Fara í innihald

Noam Chomsky

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Noam Chomsky (2005)

Noam Chomsky (fæddur 7. desember 1928) er bandarískur málvísindamaður, rithöfundur, stjórnmálarýnir og aðgerðarsinni. Hann er prófessor emeritus í málvísindum við Massachussettes Institute of Technology (MIT). Þar hefur hann starfað síðan 1955.

Noam Chomsky hefur gefið út rit og haldið fyrirlestra um málvísindi, heimspeki og stjórnmál. Hann er þekktur fyrir baráttu sína fyrir auknu lýðræði og félagslegu réttlæti. Mikið hefur borið á honum frá því að á Víetnamstríðinu stóð en hann hefur oft gagnrýnt utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Chomsky er gjarnan álitinn einn helsti hugsuður vinstrisinnaðra í Bandaríkjunum en hann forðast þó sjálfur að nota hugtakið „vinstrisinnaður“ um eigin stjórnmálaskoðanir. Sjálfur lýsir hann sér sem anarkista.

Árið 1968 gaf Chomsky út bókina The Sound Pattern of English ásamt málfræðingnum Morris Halle. Bókin er álitin vera grunnurinn að nútímamálvísindum, þar á meðal hugmyndinni um að tungumálið er meðfæddur eiginleiki („generatíf“ málfræði). Síðan hefur Chomsky talist vera einn fremsti málfræðingur og málvísindamaður nútímans.

Samkvæmt Arts and Humanities Citation Index var vitnað í rit Chomskys oftar en í rit nokkurs annars lifandi manns á árunum 1980-1992. Hann er áttundi á lista þeirra sem hefur verið mest vitnað til frá upphafi. Chomsky hefur skrifað yfir hundrað bækur.

Í september 2011 var Chomsky öndvegisfyrirlesari Hugvísindasviðs á aldarafmæli Háskóla Íslands.[1][2]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Chomsky fyllti Háskólabíó“. 9. september 2011. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. desember 2011.
  2. „Chomsky - Mál, sál og samfélag.“ Höskuldur Þráinsson og Matthew Whelpton ritstýrðu. Háskólaútgáfan, 2013.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.