Barbaríið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Sjóorrusta milli freigátunnar HMS Mary Rose og sjö alsírskra sjóræningjaskipa 1669.

Barbaríið, (e. The Barbary Coast / The Barbary) var hugtak sem Evrópubúar frá 16. - 19. öld notuðu yfir strandhéruð þess sem í dag eru löndin Marokkó, Alsír, Túnis og Líbýa fram á 19. öld. Nafnið er dregið af heiti Berba, íbúa Norður-Afríku. Enska hugtakið "Barbary" (og önnur afbrigði: Barbaria, Berbérie, o.fl.) átti við um öll Berber lönd, þar með talin héruð langt inn í landi. Þetta er greinilegt í landafræðilegum- og pólitískum kortum sem gefin voru út frá 17. – 20. öld. Nafnið er einkum notað í tengslum við þrælasölu og sjórán sem barbarískir sjóræningar og barbarískir þrælasalar stunduðu frá strönd Norður-Afríku. Þeir réðust á skip og byggð svæði við Miðjarðarhafið og Norður-Atlantshafið og tóku til fanga og seldu þræla eða vörur frá Evrópu, Ameríku og Afríku sunnan Sahara. Þrælarnir og vörurnar voru seld um allt Ottóman veldið eða til evrópubúa sjálfra.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.