Fara í innihald

Charlie Sheen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Charlie árið 2009.

Charlie Sheen (fæddur 3. september 1965), fæddur sem Carlos Irwin Estéves er bandarískur leikari. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Platoon (1986), Wall Street (1987), Major League (1989), The Rookie (1990) og The Three Musketeers (1993). Hann lék svo aðalhlutverkið í gamanþáttunum Spin City (2000-2002), Two and a Half Men (2003-2011) og Anger Management (2012-2014).

Charlie hefur verið þekktur fyrir mikla notkun á fíkniefnum og áfengi. Í mars 2011 var Charlie rekinn úr sjónvarpsþáttunum sínum, Two and a Half Men eftir að hann lét ófögur orð falla um höfund þáttanna Chuck Lorre. Í kjölfarið kom hann fram í fjölmörgum viðtölum þar sem að hann lýsti sjálfum sér sem winning og sagði að hann væri með tígrisdýrablóð eða tiger blood. Viðtölin hlutu mikla athygli og voru birtar breyttar útgáfur af þeim á YouTube. Í nóvember 2015 greindi Charlie frá því að hann væri með HIV sjúkdóminn. Það leiddi í ljós að fjöldi manna leituðu sér hjálpar vegna sjúkdómsins, það er kallað "The Charlie Sheen Effect". Frá árinu 2017 hefur Charlie verið edrú.

Charlie hefur verið giftur þrisvar sinnum og á fimm börn. Hann eignaðist sitt fyrsta barn með fyrrverandi kærustu sinni, Paula Profit. Árið 1995 giftist Charlie Donna Peele. Þau sóttu um skilnað árið 1996. Charlie byrjaði í sambandi með leikkonunni Denise Richards árið 2001. Þau trúlofuðu sig seinna sama ár og giftu sig árið 2002. Þau eignuðust tvær dætur sem að eru fæddar árið 2004 og 2005. Þau sóttu um skilnað árið 2006. Árið 2008 giftist Charlie leikkonunni Brooke Mueller og eignuðust þau tvíbura árið 2009. Þau sóttu um skilnað árið 2011.