Veldisvöxtur
Jump to navigation
Jump to search
Veldisvöxtur nefnist vaxtarferill breytu sem vex í hlutfalli stærð sína (sem veldisfall). Þessu má lýsa með eftirfarandi jöfnu fyrir vöxt breytunnar x (hvort sem vöxturinn er jákvæður eða neikvæður) eftir því sem tíminn t líður með jöfnu bili heillra talna (það er að segja 0, 1, 2, 3, ...):
þar sem x0 er gildi x á tímapunktinum 0. Sem dæmi, miðað við vaxtarhraðann r = 5% = 0.05, burtséð frá gildi tímabreytunnar þýðir að x verði 1.05 sinnum (eða 5%) stærri en það var.
Við kjöraðstæður fjölga bakteríur sér með veldisvexti.