Fara í innihald

Sjúkdómur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sjúkdómur er fyrirbrigði sem veldur óeðlilegu andlegu eða líkamlegu ástandi, sem felur í sér óþægindi eða skerta afkastagetu hjá þeim einstaklingi sem þjáist af sjúkdómnum. Önnur fyrirbrigði sem geta valdið slíku ástandi eru slys, fötlun og heilkenni, en yfirleitt eru þessi hugtök aðgreind frá sjúkdómum.

Í læknisfræði er sjúkdómur, sem þá er álitinn hafa tiltekna þekkta orsök, aðskilinn frá heilkenni, sem er einfaldlega samsafn einkenna sem eiga sér stað samtímis. Engu að síður hafa orsakir ýmissa heilkenna verið uppgötvaðar, en þó er yfirleitt haldið áfram að tala um heilkenni í þeim tilfellum. Eins er oft talað um sjúkdóma þótt orsakir þeirra séu ekki nákvæmlega þekktar, en oft er þá um það að ræða að hegðun þeirra sé slík að tilteknir orsakaflokkar séu líklegri en aðrir. Skilgreining á sjúkdómum er bæði erfið og breytileg. Sem dæmi má nefna að í lok 19. aldar var talið að samkynhneigð væri sjúkdómur, en er það ekki í dag. Á hinn bóginn er tiltölulega stutt síðan þunglyndi var almennt viðurkennt sem sjúkdómur.


  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.