Morrinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Getur líka átt við leikhópinn Morrann á Ísafirði.
Morrinn úr teiknimynd um Múmínálfana.

Morrinn (s. Mårran f. Mörkö) er persóna í Múmínálfunum eftir finnlandssænska rithöfundinn og teiknarann Tove Jansson.

Í íslensku þýðingu bókanna og síðar teiknimyndanna hafa þýðendur gert Morrann karlkyns, en á frummálinu (sænsku) er Morrinn kvenkyns. Hann kemur fyrst fram í bókinni Pípuhattur galdrakarlsins sem gefin var út árið 1948.

Morrinn er helkaldur og allt sem hann snertir frýs. Hann birtist sem draugalegur líkami sem líkist helst smá hæð með köld starandi augu og breiða röð af hvítum skínandi tönnum. Í einni sögu er minnst á það að Morrinn sé með skott en það hefur aldrei sést á teikningu. Morrinn gengur ekki heldur líður um og jörðin frýs í kjölfar hans og allur gróður deyr. Allt sem Morrinn snertir frýs og í Vetrarundur í Múmíndal settist Morrinn á bálköst sem umsvifalaust slokknaði. En í rauninni er Morrinn að leita vináttu og hlýju, en allir hafna honum svo hann leitar í einveruna upp í Einmana fjöllum. Þó gerir Morrinn eitt sinn gagn þegar hann slekkur skógareld með kulda sínum.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]