1826
Útlit
(Endurbeint frá MDCCCXXVI)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1826 (MDCCCXXVI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 6. febrúar - Amtmannsbústaðurinn á Möðruvöllum brann til kaldra kola og með honum mikið af eigum Gríms Jónssonar amtmanns og skjölum embættisins.
- Lokið var við að reisa biskupssetur í Laugarnesi við Reykjavík.
Fædd
- 20. janúar - Benedikt Sveinsson, sýslumaður (d. 1899).
- 19. ágúst - Helgi Hálfdanarson, sálmaskáld, alþingismaður og lektor (d. 1894).
- 30. september - Jón Borgfirðingur, fræðimaður og lögregluþjónn (d. 1912).
- 6. október - Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal, skáld (d. 1907).
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 15. janúar - Dagblaðið Le Figaro kom fyrst út í París sem vikublað.
- 8. febrúar - Bernardino Rivadavia varð fyrsti forseti Argentínu.
- 11. febrúar - University of London, síðar University College London, var stofnaður.
- 10. mars - Jóhann 4. (portúgalska: João VI) konungur Portúgals lést vegna arsenik-eitrunar.
- 28. maí - Pétur 1. Brasilíukeisari sagði af sér sem konungur Portúgals. Dóttir hans María tók við krúnunni.
- Júní - Nicéphore Niépce tók elstu ljósmyndina sem varðveist hefur.
- 4. júlí - Annar forseti Bandaríkjanna, John Adams, og sá þriðji, Thomas Jefferson, létust báðir daginn sem rétt fimmtíu ár voru liðin frá undirritun sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna.
- Fyrstu járnbrautargöngin voru gerð. Þau voru á leiðinni milli Liverpool og Manchester í Englandi.
Fædd
- 6. janúar - Adolf Kirchhoff, þýskur fornfræðingur og textafræðingur.
- 3. maí - Karl 15. Svíakonungur (d. 1872).
- 5. maí - Evgenía de Montijo, síðar keisaradrottning Frakklands, kona Napóleons 3. (d. 1920).
- 4. júlí - Stephen Foster, bandarískt skáld og lagahöfundur (d. 1864).
- 17. september - Georg Friedrich Bernhard Riemann, þýskur stærðfræðingur (d.1866).
Dáin
- 2. febrúar - Jean Anthelme Brillat-Savarin, franskur lögfræðingur og matgæðingur (f. 1755).
- 16. maí - Elísabet Alexeievna keisaraynja (Louise af Baden), kona Alexanders 1. Rússakeisara (f, 1779).
- 5. júní - Carl Maria von Weber, þýskt tónskáld (f. 1786).
- 4. júlí - Thomas Jefferson, þriðji forseti Bandaríkjanna (f. 1743).
- 4. júlí - John Adams, annar forseti Bandaríkjanna (f. 1735).
- Nikolai Mikhailovich Karamzin, rússneskur rithöfundur (f. 1766).