
1989 Cold Front John Hyde
1990 Cadence McKinney
1991 JFK Kynnir Talaði inn á
óskráður á lista
1993 My Home, My Prison Kynnir Talaði inn á
1993 Grey Knight Gen. Haworth
1993 Hear No Evil Lt. Brock
1993 Hot Shots! Part Deux Kapteinn Benjamin L. Willard óskráður á lista
1993 Gettysburg Gen. Robert E. Lee
1994 Fortunes of War Francis Labeck
1994 When the Bough Breaks Kapteinn Swaggert
1994 Trigger Fast Jackson Baines Hardin/Ole Devil
1994 Boca Jesse James Montgomery
1994 Hits! Kelly
1995 Captein Nuke and the Bomber Boys Jeff Snyder
1995 Sacred Cargo Presturinn Andrew Kanvesky
1995 Les cent et une nuits de Simon Cinéma ónefnt hlutverk óskráður á lista
1995 Running Wild Dan Walker
1995 Gospa Presturinn Jozo Zovko
1995 The Break Gil Robbins
1995 Dillinger and Capone John Dillinger
1995 Dead Presidents Dómarinn óskráður á lista
1995 The American President A.J. Maclnerney
1996 The Elevator Sarge
1996 The War at Home Bob Collier
1996 Entertaining Angels: The Dorothy Day Story Peter Maurin
1997 Truth or Consequences, N.M. Herra
1997 Spawn Jason Wynn
1998 Family Attraction Forseti
1998 Snitch Hanlon
1998 Shadrach Kynnir Talaði inn á
1998 A Letter from Death Row Faðir Michaels
1998 Free Money Nýji fangelsisstjórinn
1998 No Code of Conduct Bill Peterson
1999 Gunfighter Ókunni maðurinn
1999 Ninth Street Presturinn Frank
1999 Lost & Found Millstone
1999 A Texas Funeral Afinn Sparta
1999 A Stranger in the Kingdom Sigurd Moulton
2001 O Þjálfarinn Duke Goulding
2002 We the People ónefnt hlutverk
2002 Catch Me If You Can Roger Strong
2003 Milost mora Frederik
2003 The Commission Dep. Atty. Gen. Nicholas Katzenbach
2003 Los reyes magos Gaspar Talaði inn á
2004 Jerusalemski sindrom ónefnt hlutverk
2006 Bordertown George Morgan
2006 Bobby Jack
2006 The Departed Queenan
2007 Flatland: The Movie Arthur Square Talaði inn á
2007 Talk to Me E.G. Sonderling
2008 Hope Not Lost Kynnir Talaði inn á
2008 Man in the Mirror Fallinn hermaður/JC Super Star/Maður í svörtu
2009 Echelon Conspiracy Raymond Burke
2009 Imagine That Dante D´Enzo
2009 Love Happens Tengdafaðir Burkes
2009 The Bell Kynnir Talaði inn á
2009 Chamaco Dr. Frank Irwin
2010 The Way Tom
2011 Stella Days Fr. Daniel Barry
2011 The Double Tom Highland
2012 Walk & Talk: The West Wing Reunion Forsetinn Josiah ´Jed´ Bartlet
2012 Walk & Talk – The West Wing Reunion: Behind the Scenes ónefnt hlutverk
2012 The Amazing Spider-Man Frændinn Ben
2012 Seeking a Friend for the End of the World Frank
2013 Bhopal: A Prayer for Rain Warren Anderson
???? Flatland Arthur Square Í eftirvinnslu
2014 The Amazing Spider-Man 2 Frændinn Ben Í frumvinnslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1961 Route 66 Packy Þáttur: …And the Cat Jumped Over the Moon
1962 Naked City Afgreiðslumaður/Nick/Philip ´Philly´ Kosnik 3 þættir
1962-1963 The United States Steel Hour Tom/Walt 3 þættir
1963 Armstrong Circle Theatre Fuller Þáttur: The Aggressor Force
1963 Arrest and Trial Dale Beatty Þáttur: We May Be Better Strangers
1963 The Outer Limits Óbreytti hermaðurinn Arthur Dix Þáttur: Nightmare
1963-1964 East Side/West Side Fyrsti lögreglumaður/Vince Arno 2 þættir
1964 My Three Sons Randy Griggs Þáttur: The Guys and the Dolls
1963-1964 The Nurses Saunders/Carl 3 þættir
1961-1964 The Defenders Adam Novins/Joye Americus/Dino Locatelli/Arnold McCabe 4 þættir
1965 For the People Louis Cahane Þáttur: The Killing of One Human Being
1965 The Trials of O´Brien Arthur Beckett Þáttur: Charlie Has All the Luck
1965-1970 As the World Turns Jack Davis ónefndir þættir
1966 Hawk Peter Jannus Þáttur: Death Comes Full Circle
1966 Ten Blocks on the Camino Real Kilroy Sjónvarpsmynd
1967 Flipper Phil Adams Þáttur: Flipper and the Seal
1967 The Catholic Hour Ungur maður 3 þættir
1967 The Edge of Night Roy Sanders ónefndir þættir
1968 Camera Three Hamlet 2 þættir
1968 N.Y.P.D. Fred Janney Þáttur: The Peep Freak
1969 Mission: Impossible Liðþjálfinn Albert Brocke Þáttur: Live Bait
1969 Lancer Andy Blake Þáttur: The Knot
1969 Then Came Bronson Nick Oresko Þáttur: Pilot
1970 Bracken´s World Joey Jason Þáttur: Papa Never Spanked Me
1970 The Andersonville Trial Kapteinn Williams Sjónvarpsmynd
1970 Ironside Johnny Þáttur: No Game for Amateurs
1970 Matt Lincoln Charles Þáttur: Charles
1970 Hawaii Five-O Arhur Dixon/Eddie Calhao 2 þættir
1970 The Young Lawyers Presturinn Jimmy Haines Þáttur: Are You Running with me, Jimmy?
1971 The Interns Beau Denning ÞátturÞ: The Secret
1971 Dan August Norman Sayles Þáttur: Dead Witness to a Killing
1971 Sarge Dan Þáttur: Ring Out, Ring It
1971 Cade´s County Freddie Þáttur: Safe Deposit
1971 Goodbye, Raggedy Ann Jules Worthman Sjónvarpsmyn
1970-1971 The Mod Squad Danny Morgan 2 þættir
1971 Mongo´s Back in Town Gordon Sjónvarpsmynd
1972 Welcome Home, Johnny Bristol Graytak Sjónvarpsmynd
1972 Mannix Alex Lachlan Þáttur: To Kill a Memory
1972 That Certain Summer Gary McClain Sjónvarpsmynd
1972 Pursuit Timothy Drew Sjónvarpsmynd
1973 The Wide World of Mystery Tony Parrish Þáttur: A Prowler in the Heart
1973 Ghost Story Frank Þáttur: Dark Vengeance
1968-1973 The F.B.I. Neil Harland/Steve Chandler/Perry Allan Victor/Norman Gretzler 4 þættir
1973 Owen Marshall: Counselor at Law ónefnt hlutverk Þáttur: Seed of Doubt
1973 The Rookies Country Þáttur: Snow Job
1973 Crime Club Deputy Wade Wilson Sjónvarpsmynd
1973 Harry O Harlan Garrison Þáttur: Such Dust as Dreams Are Made On
1973 Love, American Style Dr. Art Parmel Þáttur: Love and the Footlight Fiancee/Love and the Plane Fantasy/Love and the Swinging Surgeon/Love and the Teller´s Tale
1972-1973 Cannon Jerry Warton/Christopher Grant 3 þættir
1973 The Streets of San Francisco Dean Knox Þáttur: Betrayed
1973 Columbo Karl Lessing Þáttur: Lovely But Lethal
1973 Letters from Three Lovers Vincent Sjónvarpsmynd
1973 Toma Eddie Siatti Þáttur: The Oberon Contract
1973 Dr. Simon Locke Ben Grover Þáttur: Body Count
1970-1973 Medical Center Glen/Presturinn Bill Thompson 2 þættir
1973 Love Story Frank Randolph Þáttur: Mirabelle´s Summer
1973 ItV Saturday Night Theatre Presturinn Kinsella Þáttur: Catholics
1973 Message to My Daughter John Thatcher Sjónvarpsmynd
1974 The Execution of Private Slovik Eddie Slovik Sjónvarpsmynd
1974 The Story of Pretty Boy Floyd Charles Arthur ´Pretty Boy´ Floyd Sjónvarpsmynd
1974 The California Kid Michael McCord Sjónvarpsmynd
1974 The Missiles of October Att. Gen. Robert F. Kennedy Sjónvarpsmynd
1975 The Last Survivors Alexander William Holmes Sjónvarpsmynd
1975 Sweet Hostage Leonard Hatch Sjónvarpsmynd
1978 Taxi Leigubílstjóri Sjónvarpsmynd
1979 Blind Ambition John Dean Sjónvarpsmínisería
1970-1980 Insight Adam/Jamie Conklin/Vincent 9 þættir
1982 In the Custody of Strangers Frank Caldwell Sjónvarpsmynd
1983 Kennedy John F. Kennedy Sjónvarpsmínisería
1983 Choices of the Heart Presturinn Philan Sjónvarpsmynd
1984 The Guardian Charlie Hyatt Sjónvarpsmynd
1985 Consenting Adult Ken Lynd Sjónvarpsmynd
1985 The Atlanta Child Murders Chet Dettlinger Sjónvarpsmínisería
1985 The Fourth Wise Man Artaban Sjónvarpsmynd
1985 Out of the Darkness Eddie Zigo Sjónvarpsmynd
1985 Alfred Hitchcock Presents Paul Dano Þáttur: Method Actor
1986 Shattered Spirits Lyle Mollencamp Sjónvarpsmynd
1986 News at Eleven Frank Kenley Sjónvarpsmynd
1986 Samaritan: The Mitch Snyder Story Mitch Snyder Sjónvarpsmynd
1987 CBS Schoolbreak Special Joe sanders Þáttur: My Dissident Mom
1987 Conspiracy: The Trial of the Chicago 8 James Marion Hunt Sjónvarpsmynd
1987 Dear America: Letters Home from Vietnam Alan Sjónvarpsmynd
Talaði inn á
1987 War of the Stars ónefnt hlutverk Sjónvarpssería
1989 Nightbreaker Dr. Alexander Brown - Forseti Sjónvarpsmynd
1991 Un amour de banquier Anthony Wayne Sjónvarpsmynd
1991 Guilty Until Proven Innocent Harold Hohne Sjónvarpsmynd
1992 The Last P.O.W.? The Bobby Garwood Story William F.(Ike) Eisenbraun Sjónvarpsmynd
1992 Touch and Die Frank Sjónvarpsmynd
1992 The Water Engine Chain Latter rödd Sjónvarpsmynd
Óskráður á lista
Talaði inn á
1990-1992 Captain Planet and the Planeteers Sly Sludge 12 þættir
Talaði inn á
1993 Queen James Jackson Sr. Sjónvarpsmínisería
1993 Braving Alaska Kynnir Sjónvarpsmynd
Talaði inn á
1993 Murphy Brown Nick Brody Þáttur: Angst for the Memories
1993 Tales from the Crypt Kraygen/Thomas Miller/Zorbin the Magnificent Þáttur: Well Cooked Hams
1993 A Matter of Justice Jack Brown sjónvarpsmynd
1994 Guns of Honor Jackson Baines Hardin/Ole Devil Sjónvarpsmynd
1994 One of Her Own Asst. Dist. Atty. Pete Maresca Sjónvarpsmynd
1994 Roswell Townsend Sjónvarpsmynd
1995 Bah, Humbug!: The Story of Charles Dickens´ ´A Christmas Carol´ Kynnir/Bob Cratchit/Scrooge´s Nephew/The Two Gentlemen/Marley´s Ghost/Ghosts of Christmases Past and Present/Fezziwig/Mrs. Cratchit/Tiny Tim Sjónvarpsmynd
1995 Present Tense, Past Perfect Brian Sjónvarpsmynd
1996 The Great War and the Shaping of the 20th Century Frank Golder Þáttur: Hatred and Hunger
Talaði inn á
1996 Crystal Cave King Arthur Sjónvarpsmynd
1996 Alchemy King Arthur Sjónvarpsmynd
1996 Project: ALF Col. Gilbert Milfoil Sjónvarpsmynd
1997 Gun Van Guinness Þáttur: Ricochet
1997 Hostile Waters Aurora Skipper Sjónvarpsmynd
1997 Simpsonfjölskyldan Sgt. Seymour Skinner Þáttur: The Principal and the Pauper
1997 Medusa´s Child Forseti Sjónvarpsmynd
1998 Stories from My Childhood Antonio Þáttur: When Wishes Come True
Talaði inn á
???? Phenomenon: The Lost Arhives Talsetning Þáttur: H.A.A.R.P: Holes in Heaven
Talaði inn á
1998 Voyage of Terror Henry Northcutt Sjónvarpsmynd
1998 Babylon 5: The River of Souls Sálar veiðimaður Sjónvarpsmynd
1999 The Darklings Ira Everett Sjónvarpsmynd
1999 Total Recall 2070 Praxis Þáttur: Virtual Justice
1999 Chicken Soup for the Soul ónefnt hlutverk Sjónvarpssería
Ónefndir þættir
1999 D.R.E.A.M. Team J.W. Garrison Sjónvarpsmynd
1999 Forget Me Never Jack Sjónvarpsmynd
1999 The Time Shifters Grifasi Sjónvarpsmynd
2001 The Apostle Paul: The Man Who Turned the World Upside Down Kynnir Sjónvarpsmynd
Talaði inn á
2002 Spin City Ray Crawford/Ray Harris Þáttur: Rags to Riches
2003 Freedom. A History of Us Charles Lindberg/John Adams/John Dos Passos/Thaddeus Stevens 4 þættir
2005 Two and a Half Men Harvey Þáttur: Sleep Tight, Puddin´ Pop
1999-2006 The West Wing Forsetinn Josiah ´Jed´ Bartlet 154 þættir
2007 Studio 60 on the Sunset Strip Útvarpsmaður Þáttur: K&R: Part 3
2012 Anger Management Martin Þáttur: Charlie´s Dad Visits

Leikhús[breyta | breyta frumkóða]

Verðlaun og tilnefningar[breyta | breyta frumkóða]

ALMA-verðlaunin

 • 2012: Tilnefndur sem uppáhalds kvikmyndaleikari fyrir The Amazing Spider-Man.
 • 2002: Tilnefndur sem besti leikari í sjónvarpsseríu fyrir The West Wing.
 • 2001: Verðlaun sem besti leikari í sjónvarpsseríu fyrir The West Wing.
 • 2000: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
 • 1999: Tilnefndur sem besti leikari í kvikmynd í crossover hlutverki fyrir Snitch.
 • 1999: Tilnefndur fyrir bestu einstaklingsframmistöðu í sjónvarpsmynd eða míniseríu í crossover hlutverki fyrir Babylon 5: The River of Souls.
 • 1998: Tilnefndur fyrir bestu einstaklingsframmistöðu í kvikmynd í crossover hlutverki fyrir The War at Home
 • 1998: Tilnefndur fyrir bestu einstaklingsframmistöðu í sjónvarpmynd eða míniseríu í crossover hlutverki fyrir Medusa´s Child og Hostile Waters.

American Movie-verðlaunin

BAFTA-verðlaunin

 • 1984: Tilnefndur sem besti leikari í sjónvarpi fyrir Kennedy.
 • 1980: Tilnefndur sem besti leikari fyrir Apocalypse Now.

Boston Society of Film Critics-verðlaunin

Broadcast Film Critics Association-verðlaunin

 • 2007: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir Bobby.
 • 2007: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir The Departed.

CableACE-verðlaunin

 • 1990: Tilnefndur fyrir bestu kvikmyndina eða míniseríu fyrir Nightbreaker ásamt Jeffrey Auerbach og William R. Greenblatt.
 • 1985: Tilnefndur sem besti leikari í kvikmynd eða míniseríu fyrir The Guardian.

Central Ohio Film Critics Association-verðlaunin

Chicago International Film Festival-verðlaunin

 • 2011: Carrer Achievement verðlaunin.

Daytime Emmy-verðlaunin

 • 1989: Tilnefndur fyrir besta barnasérþáttinn fyrir CBS Schoolbreak Special ásamt William R. Greenblatt og Robert Stein fyrir þáttinn No Means No.
 • 1986: Verðlaun sem besti leikstjóri fyrir barnaþátt fyrir CBS Schoolbreak Special fyrir þáttinn Babies Having Babies.
 • 1986: Tilnefndur fyrir besta barnasérþáttinn fyrir CBS Schoolbreak Special ásatm William R. Greenblatt, Jeffrey Auerbach, Alan Belkin og Sascha Schneider fyrir þáttinn Babies Having Babies.
 • 1981: Verðlaun fyrir bestu frammistöðu í trúarlegumþætti fyrir Insight fyrir þáttinn A Long Road Home.

Deauville Film Festival-verðlaunin

 • 1990: Tilnefndur fyrir Cadence.

Golden Globes-verðlaunin

 • 2004: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
 • 2003: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
 • 2002: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
 • 2001: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
 • 2000: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
 • 1984: Tilnefndur sem besti leikari í míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir Kennedy.
 • 1980: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir Blind Ambition.
 • 1969: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir The Subject Was Roses.

Gotham-verðlaunin

 • 2007: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir Talk to Me.

Hollywood Film Festival-verðlaunin

 • 2006: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir Bobby.

Imagen Foundation-verðlaunin

 • 2010: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Chamaco.
 • 1998: Lifetime Achievement verðlaunin.

Irish Film and Television-verðlaunin

 • 2012: Tilnefndur sem besti leikari í kvikmynd fyrir Stella Days.

MovieGuide-verðlaunin

 • 2012: Tilnefndur fyrir bestu frammistöðu í kvikmynd fyrir The Way.

National Board of Review-verðlaunin

Nosotros Golden Eagle-verðlaunin

 • 2001: Lifetime Achievement verðlaunin.
 • 2000: Lifetime Achievement verðlaunin.

Primetime Emmy-verðlaunin

 • 2006: Tilnefndur sem besti leikari í gestahlutverki í gamanseríu fyrir Two and a Half Men.
 • 2006: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
 • 2004: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
 • 2003: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
 • 2002: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
 • 2001: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
 • 2000: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
 • 1994: Verðlaun sem besti leikari í gestahlutverki í gamanseríu fyrir Murphy Brown.
 • 1978: Tilnefndur sem besti leikari í drama-og gamansérþætti fyrir Taxi.
 • 1974: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The Execution of Private Slovik.

San Sebastián International Film Festival-verðlaunin

 • 1974: Verðlaun sem besti leikari fyrir Badlands.

Satellite-verðlaunin

 • 2006: Verðlaun sem besti leikhópur í kvikmynd fyrir The Departed.
 • 2003: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
 • 2002: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
 • 2001: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
 • 2000: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.

Screen Actors Guild-verðlaunin

 • 2007: Tilnefndur sem besti leikhópur í kvikmynd fyrir Bobby.
 • 2007: Tilnefndur sem besti leikhópur í kvikmynd fyrir The Departed.
 • 2006: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramseríu fyrir The West Wing.
 • 2005: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
 • 2004: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
 • 2004: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
 • 2003: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
 • 2003: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
 • 2002: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
 • 2002: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
 • 2001: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
 • 2001: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
 • 2000: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.

TV Guide-verðlaunin

 • 2001: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
 • 2000: Verðlaun sem besti leikari í nýrriseríu fyrir The West Wing.

Television Critics Association-verðlaunin

 • 2002: Tilnefndur fyrir einstaklingsafrek í drama fyirr The West Wing.
 • 2001: Tilnefndur fyrir einstaklingsafrek í drama fyirr The West Wing.
 • 2000: Tilnefndur fyrir einstaklingsafrek í drama fyirr The West Wing.

Viewers for Quality Television-verðlaunin

 • 2000: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.

Walk of Fame-verðlaunin

 • 1989: Heiðraður með stjörnu á Hollywood Walk of Fame þann 22. Ágúst 1989, stjarnan er staðsett við 1500 Vine Street.

WorldFest Houston-verðlaunin

 • 1989: Verðlaun fyrir bestu sjónvarps-og kapalframleiðslu fyrir Nightbreaker ásamt Jeffrey Auerbach, Peter Markle og William R. Greenblatt.

Tony-verðlaunin

 • 1965: Tilnefndur sem besti leikari í leikriti fyrir The Subject Was Roses.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. 1,0 1,1 Ævisaga Martin Sheen á IMDB síðunni
 2. 2,0 2,1 „Martin Sheen: Being a dad“. The Guardian. Sótt 21. desember 2012.
 3. Erika Ramirez. „The True Identity of Charlie Sheen: Tracing The Roots of The Estevez Family“. Latina (tímarit).
 4. 4,0 4,1 4,2 4,3 Viðtal í þættinum Inside the Actors Studio, 18. maí 2003
 5. „The True Identity of Charlie Sheen: Tracing The Roots of The Estevez Family“. Latina (tímarit). Sótt 28. febrúar 2011.
 6. „Beyond Abortion“. The American Conservative. 12. september 2005. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. júní 2008. Sótt 20. desember 2012.
 7. Rep. Lincoln Davis (2006). „DAVIS INTRODUCES COMPREHENSIVE PROPOSAL“. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. janúar 2007. Sótt 24. janúar 2007.
 8. „Seals SSCS History“. Sea Shepherd Conservation Society.
 9. „Martin Sheen visits Sheehan's anti-war camp“. CTV.
 10. Beaucar, Kelley. „FOXNews.com - Worn Out Welcome? Cindy Sheehan No Longer on Tips of Everyone's Tongues - Politics | Republican Party | Democratic Party | Political Spectrum“, Google.com, 28. desember 2006, skoðað þann 7. mars 2010.
 11. „Martin sheen support to Earth First“. Sótt 7. mars 2010.
 12. „We Day rally in Vancouver draws Al Gore, Martin Sheen and thousands of globally minded youth“. Sótt 21. desember 2012.
 13. „Martin Sheen Honored To Be Part Of Prop 8 Play“. starpulse.com. Sótt 17. mars 2012.
 14. "8": A Play about the Fight for Marriage Equality“. YouTube. Sótt 17. mars 2012.
 15. YouTube to broadcast Proposition 8 play live“, pinknews.co.uk, skoðað þann 15. mars 2012.
 16. 16,0 16,1 McLean, Craig. „The Way: interview with Martin Sheen and Emilio Estevez“, The Telegraph, 21. mars 2011, skoðað þann 26. mars 2011.
 17. „Joe Estevez shares an incredible story“.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]