1711
Útlit
(Endurbeint frá MDCCXI)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1711 (MDCCXI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Steinn Jónsson varð Hólabiskup.
- Þorleifur Halldórsson varð skólameistari á Hólum.
- Eldgos í Kverkfjöllum.
- Oddur Sigurðsson lögmaður og Páll Beyer viku Hákoni Hannessyni sýslumanni í Rangárþingi úr embætti vegna óreglu en konungur ógilti það.
Fædd
- 12. desember - Skúli Magnússon, landfógeti (d. 1794).
- Jón Marteinsson stúdent, „spitzbub og galgenvogel“, önnur fyrirmynd samnefndrar persónu í Íslandsklukku Halldórs Laxness (d. 1771).
- Vigfús Jónsson prestur á Stöð í Stöðvarfirði, höfundur fyrstu íslensku barnabókarinnar, Barnaljóð (d. 1761).
Dáin
- 13. desember - Skúli Magnússon, afi Skúla fógeta. Hann var prestur í Goðdölum í 66 ár (f. 1623).
- Halldór Þorbergsson lögréttumaður á Seylu, skrásetjari Seyluannáls (f. 1623).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 17. apríl - Karl 6. varð keisari hins Heilaga rómverska ríkis.
- 9. júlí - Pétur mikli Rússakeisari umkringdur ásamt herliði sínu af fjölmennum tyrkneskum her við ána Prut.
- 22. júlí - Pétri mikla tókst að sleppa úr herkví Tyrkja með því að múta yfirmanni herliðsins.
- Drepsóttin kýlapest gekk víða í Evrópu, meðal annars í Kaupmannahöfn, þar sem talið er að þriðjungur íbúa, um 23.000 manns, hafi dáið. Konungur veitti Garðbúum einkarétt á líkburði í borginni, sem þeir héldu til loka 18. aldar og höfðu ýmsir íslenskir stúdentar hluta lífsviðurværis síns af þeirri iðju.
Fædd
- 26. apríl - David Hume, skoskur heimspekingur (d. 1776).
- 1. september - Vilhjálmur 4. af Orange (d. 1751)l.
- 31. október - Laura Bassi, ítölsk vísindakona sem var fyrsta konan sem opinberlega stundaði háskólakennslu í Evrópu.
- 23. desember - Jacob Fortling, dansk-þýskur myndhöggvari og arkitekt (d. 1761).
- Qianlong, keisari í Kína (d. 1799).
Dáin
- 14. apríl - Loðvík, le Grand Daupin, sonur Loðvíks 14. Frakkakonungs (f. 1661).
- 17. apríl - Jósef 1., keisari hins Heilaga rómverska ríkis (f. 1678).
- 22. nóvember - Bernardo Pasquini, ítalskt tónskáld (f. 1638).