Öræfasveit
Jump to navigation
Jump to search
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Öræfasveit, Öræfi áður Litlahérað er vestasta sveitin í Austur-Skaftafellssýslu, milli Breiðamerkursands og Skeiðarár, austan við Kirkjubæjarklaustur og sunnan Öræfajökuls. Á miðöldum var þessi sveit kölluð Hérað eða Litlahérað en hún fór í eyði í kjölfar eldgoss í Öræfajökli árið 1362 og vatnsflóðs sem því fylgdi og var eftir það kölluð Öræfi.
Sveitin var lengst af mjög einangruð þar sem tvö stór vatnsföll tálmuðu ferðir bæði í austur og vestur. Þessi einangrun stóð þar til Jökulsá á Breiðamerkursandi var brúuð árið 1967 og Skeiðarárbrúin opnaði 1974 og þar með Hringvegurinn.
Í Öræfum var þjóðgarður í Skaftafelli sem var stofnaður 1967. Síðar varð hann hluti af Vatnajökulsþjóðgarði.
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]
- Vísindavefurinn: Líkist Öræfasveit Pompeii á Ítalíu?
- MBL: Líklegt að gusthlaup hafi eytt Litla-Héraði
