1631
Útlit
(Endurbeint frá MDCXXXI)
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
1631 (MDCXXXI í rómverskum tölum) var 31. ár 17. aldar sem hófst á miðvikudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en laugardegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Jón lærði Guðmundsson dæmdur útlægur fyrir galdrakukl.
- 13. janúar - Þrjátíu ára stríðið: Svíar sömdu um að fá 400 þúsund ríkisdali árlega frá Frakklandi gegn því að nota 36 þúsund manna herlið í Þýskalandi.
- 3. apríl - Svíar lögðu Frankfurt an der Oder undir sig.
- 4. maí - Svíar gerðu bandalag með Brandenburg.
- 10. maí - Pappenheim greifi og Tilly rændu og brenndu þýsku borgina Magdeburg í Þrjátíu ára stríðinu. Um 20.000 íbúar borgarinnar voru drepnir af herjum keisarans.
- 20. júní - Sjóræningjar frá Barbaríinu undir stjórn Murat Reis (Jan Janszoon) rændu borgina Baltimore á Írlandi.
- Ágúst - Tilly réðist inn í Saxland.
- 1. september - Svíþjóð gerði bandalag við Saxland.
- 17. september - Gústaf Adolf 2. Svíakonungur vann sigur á hersveitum Tillys í orrustunni við Breitenfeld.
- 22. september - Svíar lögðu Erfurt undir sig.
- 10. október - Saxneskur her hertók Prag.
- 17. nóvember - Svíar lögðu Frankfurt am Main undir sig.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - Katherine Philips, ensk-velskt skáld (d. 1664).
- 22. febrúar - Peder Syv, danskur þjóðsagnasafnari (d. 1702).
- 15. júní - Jens Juel, danskur stjórnmálamaður (d. 1700).
- 19. ágúst - John Dryden, enskur rithöfundur (d. 1700).
- 11. nóvember - Gísli Þorláksson, Hólabiskup (d. 1684).
- 14. desember - Anne Conway, enskur heimspekingur (d. 1679).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 10. febrúar - Gísli Hákonarson, lögmaður í Bræðratungu (f. 1583)
- 31. mars - John Donne, enskur rithöfundur (f. 1572).
- 21. júní - John Smith, landnemi í Jamestown (f. 1580).