Malthusismi
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. Aðalvandamál þessarar greinar: Það mætti skerpa á skilgreiningu í inngangi |
Kenningin um Malthúsísku gildruna byggist á því að vöxtur mannfjölda fylgir veldisvexti, á meðan matvælaframleiðsla fylgir línulegum vexti. Malthus færir rök fyrir því að þetta misræmi myndi óhjákvæmilega leiða til fátæktar, hungursneyðar og samfélagslegra hörmunga.
Thomas Robert Malthus var enskur hagfræðingur, þekktastur fyrir ritið sitt um vöxt mannfjölda, Ritgerð um lögmál sem stýra mannfjölda (1798). [1] Hugmyndir Malthus höfðu mikil áhrif á klassíska hagfræði og hagfræðinga eins og David Ricardo, John Stuart Mill og marga aðra sem komu síðar fram. Malthus fjallar um hindranirnar á fólksfjölgun, hann taldi að siðferðislegt taumhald gæti hægt á vextinum. En hungursneyð og sjúkdómar myndu hafa sama hlutverk ef siðferðinu nægði ekki.
Fólksfjöldakenningin og áhrif á hagfræðikenningar
[breyta | breyta frumkóða]Í Ritgerð um lögmál sem stýra mannfjölda hélt Malthus fram að án hindraninna fjölgar fólk sér með veldisvexti, þar sem hann tvöfaldist á um 25 ára fresti. [2] Á meðan framboð matvæla getur aðeins vaxið línulega. Hann varar við því að fólksfjöldi myndi á endanum vaxa framyfir matvælaframleiðslu sem myndi leiða að ástandi þar sem tiltækar auðlindir dugi ekki til að halda uppi vaxandi mannfjölda.
Mannfjöldakenning Malthusar byggist á tveimur „aðgerðum“ sem stýra vexti mannfjölda: fyrirbyggjandi aðgerðum og „positive“ eða öruggum aðgerðum. Öruggum aðgerðum er ætlað að auka dánartíðni og þær fela í sér hungursneyð, sjúkdóma og stríð sem Malthus taldi óhjákvæmilegar afleiðingar aukins mannfjölda. Fyrirbyggjandi aðgerðir, hins vegar, miða að því að draga úr fæðingartíðni. Malthus lagði sérstaka áherslu á siðferðislegt taumhald, svo sem að fresta hjónabandi og eignast færri börn, sem leið til að koma í veg fyrir ofvöxt mannfjölda. Malthus trúði því að þessar fyrirbyggjandi aðgerðir gætu hindrað mannfjölda í að fara fram úr þeim takmörkum sem tiltækar auðlindir gætu stutt.
Malthus hafði áhyggjur af ójafnri dreifingu efnahagslegs ávinnings og því hvort vinnufólk hefði nægan kaupmátt til að viðhalda eftirspurn. Hann gagnrýndi einnig of mikinn sparnað án nægrar neyslu, sem gæti hamlað efnahagsvexti. Þessi hugmynd varð til þess að Malthus varð bæði virtur og umdeildur, sérstaklega vegna þess að hann tengdi stöðnun hagkerfisins við ófullnægjandi neyslu.[1] [3]
Malthus taldi að hækkun launa myndi auka fæðingartíðni, sem myndi leiða til stækkunar vinnumarkaðarins og í kjölfarið lækka laun. Þessi tilgáta stangaðist á við skoðanir margra samtímahagfræðinga, sem töldu launahækkanir stuðla að langvarandi hagvexti. Kenning hans var í takt við lögmál Ricardos um minnkandi afrakstur (e.: Ricardian Law of Diminishing Returns); vaxandi vinnuafl myndi leiða til minni framleiðni á hvern einstakling og hægja á efnahagslegri velmegun. [2]
Malthus taldi að fátækt og þjáningar væru óhjákvæmilegar afleiðingar mannfjöldavaxtar ef ekki væri gripið til aðgerða.Kenning hans hafði mikil áhrif á klassíska hagfræði og hagfræðinga þess tíma. David Ricardo lagði fram kenningu um húsaleigu benti á að með vaxandi mannfjölda myndi eftirspurn eftir landi aukast, sem aftur myndi leiða til hækkandi leigu og ýta undir ójöfnuð.
Þrátt fyrir að Malthus og Ricardo deildu um ýmis málefni gagnrýndi Malthus bjartsýni Ricardo að sparnaður myndi ávallt finna leið sína í árangursrík fjárfestingartækifæri. Malthus varaði við því að hagkerfið gæti orðið fyrir skaða ef eftirspurn væri ekki nægileg. Þessi hugmynd víkkaði mannfjöldavandann hans Malthusar með því að beina athyglinni að áhrifum vanneyslu á hagkerfið.
Ný-Malthusismi
[breyta | breyta frumkóða]Um miðja 20. Öldina myndaðist neo-Malthusismi, sérstaklega í ljósi kalda stríðsins og þróunarstefnu eftir nýlendutímann.
Í vestrænum stjórnmálum og alþjóðasamtökum fóru fram ráðstafanir til að stjórna mannfjölda, eins og fjölskyldu áætlunarverkefni. Um 1960 höfðu rökræður um Malthusianisma náð tökum innan heimsyfirvalda og hafði markverð áhrif á stefnur samtaka eins og Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) og the Population Council. [4]
Á 20. öldinni, sérstaklega eftir seinni heimsstyrjöldina, voru hugmyndir Malthusar endurvaktar, en nú í alþjóðlegu samhengi. Talsmenn mannfjöldastjórnunar á sjötta og sjöunda áratugnum fóru að leggja áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir sem leið til að koma í veg fyrir samfélags- og efnahagslegar hörmungar af völdum hraðs mannfjöldavaxtar. Fjölskylduáætlanir, þar á meðal getnaðarvarnir og kynfræðsla, voru taldar nútímalegar fyrirbyggjandi aðgerðir og voru innleiddar í mörgum þróuðum ríkjum, þar sem mannfjöldi jókst hratt. Þessar aðgerðir voru framkvæmdar til að koma í veg fyrir þá framtíðarsýn Malthusar sem gerði ráð fyrir skorti á auðlindum og útbreiddri fátækt.
Fyrirbyggjandi aðgerðir urðu hornsteinn ný-Malthusískrar stefnumótunar, sem var knúin áfram af alþjóðasamtökum. Dæmi um þetta voru getnaðarvarnir eins og lykkjan og sæfingaraðgerðir, sem voru notaðar í löndum eins og Indlandi og Kína. Þar sem tilraunir til að stjórna mannfjölda voru gerðar með eða án nauðungar. Seint á 20. öld hliðraðist umræðan um mannfjölda í átt að meiri áherslu á æxlunarréttindi kvenna og fjölskylduáætlanir. Í kjölfarið fór umræðan að færast frá siðferðislegu taumhaldi, sem Malthus hafði lagt áherslu á, yfir í frelsis- og réttindamiðaða nálgun. [4]
Arfleifð og gagnrýni á kenningu Malthusar
[breyta | breyta frumkóða]Malthusiska módelið veitti innblástur til hugsuða á borð við Charles Darwin og Alfred Russel Wallace. Darwin nýtti hugmyndir Malthus á líffræðilega sviðinu, þar sem hann fjallar um samkeppni meðal dýrategunda og þróunarferlið.[1]
Þrátt fyrir að spár Malthus um hungursneyð rættust ekki á 19. öld, að miklu leyti vegna tækniframfara í landbúnaði og iðnbyltingarinnar, hafa hugmyndir hans skilið eftir sig varanleg áhrif á hagfræðilega og lýðfræðilega hugsun. Þær höfðu djúpstæð áhrif á hagfræðikenningar og stjórnmála stefnur. Hugmyndir hans mótuðu meðal annars viðhorf til vinnumarkaðar, launa og fátæktaraðgerða fram á 19. og 20. öld. [2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 Landreth, Harry; Colander, David C. (2002). History of Economic Thought (4th, illustrated. útgáfa). Boston: Houghton Mifflin. bls. 511. ISBN 9780618133949.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 Samuels, Warren J.; Biddle, Jeff E.; Davis, John B. (2003). A Companion to the History of Economic Thought. Blackwell Publishing Ltd. ISBN 9780631225737.
- ↑ Sandelin, Bo; Trautwein, Hans-Michael; Wundrak, Richard (2014). A Short History of Economic Thought (3rd. útgáfa). Abingdon, Oxon: Routledge. ISBN 978-1-138-78019-4.
- ↑ 4,0 4,1 Frey, Marc (2011). „Neo-Malthusianism and Development: Shifting Interpretations of a Contested Paradigm“. Journal of Global History. 6 (1): 75–97. doi:10.1017/S1740022811000052.[óvirkur tengill]