1362
Útlit
(Endurbeint frá MCCCLXII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1362 (MCCCLXII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 8. júlí - Grundarbardagi: Smiður Andrésson hirðstjóri og Jón Guttormsson skráveifa lögmaður vegnir á Grund í Eyjafirði.
- Mesta öskugos Íslandssögunnar varð í Hnappafellsjökli. Litlahérað fór í eyði allt og var sveitin nefnd Öræfi þegar hún fór að byggjast aftur og jökullinn Öræfajökull.
- Þórarinn Sigurðsson varð Skálholtsbiskup.
Fædd
Dáin
- 8. júlí - Smiður Andrésson hirðstjóri féll í Grundarbardaga.
- 8. júlí - Jón Guttormsson skráveifa lögmaður féll í Grundarbardaga.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 16. janúar - Stormflóðið „Grote Mandrenke“ gekk yfir strendur Hollands, Englands, Þýskalands og Danmerkur og eyddi bænum Rungholt í Norður-Fríslandi þegar eyjan Strand, sem bærinn stóð á, hvarf að miklu leyti.
- 28. september - Úrbanus V (Guillaume Grimoard) varð páfi.
- Hákon 6. Magnússon varð konungur Svíþjóðar.
- Valdimar atterdag vannn sigur á Hansasambandinu í sjóorrustu við Helsingjaborg.
- Enska tók við af frönsku sem opinbert tungumál Englands í fyrsta skipti frá innrás Normanna 1066.
- Loðvík 1. Ungverjalandskonungur hertók norðurhluta Búlgaríu og styrkti tök sín á Balkanskaganum.
- Ottómanaveldið hertók borgirnar Philippopolis og Adrianopolis. Þar með var lítið eftir af Býsansríki nema borgin Konstantínópel.
Fædd
Dáin
- 11. júlí - Anna von Schweidnitz, þriðja kona Karls 4. keisara (f. 1339).
- 12. september - Innósentíus VI páfi.